Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 48
LÆKNABLAÐIÐ 218 ■ Fjöldi sjúklinga ■ Létust i legu Mynd 1: Fjöldi sjúklinga og dánarhlutfall eftir árum. ára ára ára ára ára ■ Fjöldi kvenna ■ Fjöldi karla □ % látinna kvenna 0 % látinna karla Mynd 2: Fjöldi sjúklinga eftir aldri, kyni og dánarhlutfalli í legu. ekki hafa afgerandi áhrif á dánartíðni, ef frá eru taldir sjúklingar yngri en 50 ára, en enginn þeirra lést (mynd 2). Fjöldi tilfella hjá körlum var mestur á aldrinum 70 - 79 ára, en hjá konum á aldrinum 80 - 89 ára. Meðalfjöldi legudaga var 15,3, hjá körlum 13,8, en hjá konum 17,6. Af 32 sjúklingum sem létust voru 19 krufðir (59%). Auk kransæðastíflu höfðu þrír þeirra hjartarof og tveir lungnarek. Ellefu sjúklingar lágu á lyflækningadeildinni, er þeir fengu kransæðastíflu. Voru átta þeirra með hvikula hjartaöng við komu og fengu nítróglýserín dreypi. Einn var lagður inn með blóðleysi og hjartaöng. Tveir voru á sjúkrahúsinu af öðrum orsökum. Af 166 tilvikum voru 100 með kransæðastíflu í fyrsta skipti og létust 17 þeirra (17%). Hinir 66 (40%) höfðu fengið kransæðastíflu áður og létust 15 (23%) (ekki marktækur munur). ■ Fjöldi sjúklinga ■ Létust Mynd 3: Hjartsláttartruflanir (103 tilfelli). (SaS: Slegilsaukaslög, GT: Gáttatif, ST: Slegilstif, SF: Slegilsflökt, Stt: Slegils tví-þrítaktur, ll-lll: Annarrar eöa þríöju gráöu rof, HS; Hjartastopp). ■ Sjúklingar alls +L ■ Létust Mynd 4: Fylgikvillar í legu og dánartíöni. (HB: Hjartabilun, HST: Hjartsláttartruflun). Varðandi einkenni sjúklinga við komu höfðu 153 (92%) dæmigerð einkenni kransæðastíflu. Þar af höfðu 146 (88%) brjóstverki, 52 (31%) voru kaldsveittir, 41 (25%) hafði ógleði og 30 (18%) mæði. Morfín fengu 118 sjúklingar við komu, en auk þess höfðu nokkrir fengið það fyrir komu. Lídókaín fengu 42 (25%) sjúklingar og fimm fengu amíódarón dreypi vegna hjartsláttartruflana. A gjörgæsludeild vistuðust 41 sjúklingur, aðallega vegna hjartabilunar eða hjartsláttaróreglu. Það voru samt ekki alltaf veikustu sjúklingamir, sem vistuðust á gjörgæsludeild og gátu þar komið til aðstæður á lyflækningadeild eins og skortur á starfsfólki eða að hjartaherbergin væru upptekin. Lungnaslagæðarlegg fengu 15 sjúklingar og var það gert á gjörgæsludeild með hjálp svæfingarlækna sjúkrahússins (10). Aðalábending lungnaslagæðarleggs var hjartabilun, blóðþrýstingsfall og óvissa um blóðrásarjafnvægi. Fjórtán fengu dópútamín eða dópamín dreypi. Gangráð fengu fjórir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.