Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 199 Við höfðum samtals 14 sjúklinga á átta árum (tafla VI). Einn af hverjum þremur var á bamsaldri. Fall er aðalorsök þessa áverka (50%) en umferðarslys óalgeng. Sjúklingamir voru í betra ástandi en aðrir sjúklingar með skurðtæka áverka því aðeins 21% þeirra var í dái eða dauðadái. Mikið var um höfuðkúpubrot en lítið um aðra áverka. Blæðingin var í gagnaugasvæði eða þar upp af í 12 tilfellum (86%) en tvisvar í enninu. Arangur af meðferð var mjög góður. Gerð var aðgerð á öllum nema einum og allir nema tveir náðu góðum bata (86%). AÐGERÐIR Töluverður munur er á aðgerðum vegna bráðrar innanbastsblæðingar annars vegar og utanbastsblæðingar hins vegar. Bráð innanbastsblæðing er venjulega útbreidd yfir heilanum öðrum megin og það blæðir frá sárum á yfirborði hans, venjulega ennis- eða gagnaugablaði eða frá bláæðum sem tengja heilann við stóra æðastokka, oftast mjög nálægt miðlínu þar sem mjög erfitt er að komast að. Einnig getur blætt úr litlum slagæðum á yfirborði heilans. Ekki ósjaldan er blæðingin mjög heiftarleg, erfitt er að sjá blæðingarstaðinn eða stöðva blæðinguna, gefa þarf mikið blóð og aðgerðin tekur langan tíma. Vegna þessa er venjulega nauðsynlegt að gera stóran flipaskurð sem nær frá rétt framan og ofan við annað eyrað upp í átt að miðlínu og síðan fram á við að hárlínu í enni að minnsta kosti. Tekin er úr beinplata af þessari stærð. Þetta er eina leiðin til að komast nægilega vel að blæðingarstaðnum. Stundum er reynt að taka úr (með beinbítara) minna bein í gagnaugasvæðinu svipað og gert er við utanbastsblæðingu. Þetta getur gengið, sérstaklega ef blæðingin er ekki mjög bráð, en ef ekki verður komist að blæðingunni þannig getur orðið að taka sífellt meira bein. Af þessu má sjá að aðgerðin er oft mjög erfið og hættuleg og ekki er hægt að mæla með henni nema þar sem aðstæður eru mjög góðar. Þess í stað ætti að svæfa sjúklinginn, renna niður barkarennu, anda hraustlega fyrir hann og gefa honum mannítól, a.m.k. 1 gramm á kíló, hratt í æð, sérstaklega ef ljósop eru misvíð. Síðan á að flytja hann sem fyrst á heila- og taugaskurðlækningadeild. Hvað snertir utanbastsblæðingu horfir málið allt öðru vísi við að því er aðgerð varðar. Þetta er aðgerð sem hægt er að gera næstum því hvar sem er og með fáum verkfærum ef nauðsyn býður og um lífið er að tefla og greiningin næsta örugg. Dæmigerð saga um utanbastsblæðingu er eins og áður kemur fram lítilsháttar höfuðhögg sem aðeins veldur því að hinn slasaði vankast ef til vill eða missir meðvitund stutta stund en rankar fljótt við sér aftur. A næstu einni til sex klukkustundum fer svo að halla undan fæti með minnkandi meðvitund, helftarlömun og misvíðum ljósopum. Hafi sjúklingurinn slíka sögu, fari hratt versnandi, hafi misvíð ljósop og lagist ekki við öndunarhjálp og mannítól og sé ekki unnt að flytja hann tafarlaust á heila- og taugaskurðlækningadeild kemur sterklega til greina og kann að vera lífsnauðsynlegt að gera á honum aðgerð þegar í stað. Það verður þó að viðurkennast að hér á landi virðast slík tilfelli mjög sjaldgæf. I einstaka tilfellum hagar innanbastsblæðing sér á svipaðan hátt, þannig að ekki verður greint á milli með sögu og skoðun og verður meðferð þá að sjálfsögðu hin sama ef ekki er hægt að koma rannsóknum við. Hvað staðsetningu varðar er þýðingarmikið að gera sér grein fyrir að utanbastsblæðing er næstum alltaf bundin við frekar lítið svæði beint undir höggstað, langoftast í öðru gagnaugasvæðinu. Aðgerð við ófullkomnar aðstæður er reyndar bundin við þá staðsetningu eingöngu. Oftast má sjá mar og bólgu á þessu svæði í slíkum tilfellum. Venjuleg röntgenmynd hjálpar, sérstaklega til staðfestingar á sjúkdómsgreiningunni, því oft má sjá þama brot. Eðlileg mynd útilokar þó ekki brot. Þar sem ljósop eru misvíð er víðara ljósopið frekari vísbending um rétta hlið, en sýnt hefur verið fram á að þegar um utan- eða innanbastsblæðingu er að ræða er víðara ljósopið sömu megin í um 92% tilfella (18). Hárið fyrir framan og ofan eyrað er rakað af þar sem marið er (19). Húðin er deyfð og síðan gerður stuttur skurður þvert á höfuðið, 10-12 cm langur, er nær frá kinnboganum, efri brún, og upp á við og liggur um það bil 1 fbr. fyrir framan eyrað. Ekki má fara neðar til að skera ekki á andlitstaugina. Best er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.