Læknablaðið - 15.03.1990, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 137-40
137
Hjördís Haröardóttir, Erla Sigvaldadóttir, Ólafur Steingrímsson
ATHUGUN Á LYFJANÆMI CAMPYLOBACTER
PYLORI
ÚTDRÁTTUR
Kannað var næmi 26 stofna af Campylobacter
pylori fyrir 16 lyfjum, cimetidíni, súkralfati,
bismúti og 13 sýklalyfjum. Mæld voru
hammörk (MIC - Minium Inhibitory
Concentration) með raðþynningum í föstu
æti. Bakteríustofnarnir voru einangraðir frá
íslenskum sjúklingum, sem höfðu óþægindi
frá meltingarfærum. Penisillín, ampisillín,
erýtrómýsín og asitrómýsín reyndust virkust
með 90% hammörk (MIC 90)<0.25 /rg/ml.
Kefoxitín, kefótaxím, keftríaxón, gentamísín,
tóbramýsín og klóramfenfkól höfðu einnig
ágæta virkni með MIC 90<2 /íg/mi. Kefradín
hafði litla virkni, MIC 90 var 8//g/ml og
sömuleiðis metrónídasól, MIC 90 var 16
/zg/ml og Bactrim enn minni, með 128 //g/ml.
Ekki tókst að sýna fram á bakteríudrepandi
áhrif címetidíns eða súkralfats. Niðurstöður
fyrir bismút voru óljósar.
INNGANGUR
Spírallaga bakteríum var fyrst lýst í mögum
manna og dýra 1893 (1) og 1896 (2). Síðar
urðu fleiri til að lýsa þessu fyrirbrigði (3-
5), en það var ekki fyrr en árið 1982 að
Marshall og Warren ræktuðu fyrstir manna
bakteríu þessa og þeir urðu einnig fyrstir
til að gera grein fyrir hugsanlegri klínískri
þýðingu hennar (6, 7). Á þeim 7 árum sem
síðan eru liðin hefur bakterían, Campylobacter
pylori, verið mikið rannsökuð (8-12). Það
sem hefur hrint af stað flestum rannsóknum
og valdið mestri umræðu er spurningin um
sýkingarmátt bakteríunnar. Campylobacter
pylori hefur nú verið sett í samband við
magabólgu, skeifugarnarsár, magasár,
faraldra af saltsýruskorti í maga (epidemic
hypochlorhydria) og meltingartruflun án
sársjúkdóms (nonulcer dyspepsia) (8-12).
Frá sýklarannsóknadeild Landspítalans. Barst 28/11/1988.
Samþykkt 17/09/1989.
Á tímabilinu nóvember 1986 til febrúar
I987 var gerð faraldsfræðileg athugun á
tíðni C. pylori hjá sjúklingum, sem gengust
undir magaspeglun á Landspítalanum
vegna magaóþæginda (13). Þá áskotnuðust
sýklarannsóknadeild Landspítalans 26 stofnar
af þessari bakteríu, sem ekki hafði verið
ræktuð hérlendis áður. Var ákveðið að
kanna nánar sýklalyfjanæmi þessara stofna í
tilraunaglösum. Slfk vitneskja er nauðsynleg
vegna hugsanlegrar meðferðar sjúklinga, sem
bakteríuna hafa og einnig til þróunar valæta
(selective media) til að auðvelda ræktun
hennar og greiningu á rannsóknastofum í
framtíðinni.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Ástæðum til sýnatöku hjá sjúklingunum 26
sem Campylobacter pylori ræktaðist frá og
greinimörkum sem notuð voru við greiningu
bakteríanna hefur verið lýst annars staðar (13).
Athugað var næmi stofnanna 26 fyrir
16 lyfjum, bæði sýklalyfjum og öðrum
lyfjum. Mæld voru hammörk (MIC -
Minimum Inhibitory Concentration) og
notaðar raðþynningar í föstu æti. Hvert
lyf var fyrst raðþynnt á venjulegan hátt
með helniingsþynningum í eimuðu vatni
eða etanóli eftir því sem við átti. Hver
þynningarröð spannaði styrkleika frá 4096
/zl/ml og niður í 0,002 /zl/ml eftir að búið var
að blanda innihaldi hvers glass saman við
19 ml af fljótandi blóðagar (Heart Infusion
agar með 5% hestablóði). Næmisagarinn var
gerður fáum klukkustundum fyrir notkun til að
tryggja fulla virkni lyfjanna hverju sinni.
Reynt var að velja að minnsta kosti einn
fulltrúa fyrir hvem fiokk sýklalytja, svo sem
penisillín og ampisillín fyrir penisillíntiokkinn,
gentamisín fyrir amínóglýkósíðin, kefradín,
keftríaxón og kefoxitín fyrir hinar þrjár
kynslóðir kefalósporína, erýtrómýsín og