Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 195-201 195 Kristinn R. Guömundsson HEILAÁVERKAR OG MEÐFERÐ ÞEIRRA Árangur af meöferö 364 sjúklinga á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1973-1980 INNGANGUR A hverju ári vistast fjölmargir sjúklingar á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans vegna höfuðáverka. Mikill meirihluti þeirra hefur aðeins fengið vægan heilahristing. Aðrir hafa fengið alvarlegri áverka og verið vistaðir á gjörgæsludeild spítalans (1-5). Verður hér á eftir rætt um 364 sjúklinga sem vistaðir voru á þeirri deild á átta ára tímabili og þá áverka sem þeir hlutu. Fleiri sjúklingar voru lagðir inn á gjörgæsludeild á þessu tímabili, þ.e. 61 til viðbótar, en þar sem hér skal aðeins fjallað um bráðustu gerðir höfuðáverka (tafla I), verður þeim sleppt að sinni. Hér er átt við hægbráðar og hægfara innanbastsblæðingar og aðra óskilgreinda áverka. í greininni er fjallað nokkuð um þann skyldleika sem er með heilahristingi og útbreiddu heilamari. Lýst er aðgerðum vegna bráðrar innanbastsblæðingar og utanbastsblæðingar. HEILAHRISTINGUR Á átta ára tímabili voru alls 1435 sjúklingar lagðir inn á spítalann vegna höfuðáverka, þar af 1219 vegna heilahristings. Um það bil einn af hverjum sex þeirra, samtals 209 sjúklingar, voru svo illa haldnir að þá þurfti að vista á gjörgæsludeild spítalans. I töflu II má sjá afdrif þeirra og önnur atriði varðandi þennan hóp. Venja okkar er að leggja inn flestalla þá sem hafa misst meðvitund eða eru mjög syfjaðir svo og þá sem hafa slæman höfuðverk, flökurleika, minnisleysi, sjóntruflanir, önnur einkenni frá heila eða taugum og höfuðkúpubrot. Eru þetta svipaðar reglur og gilda um slíkar innlagnir annarsstaðar (6-8). Séu sjúklingar hins vegar vel vakandi og hressir er áhættulítið að leyfa þeim að fara heim þótt þeir hafi misst meðvitund örstutta Frá heila- og taugaskurödeild Borgarspítalans. Table I. Acute, severe injuries of the brain. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, lceland, 1973-1980. Severe concussion ........................... 209 Diffuse cerebral injury....................... 32 Cerebral contusion, laceration, haematoma .... 68 Acute subdural haematoma...................... 41 Epidural haematoma............................ 14 All ............................................................ 364 Table II. Severe concussion. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, lceland 1973-1980. Patients Adults .... 107 (84/23) Children .... 102 (72/30) 209 Fractures Linear 86 Depressed 38 124 Operations 34 Recovery Good .... 194 Moderate 13 Severe disability 2 209 stund ef minnisleysi eftir slysið er mjög lítið, þ.e. minna en fimm mínútur og þeir ekki með höfuðkúpubrot (9). Skynsamlegt er þó að fylgjast með þeim í að minnsta kosti tvo tíma fyrir útskrift. Einnig verður oft að taka tillit til ýmissa aðstæðna. Teknar eru röntgenmyndir af höfði allra sem vistast vegna heilahristings og um fjórðungur þeirra hefur höfuðkúpubrot. Tíðni brota eykst eftir því sem áverkinn er meiri því aðeins 16% sjúklinga með vægan heilahristing hafa höfuðkúpubrot en 40-60% þeirra sem fengið hafa alvarlegan heilahristing og verið vistaðir á gjörgæsludeild. Höfuðkúpubrot þarf ekki að vera hættulegt í sjálfu sér en bendir til mikils höggs á höfuðið. Ennfremur hefur verið sýnt fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.