Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 151-60 151 Einar Ragnarsson, Sigurjón H. Ólafsson, Sigfús Þór Elíasson TENNUR OG TANNLEYSI 52JA-79 ÁRA KVENNA í HÓPRANNSÓKN HJARTAVERNDAR 1986-1987 ÚTDRÁTTUR Rannsókn sú, sem hér um ræðir var gerð á ofanverðu árinu 1986 og árið 1987 á Rannsóknarstofnun Hjartavemdar í Reykjavík. Skoðaðar voru 508 konur 52ja-79 ára. Hliðstæður hópur karla var skoðaður á tímabilinu 1985-1986 og niðurstöður birtar í Læknablaðinu (1). Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta að nokkru úr þeim skorti á upplýsingum um ástand tyggingarfæra fullorðinna einstaklinga, sem óneitanlega hefur háð allri umræðu og áætlanagerð á þessu sviði. Upplýsinganna var aflað með spurningalista, sem var yfirfarinn á sama hátt og listar stofnunarinnar. Auk þess framkvæmdi hjúkrunarfræðingur munnskoðun samkvæmt stöðluðu eyðublaði. Framkvæmdin var sú sama og unnin af sömu einstaklingum og skoðuðu tilsvarandi úrtak karla rúmu ári áður (1). Helstu niðurstöður voru: Tönnum fer fækkandi með aldrinum. Verulega hefur dregið úr tannmissi eða honum hefur að minnsta kosti seinkað (1, 2). Þótt tannleysi sé ennþá mun algengara meðal kvenna en karla, þá hefur tíðni þess minnkað meira hiá konunum en körlunum síðan 1962 (1,2). Tannlausar með öllu voru 50% (254), en 13,2% (67) voru tannlausar í öðrum gómi. Sambærilegar tölur fyrir karlana voru 39% og 14,7% (1). Tennur efri góms tapast fyrr en tennur neðri góms. Konumar halda lengst augntönnum og framtönnum í báðum gómum, þó lengur tilsvarandi tönnum neðra góms. Augntennur neðra góms standa lengst. Tanntapið er ekki alveg hliðstætt því, sem gerist meðal karla (1). Barst ritstjórn 19/04/1989. Samþykkt 05/10/1989. í þessum hópi voru 15% með einhvers konar krónur eða brýr eða tæp 30% hinna tenntu. Tilsvarandi tölur fyrir karla voru 10% og 21% (1). Með laus tanngervi í munni (tannparta eða gervitennur) voru tæplega 43% (218), en meðal karla tæp 65% (1). Hjá þeim konum, sem voru tannlausar kom frani að þær elstu höfðu að jafnaði misst tennumar fyrr á ævinni, en þær yngri haldið þeim lengur. Um 6% hópsins höfðu glatað öllum tönnum efri góms fyrir tvítugt og tæp 3% öllum tönnum neðri góms. Meðalaldur gervitanna var um tólf ár og 21% þeirra yfir tuttugu ára gamlar, hvorttveggja svipað og hjá körlunum. Konumar höfðu flestar átt tvö til þrjú gómasett, en fleiri en þrjú tannsett virðist vera fátítt í þessum hópi eins og fram kom hjá körlunum eða liðlega 8%. Kvartanir voru algengari vegna gervitanna neðri góms. Mest var að kvartað undan lausum gómum og eymslum. Konumar nota gervitennur of lengi eins og karlamir, en slíkt leiðir gjaman til vandræða, enda kvörtuðu rúmlega 23% undan efri gómi, en liðlega 33% vegna þess neðri. Könnun þessi rennir enn frekari stoðum undir nauðsyn þess að fræða fólk um tannvernd, munnhirðu og notkun gervitanna. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Úrtakinu og aðferðum hefur áður verið lýst og sömu starfsmenn Hjartavemdar unnu að könnuninni (1, 3-7). Konumar sem skoðaðar voru urðu 508. Nokkuð af niðurstöðum varðandi karlana hefur áður verið birt (1,6, 7). Mynd 1 sýnir hvemig úrtakið skiftist milli aldursflokka. Mynd 2 gerir samanburð í hundraðshlutum við fjölda kvenna á sama

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.