Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 217-222
217
Guðmundur Rúnarsson, Haraldur Bjarnason, Jón Þór Sverrisson, Þorkell
Guðbrandsson
KRANSÆÐASTÍFLA Á LYFLÆKNINGADEILD
FJÓRÐUNGSSJÚK RAHÚSSINS Á AKUREYRI
ÁRIN 1984-1986
INNGANGUR
Meðferð sjúklinga með kransæðastíflu er
eitt af meginverkefnum lyflækningadeilda
með bráðaþjónustu. Lyflækningadeildir
þriggja stærstu sjúkrahúsa landsins hafa
á undanfömum árum látið frá sér fara
greinargerðir um kransæðasjúklinga, sem þar
hafa vistast (1-7). Tilgangur þessarar könnunar
var að athuga hvemig staðið hefði verið að
greiningu, rannsóknum og meðferð sjúklinga
með bráða kransæðastíflu sem vistuðust á
lyflækningadeild FSA á árunum 1984-1986.
Einnig voru kannaðir helstu áhættuþættir og
fylgikvillar og hvaða áhrif þeir hefðu á afdrif
sjúklinganna, en þeim var fylgt eftir til 1.
desember 1987.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Könnunin var í meginatriðum afturvirk.
Kannaðar vom sjúkraskrár allra sjúklinga
á lyflækningadeild, sem höfðu fengið
greininguna bráð kransæðastífla á árunum
1984 - 1986. Um var að ræða 166 tilfelli
af kransæðastíflu hjá 145 sjúklingum.
Varðandi afdrif sjúklinga var einnig stuðst
við upplýsingar frá læknum, sem sáu
um eftirmeðferð, en þeir voru í flestum
tilvikum tveir af greinarhöfundum (J.Þ.S.
og Þ.G.). Einnig var stuðst við upplýsingar
frá Hagstofu íslands. Sjúklingamir
urðu að standast skilgreiningu Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar á bráðri
kransæðastíflu (8). Þeir urðu þannig að
uppfylla tvö af eftirtöldum þremur skilyrðum:
1. Dæmigerð einkenni.
2. Dæmigerðar hjartalínuritsbreytingar.
3. Hækkanir á efnahvatagildum.
Auk þess var stuðst við krufningamiðurstöður,
þar sem þær lágu fyrir.
Frá lyflækningadeild FSA.
Hjartabilaðir töldust þeir sem voru það
samkvæmt sjúkraskrá og/eða samkvæmt
niðurstöðum á röntgenmynd af hjarta
og lungum. Sjúklingar voru taldir hafa
farið í lost, ef þess var getið í sjúkraskrá.
Háþrýstingur: Sjúklingar sem vom á meðferð
við háþrýstingi eða þar sem endurtekin
blóðþrýstingsgildi reyndust 160/100 mm
Hg eða meira. Sykursýki: Greining lá fyrir
samkvæmt venjulegum skilmerkjum (9).
Blóðfituhækkun: Kólesteról hafði mælst hærra
en 6,5 mmol/1. Reykingamenn vom þeir taldir,
sem höfðu reykt að staðaldri, hvort sem þeir
höfðu hætt reykingum eða ekki. Um önnur
atriði varðandi ástand sjúklinga var stuðst
við sjúkdómsmat samkvæmt sjúkraskrá og
hjartalínuritsbreytingar. Sjúklingar vistuðust
á lyflækningadeild í tveimur herbergjum,
sérhönnuðum fyrir hjartasjúklinga eða á
almennri gjörgæsludeild, ef ástæða þótti til
eða fyrmefnd herbergi voru upptekin. Við
tölfræðiútreikninga var notað kí-kvaðrat.
NIÐURSTÖÐUR
Bráð kransæðastíflutilvik reyndust alls 166,
þar af 105 karlar og 61 kona. Kynjahlutfall
var því 1.7:1. Meðalaldur sjúklinga reyndist
69 ár (karlar 67 ár, konur 73 ár). Alls létust
32 sjúklingar (19,3%) meðan á sjúkrahúsvist
stóð. Dánarhlutfall karla var 15,2%, en kvenna
26,2%. Frá Akureyri voru 113 sjúklingar,
meðalaldur þeirra var 69,3 ár og 22 (19,4%)
þeirra létust. Frá Eyjafirði, Ólafsfirði og
Fnjóskárdal voru 33 sjúklingar, meðalaldur
þeirra var 73,2 ár og létust átta (24,2%).
Frá öðrum landshlutum vom 20 sjúklingar,
meðalaldur þeirra var 60,6 ár og létust tveir
þeirra (10%).
Fjöldi sjúklinga eftir árunum þremur var
svipaður, en dánarhlutfallið heldur lægra fyrir
árið 1986 en hin tvö árin (mynd 1) (ekki
marktækur munur). Aldur sjúklinga virtist