Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 173
173
Brzéf tiL BLac5sins
í grein sem birtist í 8. tbl. 1989 og nefnist
»Geðlyfjaávísanir utan sjúkrahúsa í
Reykjavík í mars 1984« virðist gæta nokkurs
misskilnings varðandi túlkun á tðlum um
algengi (prevalence) lyfjameðferðar til að
meta fjölda fólks á lyfjameðferð.
Algengi lyfjameðferðar segir til um þann
fjölda sem byrjar lyfjameðferð á ákveðnu
tímabili, en segir ekkert til um þann fjölda
sem er á lyfjameðferð á hverjum tíma,
nenia vitað sé til hve langs tíma lyfjunum
er vísað. Ef til dæmis 1000 manns fá
að meðaltali ávísað lyfjum í hverjum
mánuði til tveggja mánaða notkunar þá er
algengi lyfjanotkunarinnar 1000 manns á
rnánuði, en 2000 manns eru að meðaltali á
lyfjameðferðinni.
Sami misskilningur kemur í ljós þegar
notaðar eru tölur um fjölda seldra eða
ávísaðra skilgreindra dagsskammta (SDS)
til að meta algengið. Ekki er hægt að nota
tölur skilgreindra dagsskammta til að meta
algengið, nema vita til hve langs tíma
lyfjunum er ávísað.
Misskilningur þessi gerir það að verkum að
ýmsar ályktanir í greininni eru villandi, og
skulu hér nefnd tvö dæmi:
1) A blaðsíðu 296, neðstu málsgrein, stendur:
»Þær upplýsingar sem fást með því að athuga
fjölda SDS á hverja 1000 íhúa gefa ekki nema
takmarkaðar itpplýsiiiftar um þann jjölda
fólks sem notar geðlyf. Til þess að áœtla hann
verður að athuga hve mörgum einstaklingum
15 ára og eldri, var ávísað geðlyfjum og hera
saman við íbúafjöldann sem hefur náð 15 ára
aldri«.
Ef nota á tölur urn hve mörgum einstaklingum
er ávísað geðlyfjum til að meta þann fjölda
fólks sem notar geðlyf, verður að athuga
til hve langs tíma lyfjunum er ávísað,
samanber dæmið hér að framan. Ef það er
ekki vitað veita tölur um fjölda skilgreindra
dagsskammta betri upplýsingar um fjölda
fólks sem notar geðlyf heldur en tölur um
algengi.
Areiðanlegustu tölur um fjölda fólks sem
notar geðlyf er trúlega hægt að fá með
viðamiklum könnunum, því ósamræmi getur
verið milli ávísana á lyf og notkunar á lyfjum.
2) Á blaðsíðu 296-7 stendur: »Á töflu
VII kemur fram, að heildaralgengi
geðlyfjanotkunar er í kringum 60% af því
scm œtla mœtti ef fjöldi SDS vari notaður
seni mál fyrir algengið. Þetta skýrist meðal
annars af því, að ntargir einstaklingar fá fleiri
en eina tegund af geðlyfjum. Auk þess svarar
fjöldi ávísaðra SDS í þessum mánuði ekki
endilega til eins mánaðar notkunar. Þannig er
algengi notkunar sefandi lyfja meira en ætla
mœtti affjölda SDS, algengi notkunar róandi
lyfja svipað hvorri aðferðinni sem heitt er, en
algengi notkunar svefnlyfja er töluvert lægra
en fjöldi SDS gefur til kynna«.
Þar sem ekki er hægt að nota tölur um SDS
til að meta algengi lyfjmeðferðar nema vita til
hve langs tíma lyfjunum er ávísað, samanber
dæmið hér að framan, er þessi málflutningur
markleysa.
Barst 24/11/1989.
Haitkur Ingason, lyfjafræðingur