Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 36
206 LÆKNABLAÐIÐ blæðingum við og eftir hjartaskurðaðgerðir, og áðumefndir höfundar telja sig sýna fram á notagildi þessara lyfja í þessu skyni. 6. EIGIN REYNSLA Á þeim 10 árum, sem hjartaskurðlækningar hafa verið framkvæmdar í Bad Krozingen, (Benedikt Kreutz Rehabilitiationszentrum fiir Herz- und Kreislaufkranke), hefur notkun framandi blóðs minnkað verulega, eða úr 7 einingum árið 1978 niður í 3,4 einingar árið 1987 að meðaltali á hvem hjartaskurð samanber línurit á mynd 1. í þessum tölum eru allir skomir hjartasjúklingar, sem skomir voru á tímabilinu (valaðgerðir, bráðaaðgerðir) og síðast en ekki síst sjúklingar með blandaðan ósæðarlokugalla og ósæðargúl, en viðgerð á slíkum göllum er oft mjög blóðfrek. Árið 1987 þurftu 40% allra sjúklinga, sem gengust undir opnar hjartaaðgerðir, ekki á blóðgjöf að halda. Samstilltu átaki skurðlækna, svæfingalækna og stjómanda hjarta- og lungnavéla er að þakka minnkandi þörf blóðgjafa (mynd 2). Með styttri aðgerðatíma, betri blóðstillingu og endurgjöf kerablóðs lögðu skurðlæknar sitt af mörkum. I upphafi var öllu blóði sem eftir var í leiðslum hjarta- og lungnavélar (800 ml) kastað, nú er blóð þetta gefið sjúklingi í lok aðgerðar. Stjómendur hjarta- og lungnavélarinnnar hafa einnig lagt sitt af mörkum með aukinni endurvinnslu blóðs í aðgerð (cell saving), blóðtöku í byrjun aðgerðar (normovolumic hemodilution) og blóðsíun (hemo-filtration). Hlutur svæfingalækna hefur verið meiri á sviði lyfjagjafa og gjafa storkuþátta, sem unnir hafa verið úr blóði. Þeir hafa ennfremur séð um sjálfgjöf blóðs. Tafia III sýnir aukningu á lyfjanotkun og notkun storkuþátta til blóðstillinga á tímabilinu 1983-1987. Hér er mjög áberandi mikil aukning sem varð á notkun andþrombíns á milli áranna 1985 og 1987, en hún skýrist af því að andþrombín-mæling var tekin upp sem grunnrannsókn á miðju ári 1986. Hins vegar er ekki hægt að heimfæra minnkandi notkun framandi blóðs á árunum 1985-1987 upp á aukna notkun andþrombíns, en vel að merkja dregur gjöf andþrombíns úr þörf fyrir heparín, sem síðan þarf að gera óvirkt með gjöf prótamín-súlfats/klóríðs í lok aðgerðar. Á þessari töflu er einnig áberandi aukning á notkun aprótíníns á sama tímabili, en í lítilli Mynd 1. Meöaltalsþörf framandi blóös á opna hjartaaögerö í RHZ 1979-1987. Mynd 2. Blóðsparnaður í aðgerð er teymisvinna. afturskyggðri skoðun tókst okkur að sýna fram á verulega minnkun eftirblæðinga og notkun framandi blóðs hjá sjúklingum, sem fengu aprótínín í aðgerð. Niðurstöður þessar eru sýndar í töflum IV-VIII. Hér má sjá að um talsverðan mun á eftirblæðingu var að ræða milli hóps eitt annars vegar og hóps tvö og þrjú hins vegar (tafla VI). Ennfremur sýnir tafla VII marktækan mun á blóðgjöf í og eftir aðgerð, þannig að sjúklingar sem fengu aprótínín í aðgerð þurftu færri blóðgjafa en hinir sem ekkert fengu. Enginn þessara sjúklinga fékk andþrombín eða storkuþætti í eða eftir aðgerð. Hér er um mjög lítinn sjúklingahóp að ræða, en niðurstöður okkar eru í samræmi við niðurstöður annarra (29, 30).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.