Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 189-94 189 Gunnlaugur Sigfússon, Jón Þór Sverrisson, Þorkell Guöbrandsson PRJÚ UNG SYSTKINI MEÐ GÁTTATIF INNGANGUR Hér er fjallað um þrjú ung systkini, tvo bræður og eina systur, sem greindust með gáttatif (fibrillatio atriorum) á unga aldri, hið fyrsta þeirra fyrir um áratug. Þau voru rannsökuð með tilliti til hugsanlegra orsaka fyrir hjartsláttaróreglu eða annarra einkenna frá hjarta. Nánustu skyldmenni voru skoðuð og hugað að hugsanlegri ættgengi gáttatifs. Gáttatif er ein af algengari hjartsláttaróreglum, ýmist samfara vefrænum hjartasjúkdómum, öðrum sjúkdómum eins og skjaldseitrun eða án undirliggjandi sjúkdóma. Tíðni gáttatifs eykst með aldri en er sjaldgæf í ungu fólki eins og hér um ræðir. Lýst hefur verið nokkrum fjölskyldum með arfgengt gáttatif og ræðum við möguleika á ættgengi í fjölskyldu systkinanna. Yngsti bróðirinn greindist fjórtán ára gamall með hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu (perimyocarditis) og fékk gáttatif uppúr þeim veikindum. Hin systkinin greindust tveimur og þremur árum eftir það með gáttatif og ræðum við hugsanlegt samband einkennalausrar hjartavöðvabólgu og gáttatifs. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Um er að ræða þrjú systkini sem greindust og hafa verið til meðferðar vegna gáttatifs á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Farið var í gegnum sjúkraskrár systkinanna og birtast útdrættir þeirra hér á eftir ásamt helstu niðurstöðum úr rannsóknum sem gerðar hafa verið til að varpa ljósi á orsakir gáttatifs hjá þeim. Þá var gerð líkamsskoðun, fengið hjartalínurit og gerð ómskoðun á Frá lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. hjarta hjá foreldrum og systkinum þessara þriggja ungmenna. Fengin voru hjartalínurit af nánustu skyldmennum sem og leitað eftir skriflegum upplýsingum um einkenni frá hjarta m.t.t. hugsanlegrar ættgengi gáttatifs. SJÚKRASÖGUR Sjúkratilvik 1. Fjórtán ára gamall drengur var lagður inn á lyflækningadeild FSA fyrir tíu árum vegna mæði og úthaldsleysis. Hann hafði þremur vikum fyrir innlögn veikst með flensulíkum einkennum, verið slappur, með vægan hita í fjóra til fimm daga, höfuðverk og hósta. Nokkrir í fjölskyldunni veiktust einnig með svipuðum einkennum. Náði drengurinn sér nokkuð á strik eftir um viku veikindi en var viðvarandi slappur, fann fyrir aukinni mæði við áreynslu og skömmu fyrir innlögn fær hann aðsvifstilkenningu við íþróttaiðkun. Hann neitaði brjóstverkjum eða öðrum einkennum frá hjarta og hafði verið heilsuhraustur alla tíð, stundað íþróttir og reykti ekki. Skoðun við komu leiddi ekkert óeðlilegt í ljós nema óreglulegan púls. Röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi mikla hjartastækkun og hjartalínurit sýndi í byrjun gáttatif, síðar í legu ST-hækkanir og síðan T-viðsnúninga. Gerð var rafvending á gáttatifinu og gengu aðrar hjartalínuritsbreytingar til baka og jafnframt fór hjartaskugginn minnkandi á röntgenmynd. Drengurinn var síðan útskrifaður lyfjalaus við góða líðan eftir þriggja vikna vistun. Greining var perimyocarditis acuta, en rannsóknir vegna hugsanlegra orsaka, svo sem veiruleit og fleira voru allar neikvæðar. Hann var lagður inn ári síðar á sama spítala vegna niðurgangs og fékk eftir þá legu greininguna sáraristilbólga (colitis ulcerosa)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.