Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 191 Ómskoðanir hafa sýnt væga stækkun á vinstri gátt og vinstra slegli en eðlilegan samdrátt slegla. Aðrir fjölskyldumeðlimir og nánustu skyldmenni. Foreldrar systkinanna hafa verið einkennalaus frá hjarta og er sömu sögu að segja um tvær systur og einn hálfbróður. Einn albróðir systkinanna lést af slysförum ungur en hafði ekki svo vitað sé nein einkenni frá hjarta. Þá var líkamsskoðun, hjartalínurit og ómskoðun af hjarta hjá þessum fjölskyldumeðlimum innan eðlilegra marka. Einn föðurbróðir systkinanna var með hjartagalla, trúlega meðfæddan og gáttatif, sem þekkt var um miðjan aldur. Hann dó hálffimmtugur úr bráðu hjartadrepi eða banvænni hjaitsláttaróreglu. Önnur systkini foreldranna, sem á lífi eru, hafa ekki sögu um hjartsláttaróreglu og hjartalínurit þeirra sýna sínustakt og eru innan eðlilegra marka. Afi systkinanna í föðurætt fékk viðvarandi gáttatif á efri árum en hjartalínurit annarra forfeðra sem skoðuð voru, reyndust eðlileg (sjá mynd). UMRÆÐA Hér hefur verið sagt frá þremur ungum systkinum, sem greindust með gáttatif á unga aldri og hefur því sem fyrst greindist verið fylgt í áratug. Gáttatif er sjaldgæf hjartsláttaróregla hjá svo ungu fólki og sjaldgæft hjá systkinum, enda ekki talinn ættgengur sjúkdómur. Gáttatif er ein af algengari hjartsláttartruflunum. Tíðni fer vaxandi með aldri samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á stórum hópum einstaklinga utan sjúkrahúsa (1). í athugun á 122.043 flughermönnum á aldrinum 16-50 ára voru einungis fimm eða 0.004% með gáttatif eða gáttaflökt (2). Svipuð athugun á 757.695 einstaklingum þar sem meðalaldur var 39 ár voru 125 eða 0.016% með staðfesta sögu um tímabundið gáttatif og ellefu með varanlegt gáttatif (3). í eldri aldurshópum eykst hins vegar tíðnin og í athugun á 2254 einstaklingum sem bjuggu heima voru 2% yngri en 75 ára með gáttatif, en 5% af þeim sem voru eldri en 75 ára (4). ■ •95') 0 '94 0 '94 © '04 k L 4 b c!e k 4 ’222) '23 ’24 '27 '30 '30 '32 r '71 /T ( '27 D da (Ja 36 '33 '30 Liiil 'kLii' '29 '29 03 '48 1 '5 1 0 C 4 '56 '58 ) ( ’ 1 i 59 '6 ) ■ 0 '65 | Atrial Fibrillation (paroxysmal or chronic) ITTjl Normal resting ECG and no history of cardiac arrythmias Dead before 1988 1) Chronic AF started age 75 2) Had some unknown congential heart disease and AF from age 35, died age 45 from Ml or arrythmia. Mynd. Family tree

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.