Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 42
212 LÆKNABLAÐIÐ sjúklinginn að gera sér grein fyrir lfklegri þéttni sýklalyfsins á sýkingarstað, eða leita upplýsinga hjá sýklarannsóknadeildinni. Sumar sýklarannsóknadeildir notfæra sér einföldun á ofangreindum aðferðum til næmisprófa, svokallaða »brot-þéttni aðferð« (break-points). Þá eru valdir einn eða tveir styrkleikar sem geta gefið vísbendingu um það hvort sýkill er næmur, illa næmur eða ónæmur (2). Til dæmis mætti velja lmg/l og 4mg/l fyrir gentamísín. Bakteríur sem yxu á hvorugu ætanna væru næmar, bakteríur sem yxu á æti með lmg/l illa næmar, og þær sem yxu á æti með 4mg/l ónæmar. Þessi aðferð hefur verið að ryðja sér til rúms í Bretlandi og Bandaríkjunum. 2. Skífupróf. Þessi gerð næmisprófa er langmest notuð enn sem komið er. Þá er sýklinum, sem prófa skal, sáð á agarskál, en síðan eru sýklalyfjaskífur settar á agarinn. Sýklalyfið dreifist út í agarinn, en við það myndast þéttnifallandi frá skífunni. Verki sýklalyfið á sýkilinn, nær hann ekki að vaxa næst skífunni þar sem styrkurinn er mestur. Stærð hindrunarsvæðisins (inhibition zone size) fer eftir næmi sýkilsins fyrir sýklalyfinu, magni sýklalyfs í skífunni, gerð ætisins, þykkt ætisins, hitastigi, sýrustigi, vaxtarhraða sýkilsins og sáningarskammti sýkilsins (inoculum). Með því að staðla öll atriðin (nema næmi sýkilsins) má nota skífupróf til að meta næmi sýkla fyrir sýklalyfjum. Til eru margar aðferðir við framkvæmd skífuprófa. Helstar þeirra eru: 1) aðferð Kirby og Bauers, 2) aðferð Stokes, 3) aðferð Ericssons, en til eru aðrar aðferðir. Aðferð Kirby og Bauers er notuð á Islandi. Hún er framkvæmd á svokölluðu Mueller- Hinton æti með skilgreindum sáningarskammti viðkomandi bakteríu (lxlO8 bakteríum/ml). Eftir 16-20 klst. í hitaskáp við 35°C er mæld stærð hindrunarsvæðisins umhverfis hverja sýklalyfjaskífu. Stórt hindrunarsvæði myndast umhverfis skífuna hjá sýklum með lágan lágmarksheftistyrk og öfugt. Til að hægt sé að nota þessa aðferð verða því að liggja fyrir upplýsingar um samband stærðar hindrunarsvæðis við lágmarksheftistyrk viðkomandi sýklalyfs. Þessar upplýsingar fást með því að mæla hindrunarsvæði og lágmarksheftistyrk fjölda sýklastofna í hvert sinn sem nýtt sýklalyf kemur á markað. Niðurstöðumar eru svo settar upp í línurit og reiknað út hve stórt hindrunarsvæðið þurfi að vera til að sýkill teljist næmur, illa næmur eða ónæmur. Næmi sýkla má gefa upp á ýmsan hátt. Skipta má sýklunum í tvo fiokka, ónæman og næman, eða bæta þriðja flokknum við og hafa í honum sýkla sem eru með lélegt næmi en ekki alveg ónæmir. Sú fiokkun er langalgengust og er hentug fyrir lækna. Mælingar á lágmarksheftistyrk gefa meiri upplýsingar en eru dýrari og tímafrekari eins og áður segir. Með aukinni sjálfvirkni á rannsóknastofum eru slíkar aðferðir þó notaðar í vaxandi mæli. Mikill fjöldi sýklalyfja er til reiðu og bæði illmögulegt og rangt að næmisprófa allar bakteríur fyrir þeim öllum, heldur eru valin þau lyf sem þykja mest við hæfi fyrir hvem bakteríuflokk. Sum sýklalyf ná aðeins lækningalegri þéttni í þvagi (dæmi: nítrófúrantóín og nalidixínsýra) og ýmis önnur ná þar mjög hárri þéttni, þess vegna eru sérstök sýklalyf valin til næmisprófa á bakteríum úr þvagi. Næmi skyldra lyfja af ákveðnum lyfjaflokki er oft mjög sambærilegt. Er þá stundum eitt þeirra, það sem gefur áreiðanlegustu niðurstöðumar, valið sem fulltrúi til næmisprófa fyrir flokkinn. Fulltrúalyfið er ekki alltaf skrásett hér. A svarseðli er aðeins gefið upp næmi þessa fulltrúalyfs en ekki annarra náskyldra lyfja og er nauðsynlegt að læknar túlki niðurstöðumar sem gildar fyrir viðkomandi lyfjaflokk. Vegna tilkomu nýrra sýklalyfja og úreldingu annarra er nauðsynlegt að endurskoða val sýklalytja til næmisprófa reglulega. NÆMISPRÓF Á SÝKLADEILD LANDSPÍTALANS 1. Nœmispróf á bakteríum úr þvagi. Helstu bakteríur sem valda þvagfærasýkingum eru Gram neikvæðir stafir, enterókokkar og klasakokkar. Ef um er að ræða Gram neikvæða stafi eru gerð sömu næmispróf og fyrir Gram neikvæða stafi annars staðar, nema í stað lyfjablöndu trímetópríms og súlfónamíðs eru trímetóprím og súlfónamíð prófuð hvort í sínu lagi, og í stað amínóglýkósíða og kefúroxíms koma mesillínam og nítrófúrantóín. Lyfjablanda trímetópríms og súlfónamíðs er líklega ofnotuð hér (3) og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.