Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 54
224 LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 224-5 Sigurður H. Richter, Matthías Eydal, Karl Skírnisson SNÍKJUDÝR í MÖNNUM Á ÍSLANDI FUNDIN VIÐ RANNSÓKNIR Á ÁRUNUM 1973-1988 ÚTDRÁTTUR Á árunum 1973-1988 voru á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum rannsökuð 3922 sýni úr 2528 sjúklingum sem grunur lék á að gætu verið með innri sníkjudýr. Um það bil 99% sýnanna voru saursýni. í 234 sjúklingum (9,3%) fundust ein eða fleiri snfkjudýrategundir. Alls fundust að minnsta kosti 24 tegundir sníkjudýra í sýnunum. INNGANGUR Á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum hefur allt frá árinu 1973 farið fram leit að og greining á sníkjudýrum manna. í þessari grein eru teknar saman helstu niðurstöður þeirra rannsókna á innri sníkjudýrum manna sem stundaðar hafa verið að Keldum á árunum 1973-1988. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR í þessum rannsóknum hefur fyrst og fremst verið leitað að ummerkjum um innri sníkjudýr í saursýnum. Sýnin hafa einkum verið úr fólki sem grunur hefur leikið á að gæti verið með sníkjudýrasýkingar. Þó hafa einnig verið greind sníkjudýr sem komið hafa úr meltingarvegi sjúklinga eða fundist í vefjum þeirra eða blóði. Sýnin eru send til greiningar frá sjúkrahúsum eða einstökum læknum. Hér er því ekki um tilviljanakennt úrtak að ræða heldur eru sýni oftast send vegna gruns um sníkjudýrasýkingar. Sú aðferð sem mest hefur verið notuð við rannsókn á saursýnunum er svonefnd formalín-eter botnfelling (1) og upp á síðkastið formalín-etýlasetat botnfelling (2). Botnfallið er joðlitað fyrir smásjárskoðun. Ef grunur leikur á Cryptosporidium sýkingu er beitt Ziehl-Neelsen litun á botnfallið (3). Þegar leitað er að frumdýrum er leitað að Frá Tilraunastöö Háskólans I meinafræöi aö Keldum. Ár Mynd 1. Fjöldi sýna úr mönnum í sníkjudýrarannsókn aö Keldum árin 1973-1988. Ár Mynd 2. Fjöldi einstaklinga í sníkjudýrarannsókn aö Keldum 1973-1988. þolhjúpuðum frumdýrum (cysts) í saur sjúklingsins. Þegar leitað er að vísbendingum um orma í meltingarvegi er í langflestum tilvikum leitað að eggjum ormanna í saumum og í stöku tilvikum er leitað að lirfum. Oft er aðeins eitt saursýni skoðað en beinist leitin sérstaklega að frumdýmm eru yfirleitt skoðuð tvö til þrjú saursýni sem tekin em með nokkurra daga millibili til að auka líkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.