Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 8
182 LÆKNABLAÐIÐ krabbamein í meltingarvegi (12). Meðalaldur sjúklinga við greiningu var yfir 70 ár. Meðalaldur sjúklinga í þessari rannsókn er ívið hærri en lýst hefur verið í öðrum rannsóknum á þessu krabbameini (6,13). Kviðarholskönnun var algengasta greiningaraðferðin í þessari rannsókn, ýmist með eða án töku vefjasýnis. Ekki var hægt að meta áhrif nýrra greiningaraðferða eins og ómskoðunar, tölvusneiðmyndunar og holsjár-röntgenmyndunar af gallgöngum og brisrás, vegna þess hve langt var liðið á rannsóknartímabilið þegar notkun þessara rannsóknaraðferða hófst á Borgarspítalanum. Nú er gjaman mælt með ómskoðun eða tölvusneiðmyndun sem fyrstu rannsókn ef grunur er um æxli í briskirtli (2,4,5) og trúlega koma þessar rannsóknaraðferðir að miklu leyti í stað kviðarholskönnunar. Hlutfall þeirra sem höfðu staðfesta greiningu með vefjaskoðun í þessari rannsókn var 75,0%. I grein þar sem teknar voru saman niðurstöður annarra höfunda er hlutfall þeirra sem höfðu staðfesta greiningu með vefjaskoðun á bilinu 43-75% (6). Það er óljóst hvers vegna hlutfall þeirra sem hafa staðfesta greiningu með vefjaskoðun er ekki hærra. Erfiðleikum og áhættu hefur verið lýst við að ná fullnægjandi sýni frá æxlum í briskirtli við kviðarholskönnun (14,15). Einnig er hugsanlegt að í sumum tilfellum sé ekki tekið vefjasýni ef í ljós kemur að sjúkdómurinn er útbreiddur við kviðarholskönnun. Sú staðreynd að ekki fleiri hafa staðfesta greiningu með vefjaskoðun gæti skekkt tölur um skráð nýgengi briskirtilskrabbameins. Æxlið var numið brott með skurðaðgerð hjá aðeins fimm sjúklingum, þrátt fyrir að ekki hafi fundist merki um meinvörp hjá 13 sjúklingum. Auk meinvarpa getur æxlisvöxtur í nærliggjandi æðar og lfffæri valdið því að æxli er óskurðtækt (2). Almennt ástand og aldur sjúklings getur og mælt gegn viðamikilli aðgerð. Æxli í briskirtli eru skurðtæk hjá innan við 20% sjúklinga (14). Dánartíðni við brottnámsaðgerðir hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í briskirtli er há og í sumum rannsóknum hefur hún verið allt að 20% (14, 16). Avinningur af þessum aðgerðum virðist ekki vera mikill og er fimm ára lifun þessara sjúklinga innan við 10% þrátt fyrir brottnámsaðgerðir (14). Meðallifun þeirra fimm sjúklinga sem gengust undir brottnámsaðgerð í þessari rannsókn var 327 dagar. Algengasta meðferðin við briskirtilskrabbameini er framhjáhlaup á gallvegum og/eða gömum (14). Svo var einnig í þessari rannsókn. Þessi meðferð er eingöngu til fróunar og fáir sjúklingar ná eins árs lifun (17). Með tilkomu nýlegra rannsóknaraðferða svo sem holsjár-röntgenmyndunar af gallgöngum og brispipu og röntgenmyndunar af gallgöngum með lifrarástungu (PTC - Percutaneus Transhepatic Cholangiography) er nú mögulegt að koma fyrir holpípu (endoprosthesis) í gallpípu og/eða brispípu og halda þannig göngum opnum og létta á gall- og/eða brispípustíflum. Slíkar aðgerðir eru valkostur í meðferð sjúklinga með gulu, sérstaklega þar sem skurðaðgerð er ekki fýsileg (18). Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir á meðferð briskirtilskrabbameins með hinum ýmsu krabbameinslyfjum hefur ekki verið hægt að sýna fram á viðhlítandi árangur hvort heldur sem lyfið er gefið í bláæð, eða staðbundið (regional infusion) (19,20). Geislameðferð með eða án lyfjameðferðar hefur heldur ekki borið viðhlítandi árangur hvort heldur sem beitt er ytri geislun eða innri geislun við skurðaðgerð (21). Nýlegar rannsóknir á and-estrógen lyfinu tamoxífen og notkun þess í fróunarmeðferð á briskirtilskrabbameini hafa vakið athygli en estrógenviðtakar hafa fundist á frumuhimnu og í umfrymi kirtilkrabbameinsfruma í briskirtli (22). Samanburðarrannsóknir hafa sýnt ávinning hvað varðar lifun hjá þeim sjúklingum sem fengu slíka meðferð samanborið við þá sem enga meðferð fengu (23). Helmingur sjúklinganna hafði hækkaðan blóðsykur við greiningu. Vert er því að hafa sjúkdöminn í huga ef sjúklingur greinist með sykursýki á efri árum, sérstaklega ef ekki er til staðar ættarsaga eða áhættuþættir sykursýki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.