Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 28
200 LÆKNABLAÐIÐ skera ekki á gagnaugaslagæðina en ef það hendir má stoppa blæðinguna auðveldlega með því að setja á æðina klemmu, binda fyrir hana eða brenna hana. Vöðvinn er klofinn upp honum ýtt til hiðar og haldið þannig með sjálfhaldandi haka. Nú er borað gat í gagnaugabeinið sem oftast er mjög þunnt á þessu svæði, aðeins nokkrir millimetrar. Best er að gera þetta með bor og handsveif (Hudson brace) en komast má í gegnum beinið með hvaða skörpu verkfæri sem er. Varast skal að reka verkfærið inn úr þegar komið er í gegn og beinið gefur eftir en það getur gerst mjög skyndilega. Gatið er stækkað upp í um það bil 5 cm í þvermál með beinbítara. Strax er komið inn á blóðkökk sem er soginn eða skafinn út. Ef blæðir frá mengisslagæðinni er blæðingin stöðvuð á sama hátt og áður greinir með gagnaugaslagæðina. Venjulega skapar þetta ekkert vandamál. Ekki er nauðsynlegt að hreinsa út allt blóðið nema um endanlega aðgerð sé að ræða. Síðan er settur í keri og sárinu lokað í lögum eða í einu lagi. Ekki er skorið á heilabastið nema utanbastsblæðing sé ekki til staðar og ástæða sé að ætla að blæðingin sé þar fyrir innan. Þá má gera krosslaga skurð í bastið en hæpið er að gera nokkuð frekar í því máli nema við hinar bestu aðstæður og menn hafi af þessu nokkra reynslu. Eftir aðgerðina eru settar á umbúðir og sjúklingur látinn liggja á aðgerðarhliðinni. Kerinn er tekinn eftir tvo daga. Ef aðgerðin hefur ekki verið endanleg eru gerðar ráðstafanir til flutnings á heila- og taugaskurðlækningadeild. LOKAORÐ Grein þessi er skrifuð til að kynna fyrir læknum nokkra þætti höfuðáverka, sérstaklega þá sem eru mjög bráðir og geta komið til kasta þeirra á fyrsta sólarhringnum og þurfa skjótrar úrlausnar við. Jafnframt eru sýndar tölur um slíka sjúklinga hér á landi. Aðgerðalýsingar eru ekki ætlaðar til að hvetja til slíkra aðgerða heldur til fróðleiks, til að útlista þau vandamál sem við er að etja og vera til hjálpar í bráðri neyð. Allir sjúklingar sem getið er um í þessari grein voru í umsjá taugaskurðlækna Borgarspítalans. (Grein þessi er að hluta til byggð á erindi sem haldið var á 15. ársþingi Viking Surgical Club á ísafirði dagana 29. júní til 1. júlí 1988). SUMMARY Acute, severe injuries of the brain and their treatment. Admissions to ICU, City Hospital, Reykjavík, Iceland 1973-1980. The incidence and results of treatment of 364 patients admitted during a period of eight years are presented. The surgical treatment for acute subdural haematoma and epidural haematoma is described. HEIMILDIR 1. Guðmundsson K, Bjömsson A. Höfuðáverkar. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Læknablaðið 1983; 69: 131-7. 2. Guðmundsson K. Höfuðáverkar og umferðarslys. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Læknablaðið 1985; 71: 50-2. 3. Guðmundsson K. Höfuðáverkar hjá bömum. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Heilbrigðisskýrslur, Fylgirit 1986 nr. 1: 43-7. Reykjavík: Landlæknisembættið 1988. 4. Guðmundsson K. Alvarlegir höfuðáverkar. Sjúklingar vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspftalans 1973-1980. Læknablaðið 1987; 73: 114-20. 5. Guðmundsson K. Heilamar og blæðing í höfði. Sjúklingar vistaðir vegna höfuðáverka á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1973-1980. Læknablaðið 1988; 74: 81-91. 6. Weston PAM. Admission policy for patients following head injury. Br J Surg 1981; 68: 663-4. 7. Fowkes FRG, Ennis WP, Evans RC et al. Admission guidelines for head injuries: Variance with clinical practice in accident and emergency units in the UK. Br J Surg 1986; 73: 891-3. 8. Jones RK. Assessment of minimal head injuries. Indications for in-hospital care. Surg Neurol 1974; 2: 101-4. 9. Mendelow AD, Campell AD, Jeffrey RR et al. Admission after mild head injury: Benefits and costs. Br Med J 1982; 285: 1530-2. 10. Mendelow AD, Teasdale G, Jennett B et al. Risks of intracranial haematoma in head injuried adults. Br Med J 1983; 287: 1173-6. 11. Rimel RW, Giordani B, Barth JT et al. Disability caused by minor head injury. Neurosurgery 1981; 9: 221-8. 12. Greenfield JG, Russell DS. Traumatic lesions of the central and peripheral nervous systems. In: Greenfields Neuropathology. 2nd ed: London: Edward Amold Publ Ltd Reprint, 1969: 441-74. 13. Casson IR, Siegel O, Ames W. Chronic brain damage in boxing. Hosp Med 1985; 21: 19-30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.