Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 227-8 227 t Benedikt Tómasson Fæddur 6. desember 1909 Dáinn 10. janúar 1990 Benedikt Tómasson er látinn. Hann fæddist 6. desember 1909 á Hólum í Eyjafirði. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Benediktsson bóndi og oddviti í Eyjafirði, síðar á Öldu og Sigurlína Einarsdóttir ljósmóðir og húsfreyja. Benedikt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1932 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1938 með góðri fyrstu einkunn. Fyrstu árin eftir embættispróf stundaði hann framhaldsnám í geðlækningum á Kleppsspítalanum. Árið 1941 tók hann við skólastjóm Flensborgarskóla í Hafnarfirði og gegndi því starfi til 1956. Þá tók hann við nýstofnuðu skólayfirlæknisstarfi og var því fyrstur manna til að gegna því embætti. Hann mótaði þetta embætti, umfang þess og skipulag svo að því hefur enn ekki verið breytt. Hann lét af störfum skólayfirlæknis 1972 að eigin ósk. Jafnframt skólayfirlæknisembættinu var Benedikt fulltrúi landlæknis frá 1960 til 1972 og síðan ráðgjafi landlæknis og ráðinn til sérstakra starfa við embættið og gegndi því starfi á meðan heilsan entist. Benedikt var því náinn starfsmaður þriggja landlækna og var oft staðgengill þeirra. Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Guðbrandsdóttir, f. 19. apríl 1915. Eignuðust þau tvær dætur: Ragnhildi, lögfræðing, skrifstofustjóra á biskupsstofu gift Ásgeiri Jónssyni lækni og Þorgerði, lögfræðing, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Seinni kona Benedikts er Maj-Lis fædd Ahlfors, hjúkrunarfræðingur ættuð frá Finnlandi. Hún lifir mann sinn. Hjónaband þeirra var farsælt og á heimili þeirra ríkti heimafengin hamingja. I þungri og langri sjúkdómslegu var hún stoð hans og stytta. Ég tók við embætti landlæknis haustið 1972. Einn af starfsmönnum skrifstofunnar var Benedikt. Fljótlega varð mér ljóst að þar fór gjörhugull og víðlesinn íslenskumaður. Hann var auk þess ritfær og vandvirkur og kunni listina að segja sem mest í fæstum orðum. Þekking hans á sögu og heilbrigðismálum var traust. Margvísleg störf innti Benedikt af hendi og þar á meðal vinnu við lagafrumvörp og reglugerðasmíð sem eru fylgifiskar embættismanna. Honum var ljósara en flestum að lög og reglugerðir eru mannanna verk og skrifuð fyrir fólkið. Á skrifstofu embættisins var fámennt en góðmennt og er svo enn. Verkefnin eru þó mörg og fjölgar stöðugt. Flest þeirra snerta fagleg efni og samskipti manna og oft á tíðum örlög þeirra. Verkefnin eru því oft torleyst og jafnvel óleysanleg. Það var því mikill fengur fyrir landlæknisembættið, samstarfsmenn Benedikts,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.