Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 203-9 203 Þorsteinn Jóhannesson, D.U. Preiss, M. Behrens, D. Birnbaum, E. Eschenbruch, P. Tollenaere BLÓÐSPARNAÐUR VIÐ SKURÐAÐGERÐIR INNGANGUR Með uppgötvun Landsteiners á ABÓ blóðfiokkakerfinu um síðustu aldamót og Rhesuskerfinu (Landsteiner, Wiener) um 1940 opnuðust leiðir til öruggari blóðgjafa. Samfara stofnun blóðbanka á fimmta og sjötta áratugnum áttu sér stað miklar framfarir í skurðlækningum. Nú var hægt að framkvæma stærri og vandasamari aðgerðir, sem höfðu meira blóðtap í för með sér en áður þekktist. Snemma varð ljós sú hætta, sem stafaði af smitsjúkdómum og mótefnamyndun samfara blóðgjöfum, en hún hvarf að nokkru leyti í skugga þeirra staðreynda, að með blóðgjöfum var hægt að bjarga mörgum mannslífum, til dæmis eftir meiriháttar áverka, blæðandi meltingarfærasjúkdóma og stærri skurðaðgerðir. Á síðustu árum hafa ýmsir höfundar greint frá ónæmisbælingu (immune suppression) í kjölfar blóðgjafa. Þeir hafa sýnt fram á aukna tíðni krabbameinsendurtekningar á lungna- og ristilkrabbameini hjá sjúklingum, sem hafa gengist undir skurðaðgerðir og þurft á blóðgjöf að halda, samanborið við þá, sem enga blóðgjöf fengu (1-6). Bent hefur verið á aukna tíðni sýkinga hjá sjúklingum, sem hafa þurft á framandi blóði að halda, miðað við þá, sem ekkert þurftu (7). Samfara fjölgun eyðnitilfella (AIDS) á síðustu árum og vitneskju um smitun þess sjúkdóms með blóðgjöfum eða gjöfum blóðhluta hefur umræða um blóðgjafir og aukaverkanir þeirra aukist. Eyðnismit er einungis toppur borgarísjakans. Þannig var til dæmis gert ráð fyrir fjórum eyðnismitum eftir blóðgjafir í Vestur-Þýskalandi árið 1987, en 28.000 lifrarbólgusmitum af óþekktum uppruna (non A, non B) sem rekja mátti til blóðgjafa, og er Brjóstholsskurðlækningadeild, svæfingadeild RHZ Bad Krozingen. Tafla 1. Áhættuþættir samfara gjöf framandi blóös. Smitsjúkdómar Ónæmisþættir ^non A non B Lifrarbólguvírus/ N"'HB Cytomegalovirus Brucellosis HIV 1,2 (AIDS) Inf. mononuclosis Syphilis Malaria Toxoplasmosis þá gert ráð fyrir 700.000 blóðþegum (8). (Sjá töflu I. Áhættuþættir samfara gjöf framandi blóðs (9-11)). Leitað hefur verið nýrra leiða og/eða eldri aðferðir verið endurbættar í því skyni að draga úr notkun framandi blóðs og auka þess í stað notkun á eigin blóði sjúklings: Sjálfgjöf blóðs (Autologous transfusion). í þessari grein verður skýrt frá helstu möguleikum til blóðspamaðar og greint frá eigin reynslu. 1. EIGINBLÓÐGJÖF (Autotransfusion) Aðferð þessi er í sjálfu sér ekki ný af nálinni. í grein sinni frá 1874 »Practical remarks on an overlooked source of bloodsupply« skýrir Highmore frá þeim möguleika að gefa sjúklingi eigið blóð aftur (12). 1.1 Notkun eigin blóðs, sem dregið varfyrir aðgerð Þegar um er að ræða valaðgerð (elective operation), þar sem reikna má með blóðtapi sem verður að bæta, er full ástæða til að nota þessa aðferð, ef kringumstæður leyfa. Fyrir aðgerð er viðkomandi sjúklingi dregið blóð með ákveðnu millibili, sem honum er síðan gefið við aðgerð eða í lok hennar. Helstu annmarkar þessarar aðferðar er stuttur Mótefnamyndun Rauökornarof brátt síðkomið Onæmisbæling Ofnæmi-bráðaofnæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.