Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 24
196 LÆKNABLAÐIÐ (10) að með höfuðkúpubroti eykst margfalt hætta á blæðingu í eða utan við heilann. Ef sjúklingurinn er þar að auki með minnkaða meðvitund er hættan enn meiri. Fast að því fjórði hver slíkra sjúklinga getur verið með blæðingu. 1 þessum tilfellum ber því alltaf að taka tölvusneiðmynd ef mögulegt er. Eftir innlögn er þýðingarmikið að fylgjast vandlega með þessum sjúklingum því stundum getur myndast lífshættuleg bólga og bjúgur í heilanum, sérstaklega hjá bömum. Besta leiðin til að fyrirbyggja slíkt er að tryggja að sjúklingurinn andi vel. Einnig er alltaf örlítill möguleiki á utanbastsblæðingu. Flestir jafna sig vel á einum eða tveimur dögum og það er ntjög sjaldgæft að nokkur fari mjög illa út úr heilahristingi. Þó skyldi varast að gera of lítið úr þessum áverka. I nýlegri könnun (11) á sjúklingum þremur mánuðum eftir minni háttar höfuðáverka kom í ljós að þrátt fyrir alveg eðlilega taugaskoðun var hátt hlutfall aukaverkana til dæmis höfuðverkur og minnisleysi. Margir voru ekki famir að vinna og margir þeirra báru merki heilaskemmdar. ÚTBREITT HEILAMAR Talið er sennilegt að lítilsháttar sköddun á heila verði í mörgum tilfellum þegar um heilahristing er að ræða. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það sé vafasamt hvort heilinn sleppi nokkru sinni við einhverja varanlega sköddun þótt lítil sé. Eftir því sem viðkomandi er eldri er líklegra að tekið sé eftir einkennum og endurteknir atburðir af þessu tagi auka enn líkumar á því. Þetta er talin vera ein af ástæðunum fyrir svokölluðu »punch-drunk syndrome« hjá hnefaleikurum og öðrum (12-14). Gert er ráð fyrir að umrædd sköddun lýsi sér fyrst og fremst í sliti á tengibrautum heilans, þ.e. taugaþráðum, mismikið eftir því hvort um er að ræða vægan eða alvarlegan heilhristing. Þegar áverkinn er hins vegar enn meiri og alvarlegri með meðvitundarleysi í vikur eða mánuði og útbreiddri, stífri lömun (heilaspellsstjarfi, decerebrate rigidity) er sköddunin meiri, þ.e. víðtækar skemmdir á tengibrautum og stór svæði heilans missa sambandið hvert við annað. Með öðrum orðum útbreitt heilamar. Áður kallaðist þetta heilastofnsáverki en nú hefur verið sýnt fram á að slíkur áverki verður ekki fyrr en orðið hafa áðumefndar skemmdir á heilahvelunum eða samtímis þeim (15, 16). Af þessu má sjá að munurinn á sjúklingum sem liggja meðvitundarlausir í daga, vikur eða mánuði og þeim sem aðeins eru meðvitundarlausir í nokkrar mínútur eða klukkustundir er fólginn í því hve útbreiddar og miklar heilaskemmdimar eru en ekki að staðsetning eða tegund áverkans sé önnur. Meinafræðilega séð er útbreitt heilamar því sams konar áverki og verður við heilahristing, aðeins mun alvarlegri og útbreiddari. Um þetta munu þó ef til vill ekki allir vera fyllilega sammála ennþá. Utbreitt heilamar verður ekki lagað með aðgerð en stundum er gerð borhola til að setja inn þrýstingsmæli. Meðferð er almenns eðlis. Tryggja þarf sem næst eðlilega öndun. Sterar eru ekki lengur álitnir hafa áhrif á heilaáverka og eru sjaldan notaðir. Svipað má að nokkru leyti segja um þurrkun og kælingu. Á átta ára tímabili voru 32 sjúklingar með útbreitt heilamar vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans (tafla III). Flestir voru karlmenn og hlutfall bama var næst hæst af öllum tegundum áverka (38%). Þessi áverki virðist sérstaklega einkennandi fyrir umferðarslys (81%). Þama var hæst hlutfall annarra áverka. Þetta er einhver alvarlegasti heilaáverki sem um getur, hlutfall sjúklinga í dái eða dauðadái hæst og batahorfur verstar. Af þessum 32 sjúklingum dóu 17 og átta til viðbótar hlutu alvarlega sköddun. STAÐBUNDIÐ HEILAMAR I þessum tilfellum er heilinn mismunandi mikið marinn og tættur eða rifinn vegna beins eða óbeins áverka (contrecoup) oft og tíðum í fremsta hluta ennisblaðs og/eða gagnaugablaðs. Stundum leiðir þetta til blæðingar í heila eða utan á heila eins og vikið verður að síðar. í þessum hópi áverka má einnig telja innkýld brot og skotsár. Næst á eftir alvarlegum heilahristingi (57%) var þetta algengasta tegund mjög bráðra, alvarlegra heilaáverka (19%) á gjörgæsludeild (tafla IV). Alls var um 68 sjúklinga að ræða. Meirihlutinn var að sjálfsögðu karlmenn og böm voru allmörg (15%). Slysavaldurinn var í tveimur af hverjum þremur tilfellum fall og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.