Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 205 er síðan frystur og má geyma hann þannig nærri endalaust. Hér þarf ekki að taka tillit til blóðrauðamagns (sjá 1.1), en rétt er að fylgjast með heildarmagni prótíns í blóði sjúklings (1, 6). Þessi aðferð þykir tilvalin til fyllingar þar sem notað er blóð, sem unnið hefur verið í aðgerð (samanber 1.2). 3. BLÓÐSÍUN (Hæmofiltration) Sérhver skurðlæknir þekkir, að sjúklingar með lágt blóðkomaskil hafa sterkari blæðingartilhneigingu, heldur en sjúklingar með eðlilegt eða hátt blóðkomaskil. Hjá sjúklingum með lágt blóðkomaskil hefur því verið tekin upp blóðsíun með þar til gerðum síum, eða reynt að ná fram hærra blóðkomaskili með því að auka þvagútskilnað sjúklings í aðgerð með gjöf þvagræsilyfja. Þessari aðferð er talsvert beitt samfara keyrslu hjarta- og lungnavélar og þá einkum hjá sjúklingum með hjarta- og/eða nýmabilun. 4. AÐRIR MÖGULEIKAR Ef aðstæður leyfa skyldi sjúklingi komið þannig fyrir á skurðarborðinu, að aðgerðarstaður iiggi hærra en hjartað, þannig að afrennsli aðgerðarsvæðis sé niður á við en ekki upp í móti. Ennfremur skal reynt að koma í veg fyrir utanaðkomandi þrýsting á bláæðar aðgerðarsvæðisins, en öll stasamyndun eykur blæðingar og þar með blóðtap. Reynt skal að lækka blóðþrýsting meðan á aðgerð stendur að svo miklu leyti sem óhætt þykir, sé þess nokkur kostur án þess að um aukna hættu fyrir sjúkling sé að ræða. Með því móti má einnig draga úr blóðtapi. 5. BLÓÐSPARNAÐUR MEÐ AÐSTOÐ LYFJA Um 1930 var prótínkljúfshemillinn (proteinase inhibitor) aprótínín fyrst einangraður úr líffærum nautgripa. A sjötta áratugnum var hann framleiddur og settur á markað af Bayer Leverkursen undir nafninu Trasylol. Lyf þetta hefur síðan verið notað undir ýmsu yfirskini, lengst og mest við bráðri briskirtilsbólgu. í lok áttunda áratugarins sýndu rannsóknir, að gangi þess sjúkdóms yrði ekki breytt með aðstoð Trasylols og hefur notkun þess við bráðri briskirtilsbólgu því stöðugt farið minnkandi. A síðustu árum hefur aprótínín skotist aftur upp á himininn og nú sem lyf til að draga úr blæðingum við og eftir skurðaðgerðir og þar með minnka þörf á blóðgjöfum (29). (The Times, Friday January 22 1988; Drug may cut transfusion). Aprótínín telst til útbreiddra hópa hemla, sem koma fyrir í jurta- og dýraríkinu og þjóna þeim tilgangi að verja vefi lífverunnar fyrir niðurbroti af völdum eigin og utanaðkomandi prótínkljúfa. Ahrif þess eru hvað best þekkt á trypsín-, kýmótrypsín-, plasmín- og kallíkreín- hvatakerfin. Eins og áður sagði hefur notkun þessa lyfs aukist aftur, en núna í blóðspamaðarskyni. Hefur það einkum verið notað við opnar hjartaaðgerðir, það er að segja þar sem hjarta- og lungnavél er notuð. En orðin »whole- body inflammatory response« hafa verið notuð til að lýsa ástandi sem oft verður vart eftir notkun hennar, og er talið að það megi að miklum hluta rekja til áðumefndra hvatakerfa, sem virkjast við notkun hjarta- og lungnavélarinnar. Willem van Oeveren og félagar (30) sýndu fram á verulega minnkun blæðingar við opnar hjartaaðgerðir, þar sem aprótínín hafði verið notað. Þeir telja að mestu máli skipti varðveisla viðtækja á yfirborði blóðflaganna, sem stuðla að viðloðun og samloðun þeirra. Árið 1987 skýrðu Ware og félagar (31) frá notkun desmópressíns við aðgerðir (lokuskiptingar, sporgatslokun - lokun á ASD, stýfingu á sleglagúl - ventricular aneurysm resection og enduraðgerðir kransæðaskammhlaups). I tvfblindri skoðun, sem þeir framkvæmdu, kom í ljós minnkun á meðaltals eftirblæðingu úr 2,2 1/sjúkl. í 1,3 1/sjúkl. með því að gefa 0,3 míkrógrömm desmópressíns á hvert kíló líkamsþunga. Árið 1988 birtu Collard og félagar (32) niðurstöður tvíblindrar skoðunar, sem þeir framkvæmdu með notkun desmópressíns eftir kransæðaskammhlaupsaðgerðir. Skoðun þessi var fyllilega sambærileg skoðun Ware (31) og félaga nema, að hér var eingöngu um frumaðgerðir á kransæðum að ræða. Collard og félögum tókst hins vegar ekki að sýna fram á nokkum mun eftirblæðinga eða minni notkun á framandi blóði eða blóðhlutum með gjöf desmópressíns. Epsílon-amínókapróik sýra (33) og gjöf vítamíns-C (34) hafa og verið til umræðu sem lyf til að draga úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.