Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 5

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 179-83 179 Davíð O. Arnar 1), Ásgeir Theódórs 1)2), Helgi J. ísaksson 3), Gunnar H. Gunnlaugsson 4) KRABBAMEIN í BRISKIRTLI Sjúklingar greindir á Borgarspítalanum 1974-1983 ÚTDRÁTTUR Gerð var afturskyggn rannsókn á 68 sjúklingum sem greindust með krabbamein í briskirtli á Borgarspítalanum 1974-1983. I rannsóknarhópnum voru 32 karlar og 36 konur. Algengasta greiningaraðferðin var kviðarholskönnun eða hjá 89,7%. Ekki var hægt að meta áhrif nýlegra greiningaraðferða eins og ómskoðunar, tölvusneiðmyndunar og holsjár-röntgenmyndunar af gallgöngum og brispípu (ERCP- Endoscopic Retrograde Cholangiopancreatography) vegna þess hve langt var liðið á rannsóknartímabilið þegar notkun þeirra hófst á Borgarspítalanum. Greining var staðfest með vefjasýni hjá 75,0% sjúklinga. Algengast var að æxli væru staðsett í höfði kirtilsins eða hjá 42,6% sjúklinganna. Staðsetningu æxlis var ekki lýst eða hún ekki greinanleg hjá 25,0%. Meinvörp fundust við greiningu hjá 66,2% sjúklinga. Hjá 7,4% sjúklinganna var æxlið numið brott með skurðaðgerð. Algengasta meðferðin var framhjáhlaupsaðgerð á gallvegum og/eða gömum hjá 58,8% sjúklinganna. Meðallifun eftir greiningu var 6,4 mánuðir (192 dagar). Aðeins einn sjúklingur lifði í þrjú ár eftir greiningu en enginn náði fjögurra ára lifun. INNGANGUR Nýgengi krabbameins í briskirtli hefur aukist á Vesturlöndum undanfama áratugi og er sérstaklega hátt á Norðurlöndum (1). í Bandaríkjunum hefur nýgengi sjúkdómsins þrefaldast á síðastliðnum 40 árum (2). Samkvæmt skrá Krabbameinsfélags íslands var nýgengi briskirtilskrabbameins hérlendis, á ámnum 1980-1984, 10,9 tilfelli fyrir hverja 100.000 karla og 7,8 tilfelli fyrir hverjar 100.000 konur (3). Frá 1) lyflækningadeild St. Jósefsspítala Hafnarfiröi, 2) lyflækningadeild Borgarspítalans, 3) rannsóknastofu Háskólans í líffærameinafræði, 4) skurðlækningadeild Borgarspítalans. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur hjá fólki undir fertugu. Algengast er að sjúkdómurinn greinist hjá sjúklingum á aldursbilinu 65-85 ára (4). Einkenni krabbameins í briskirtli koma gjaman seint fram. Meinvörp finnast við greiningu hjá 80-90% sjúklinga og fimm ára lifun er innan við 1% (5). í grein þar sem skýrt var frá samantekt á rannsóknum sem náðu til um 37.000 sjúklinga, var fimm ára lifun þess hóps aðeins 0,4% (6). Orsakir briskirtilskrabbameins eru óþekktar. Sjúkdómurinn er þó talinn hafa fylgni við reykingar, mikla neyslu mettaðrar fitu og eggjahvítu svo og ákveðnar tegundir iðnaðarmengunar (4,7). Einstaklingar sem hafa sykursýki gerðar I em taldir vera í aukinni hættu á að fá briskirtilskrabbamein (8). Tengsl briskirtilskrabbameins og kaffidrykkju em umdeild (9,10). Kirtilkrabbamein er algengasta vefjafræðilega tegund þessa krabbameins eða um 90% (2). Um 5% æxla eiga upptök sín í Langerhanseyjum (11). Á undanfömum tveimur áratugum hafa komið fram nýjar og betri aðferðir til að greina briskirtilskrabbamein, eins og ómskoðun, tölvusneiðmyndun og holsjár-röntgenmyndun af gallgöngum og brispípu (4). I þessari ritsmíð verður gerð grein fyrir afturskyggnri faraldsfræðilegri rannsókn sem gerð var á öllum sjúklingum sem greindust með krabbamein í briskirtli á Borgarspítalanum á tímabilinu 1974-1983. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ýmsa faraldsfræðilega þætti briskirtilskrabbameins, meðal annars meðalaldur sjúklinga við greiningu, hvemig staðið var að greiningu þess á tímabilinu, hve hátt hlutfall sjúklinga hafði staðfesta greiningu með vefjasýni, hvar æxlið var staðsett í kirtlinum, hvaða meðferð var beitt hjá þessum sjúklingum og hver lifun þeirra var eftÍF greiningu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.