Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 19

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 141-4 141 Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson EINKENNI FRÁ HÁLSI OG HNAKKA, HERÐUMOG ÖXLUM Hóprannsókn á úrtaki íslendinga II. INNGANGUR A vegum Atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlits ríkisins fór fram hóprannsókn á úrtaki Islendinga. Athuguð voru einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi. Við rannsóknina var notaður spumingalisti, sem var unninn af starfshópi á vegum Norrænu embættismannanefndarinnar um vinnuvemdarmálefni (1, 2), en áður hefur verið sagt frá niðurstöðum úr yfirlitshluta hans (3). í þessari grein verður sagt frá þeim hluta listans sem fjallar nánar um einkenni frá hálsi eða hnakka og herðum eða öxlum. Listinn hefur verið þýddur í heild og birtist í fyrri grein (3). Markmiðið með þessum hluta rannsóknarinnar var að fá nánari upplýsingar um algengi einkenna frá hálsi eða hnakka og herðum eða öxlum, hve lengi þau hefðu varað og hvort menn teldu sig hafa orðið óvinnufæra þeirra vegna. Niðurstöðumar er síðan hægt að nota til að bera saman við niðurstöður, sem fást þegar spumingalistinn er lagður fyrir ýmsa starfshópa. AÐFERÐIR Við rannsóknina var notað slembiúrtak íslensku þjóðarinnar á aldrinum 16-65 ára, sem svaraði póstsendum spumingalistum. Urtakið var valið úr þjóðskránni en athugunin fór fram árið 1986. Urtakinu og framkvæmd hefur verið lýst áður (3) og verður því aðeins stuttlega lýst hér. í því voru 421 karl og 434 konur, alls 855 manns. Þátttakendur voru 627 og skiptust í 301 karl og 326 konur. Heildarþátttaka í rannsókninni var 73,5%. í útreikningum er gert ráð fyrir að þeir sem skiluðu einstaka spumingum auðum, hafi Frá Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Reykjavík. Barst 09/05/1989. Samþykkt 22/05/1989. Women Men Ever complaints Complaints last year Complaints last week Fig 1. Percentage of women and men who reported complaints from neck. ætlað að svara neitandi. Þessi afstaða er byggð á reynslu, sem fékkst þegar spumingalistamir voru lagðir fyrir fiskvinnslufólk og farið var yfir svörin um leið og listanum var skilað. Þar reyndust brögð að því að þátttakendur svöruðu einungis spumingum um þau svæði líkamans, sem þeir höfðu haft einkenni frá. Hins vegar er þeim einstaklingum sem svara órökrétt sleppt, til dæmis þeim sem segjast aldrei hafa haft óþægindi frá ákveðnum líkamshluta (spumingar 1 og 9), en telja sig hafa haft óþægindi frá sama svæði síðustu sjö sólarhringa (spumingar 8 og 17). NIÐURSTÖÐUR Háls og hnakki. Mynd 1 sýnir hlutfall karla og kvenna sem höfðu einhvem tíma haft einkenni frá hálsi eða hnakka. Jafnframt kemur fram hlutfall þeirra, sem höfðu haft einkenni frá þessum svæðum einhvem tíma á síðustu 12 mánuðum og á síðustu sjö sólarhringum. Af þeim konum, sem höfðu einhvem tíma haft einkenni frá hálsi eða hnakka höfðu 4,3% einhvem tíma slasast og 5,6% höfðu einhvem tíma skipt um starf eða starfssvið vegna óþægindanna. Af körlum, sem einhvem tíma höfðu haft einkenni frá

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.