Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 38
208 LÆKNABLAÐIÐ Tafla IX. Árangur sjálfblóðgjafar sjúklinga í RHZ 1988. Fjöldi eigin blóöeininga 1 2 3 Blóögjafar (n—63) 15 23 25 Þar af: Án framandi blóös (n-47) 9 (60%) 17 (74%) 21 (84%) Meö framandi blóöi (n-16) 6 6 4 Fjöldi framandi blóöeininga 3.5 (1-5) 2.6 (1-4) 1.5 (1-2) I töflu VIII eru sýndir ýmsir þættir án marktækra breytinga. Við rannsökuðum ennfremur þörf fyrir framandi blóð hjá þeim sjúklingum, sem höfðu gefið sjálfum sér blóð fyrir aðgerð. Niðurstöður þessar eru sýndar í töflu IX. Greinilegt er, að sjálfgjöf blóðs dregur úr þörf fyrir framandi blóð. Með sjálfgjöf blóðs þurftu 60-84% sjúklinga ekki á neinu framandi blóði að halda. 7. UMRÆÐA Blóðgjöf er flutningur á lifandi vef. Það er skylda lækna að reyna með öllum tiltækum ráðum að hindra sýkingar, ónæmisbælingar, ofnæmissvaranir og aðrar aukaverkanir, sem geta átt sér stað samfara gjöf framandi blóðs. Best væri að sleppa alveg framandi blóðgjöfum, en slíkt verður sennilega aldrei mögulegt. Hins vegar má draga verulega úr þörf framandi blóðgjafa til dæmis með þeim aðferðum sem eru taldar hér á undan. Ennfremur mætti setja strangar reglur um ábendingar fyrir gjöf framandi blóðs, en reglur þessar eru víðast hvar harla óljósar, svo ekki sé meira sagt. Allt þetta skapar aukna vinnu og krefst mikillar skipulagningar og ekki síður samstillingar ýmissa starfshópa, en með góðum vilja ætti það að vera framkvæmanlegt. Ljóst er að um talsverðan kostnaðarauka verður að ræða í upphafi, tækjakaup, ný stöðugildi vegna blóðtöku, vinnslu og geymslu blóðhluta, en eðlilegast er að þessir hlutir væru í höndum blóðbanka, þar sem því verður viðkomið. Sé litið fram á veginn, má reikna með, að þessi kostnaðarauki skili sér fyllilega í minnkandi tíðni aukaverkana, sem óhjákvæmilega fylgja gjöf framandi blóðs, og meiri heilbrigði sjúklinga. SUMMARY Blood transfusion is a transfer of living tissue and should therefore only be undertaken at very strict indications. In this article are discussed possible complications following transfusion of whole blood or blood parts, including infections, reduction of host immunity and hypersensitivity as well as possible methods to save blood and reduce the need for blood transfusions. During 10 years experience of open heart surgery at Bad Krozingen the mean need of blood transfusions for each patient could be reduced from 7 units to 3,4 units. The donation, normovolumic hemodilution, cell saver, hemofiltration, transfusion of blood from the heart-lung maschine and from the surgical drains as well as administration of aprotinin (Trasylol®). In a retrospective study we found that the need of blood transfusions was reduced from 3,9 units to 2,2 units, per operated patient, by using aprotinin (Trasylol®) perioperatively. HEIMILDIR 1. Blumberg N, Agarwal M, Chuang C. Relation between recurrence of cancer of the colon and blood transfusion. Br Med J 1985; 290: 103. 2. Burrows L, Tartter P. Effect of blood transfusion on colonic malignancy recurrence rate. Lancet 1982; 2: 662. 3. Fielding LP. Red for danger: blood transfusion and colorectal cancer. Br Med J 1985; 291: 841. 4. Foster RS, Constanza MC, Foster JC, Wanner MC, Foster CB. Adverse relationship between blood transfusion and survival after colectomy for colon cancer. Cancer 1985; 55: 1195. 5. Parrott NR, Lennard TWJ, Taylor RMR, Proud G, Shenton BK, Johnston IDA. Effect of perioperative blood transfusion on recurrence of colorectal cancer. Br J Surg 1986; 73: 970. 6. Voogt PJ, van de Velde C, Brand A, Hermans J, Stijen T, Bloem R. Leer JWH, Zwaveling A, Rood JJ. Perioperative blood transfusion and cancer prognosis. Cancer 1987; 59: 836.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.