Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 48

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 48
LÆKNABLAÐIÐ 218 ■ Fjöldi sjúklinga ■ Létust i legu Mynd 1: Fjöldi sjúklinga og dánarhlutfall eftir árum. ára ára ára ára ára ■ Fjöldi kvenna ■ Fjöldi karla □ % látinna kvenna 0 % látinna karla Mynd 2: Fjöldi sjúklinga eftir aldri, kyni og dánarhlutfalli í legu. ekki hafa afgerandi áhrif á dánartíðni, ef frá eru taldir sjúklingar yngri en 50 ára, en enginn þeirra lést (mynd 2). Fjöldi tilfella hjá körlum var mestur á aldrinum 70 - 79 ára, en hjá konum á aldrinum 80 - 89 ára. Meðalfjöldi legudaga var 15,3, hjá körlum 13,8, en hjá konum 17,6. Af 32 sjúklingum sem létust voru 19 krufðir (59%). Auk kransæðastíflu höfðu þrír þeirra hjartarof og tveir lungnarek. Ellefu sjúklingar lágu á lyflækningadeildinni, er þeir fengu kransæðastíflu. Voru átta þeirra með hvikula hjartaöng við komu og fengu nítróglýserín dreypi. Einn var lagður inn með blóðleysi og hjartaöng. Tveir voru á sjúkrahúsinu af öðrum orsökum. Af 166 tilvikum voru 100 með kransæðastíflu í fyrsta skipti og létust 17 þeirra (17%). Hinir 66 (40%) höfðu fengið kransæðastíflu áður og létust 15 (23%) (ekki marktækur munur). ■ Fjöldi sjúklinga ■ Létust Mynd 3: Hjartsláttartruflanir (103 tilfelli). (SaS: Slegilsaukaslög, GT: Gáttatif, ST: Slegilstif, SF: Slegilsflökt, Stt: Slegils tví-þrítaktur, ll-lll: Annarrar eöa þríöju gráöu rof, HS; Hjartastopp). ■ Sjúklingar alls +L ■ Létust Mynd 4: Fylgikvillar í legu og dánartíöni. (HB: Hjartabilun, HST: Hjartsláttartruflun). Varðandi einkenni sjúklinga við komu höfðu 153 (92%) dæmigerð einkenni kransæðastíflu. Þar af höfðu 146 (88%) brjóstverki, 52 (31%) voru kaldsveittir, 41 (25%) hafði ógleði og 30 (18%) mæði. Morfín fengu 118 sjúklingar við komu, en auk þess höfðu nokkrir fengið það fyrir komu. Lídókaín fengu 42 (25%) sjúklingar og fimm fengu amíódarón dreypi vegna hjartsláttartruflana. A gjörgæsludeild vistuðust 41 sjúklingur, aðallega vegna hjartabilunar eða hjartsláttaróreglu. Það voru samt ekki alltaf veikustu sjúklingamir, sem vistuðust á gjörgæsludeild og gátu þar komið til aðstæður á lyflækningadeild eins og skortur á starfsfólki eða að hjartaherbergin væru upptekin. Lungnaslagæðarlegg fengu 15 sjúklingar og var það gert á gjörgæsludeild með hjálp svæfingarlækna sjúkrahússins (10). Aðalábending lungnaslagæðarleggs var hjartabilun, blóðþrýstingsfall og óvissa um blóðrásarjafnvægi. Fjórtán fengu dópútamín eða dópamín dreypi. Gangráð fengu fjórir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.