Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 54

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 54
224 LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 224-5 Sigurður H. Richter, Matthías Eydal, Karl Skírnisson SNÍKJUDÝR í MÖNNUM Á ÍSLANDI FUNDIN VIÐ RANNSÓKNIR Á ÁRUNUM 1973-1988 ÚTDRÁTTUR Á árunum 1973-1988 voru á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum rannsökuð 3922 sýni úr 2528 sjúklingum sem grunur lék á að gætu verið með innri sníkjudýr. Um það bil 99% sýnanna voru saursýni. í 234 sjúklingum (9,3%) fundust ein eða fleiri snfkjudýrategundir. Alls fundust að minnsta kosti 24 tegundir sníkjudýra í sýnunum. INNGANGUR Á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum hefur allt frá árinu 1973 farið fram leit að og greining á sníkjudýrum manna. í þessari grein eru teknar saman helstu niðurstöður þeirra rannsókna á innri sníkjudýrum manna sem stundaðar hafa verið að Keldum á árunum 1973-1988. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR í þessum rannsóknum hefur fyrst og fremst verið leitað að ummerkjum um innri sníkjudýr í saursýnum. Sýnin hafa einkum verið úr fólki sem grunur hefur leikið á að gæti verið með sníkjudýrasýkingar. Þó hafa einnig verið greind sníkjudýr sem komið hafa úr meltingarvegi sjúklinga eða fundist í vefjum þeirra eða blóði. Sýnin eru send til greiningar frá sjúkrahúsum eða einstökum læknum. Hér er því ekki um tilviljanakennt úrtak að ræða heldur eru sýni oftast send vegna gruns um sníkjudýrasýkingar. Sú aðferð sem mest hefur verið notuð við rannsókn á saursýnunum er svonefnd formalín-eter botnfelling (1) og upp á síðkastið formalín-etýlasetat botnfelling (2). Botnfallið er joðlitað fyrir smásjárskoðun. Ef grunur leikur á Cryptosporidium sýkingu er beitt Ziehl-Neelsen litun á botnfallið (3). Þegar leitað er að frumdýrum er leitað að Frá Tilraunastöö Háskólans I meinafræöi aö Keldum. Ár Mynd 1. Fjöldi sýna úr mönnum í sníkjudýrarannsókn aö Keldum árin 1973-1988. Ár Mynd 2. Fjöldi einstaklinga í sníkjudýrarannsókn aö Keldum 1973-1988. þolhjúpuðum frumdýrum (cysts) í saur sjúklingsins. Þegar leitað er að vísbendingum um orma í meltingarvegi er í langflestum tilvikum leitað að eggjum ormanna í saumum og í stöku tilvikum er leitað að lirfum. Oft er aðeins eitt saursýni skoðað en beinist leitin sérstaklega að frumdýmm eru yfirleitt skoðuð tvö til þrjú saursýni sem tekin em með nokkurra daga millibili til að auka líkur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.