Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 179-83 179 Davíð O. Arnar 1), Ásgeir Theódórs 1)2), Helgi J. ísaksson 3), Gunnar H. Gunnlaugsson 4) KRABBAMEIN í BRISKIRTLI Sjúklingar greindir á Borgarspítalanum 1974-1983 ÚTDRÁTTUR Gerð var afturskyggn rannsókn á 68 sjúklingum sem greindust með krabbamein í briskirtli á Borgarspítalanum 1974-1983. I rannsóknarhópnum voru 32 karlar og 36 konur. Algengasta greiningaraðferðin var kviðarholskönnun eða hjá 89,7%. Ekki var hægt að meta áhrif nýlegra greiningaraðferða eins og ómskoðunar, tölvusneiðmyndunar og holsjár-röntgenmyndunar af gallgöngum og brispípu (ERCP- Endoscopic Retrograde Cholangiopancreatography) vegna þess hve langt var liðið á rannsóknartímabilið þegar notkun þeirra hófst á Borgarspítalanum. Greining var staðfest með vefjasýni hjá 75,0% sjúklinga. Algengast var að æxli væru staðsett í höfði kirtilsins eða hjá 42,6% sjúklinganna. Staðsetningu æxlis var ekki lýst eða hún ekki greinanleg hjá 25,0%. Meinvörp fundust við greiningu hjá 66,2% sjúklinga. Hjá 7,4% sjúklinganna var æxlið numið brott með skurðaðgerð. Algengasta meðferðin var framhjáhlaupsaðgerð á gallvegum og/eða gömum hjá 58,8% sjúklinganna. Meðallifun eftir greiningu var 6,4 mánuðir (192 dagar). Aðeins einn sjúklingur lifði í þrjú ár eftir greiningu en enginn náði fjögurra ára lifun. INNGANGUR Nýgengi krabbameins í briskirtli hefur aukist á Vesturlöndum undanfama áratugi og er sérstaklega hátt á Norðurlöndum (1). í Bandaríkjunum hefur nýgengi sjúkdómsins þrefaldast á síðastliðnum 40 árum (2). Samkvæmt skrá Krabbameinsfélags íslands var nýgengi briskirtilskrabbameins hérlendis, á ámnum 1980-1984, 10,9 tilfelli fyrir hverja 100.000 karla og 7,8 tilfelli fyrir hverjar 100.000 konur (3). Frá 1) lyflækningadeild St. Jósefsspítala Hafnarfiröi, 2) lyflækningadeild Borgarspítalans, 3) rannsóknastofu Háskólans í líffærameinafræði, 4) skurðlækningadeild Borgarspítalans. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur hjá fólki undir fertugu. Algengast er að sjúkdómurinn greinist hjá sjúklingum á aldursbilinu 65-85 ára (4). Einkenni krabbameins í briskirtli koma gjaman seint fram. Meinvörp finnast við greiningu hjá 80-90% sjúklinga og fimm ára lifun er innan við 1% (5). í grein þar sem skýrt var frá samantekt á rannsóknum sem náðu til um 37.000 sjúklinga, var fimm ára lifun þess hóps aðeins 0,4% (6). Orsakir briskirtilskrabbameins eru óþekktar. Sjúkdómurinn er þó talinn hafa fylgni við reykingar, mikla neyslu mettaðrar fitu og eggjahvítu svo og ákveðnar tegundir iðnaðarmengunar (4,7). Einstaklingar sem hafa sykursýki gerðar I em taldir vera í aukinni hættu á að fá briskirtilskrabbamein (8). Tengsl briskirtilskrabbameins og kaffidrykkju em umdeild (9,10). Kirtilkrabbamein er algengasta vefjafræðilega tegund þessa krabbameins eða um 90% (2). Um 5% æxla eiga upptök sín í Langerhanseyjum (11). Á undanfömum tveimur áratugum hafa komið fram nýjar og betri aðferðir til að greina briskirtilskrabbamein, eins og ómskoðun, tölvusneiðmyndun og holsjár-röntgenmyndun af gallgöngum og brispípu (4). I þessari ritsmíð verður gerð grein fyrir afturskyggnri faraldsfræðilegri rannsókn sem gerð var á öllum sjúklingum sem greindust með krabbamein í briskirtli á Borgarspítalanum á tímabilinu 1974-1983. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ýmsa faraldsfræðilega þætti briskirtilskrabbameins, meðal annars meðalaldur sjúklinga við greiningu, hvemig staðið var að greiningu þess á tímabilinu, hve hátt hlutfall sjúklinga hafði staðfesta greiningu með vefjasýni, hvar æxlið var staðsett í kirtlinum, hvaða meðferð var beitt hjá þessum sjúklingum og hver lifun þeirra var eftÍF greiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.