Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 36

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 36
206 LÆKNABLAÐIÐ blæðingum við og eftir hjartaskurðaðgerðir, og áðumefndir höfundar telja sig sýna fram á notagildi þessara lyfja í þessu skyni. 6. EIGIN REYNSLA Á þeim 10 árum, sem hjartaskurðlækningar hafa verið framkvæmdar í Bad Krozingen, (Benedikt Kreutz Rehabilitiationszentrum fiir Herz- und Kreislaufkranke), hefur notkun framandi blóðs minnkað verulega, eða úr 7 einingum árið 1978 niður í 3,4 einingar árið 1987 að meðaltali á hvem hjartaskurð samanber línurit á mynd 1. í þessum tölum eru allir skomir hjartasjúklingar, sem skomir voru á tímabilinu (valaðgerðir, bráðaaðgerðir) og síðast en ekki síst sjúklingar með blandaðan ósæðarlokugalla og ósæðargúl, en viðgerð á slíkum göllum er oft mjög blóðfrek. Árið 1987 þurftu 40% allra sjúklinga, sem gengust undir opnar hjartaaðgerðir, ekki á blóðgjöf að halda. Samstilltu átaki skurðlækna, svæfingalækna og stjómanda hjarta- og lungnavéla er að þakka minnkandi þörf blóðgjafa (mynd 2). Með styttri aðgerðatíma, betri blóðstillingu og endurgjöf kerablóðs lögðu skurðlæknar sitt af mörkum. I upphafi var öllu blóði sem eftir var í leiðslum hjarta- og lungnavélar (800 ml) kastað, nú er blóð þetta gefið sjúklingi í lok aðgerðar. Stjómendur hjarta- og lungnavélarinnnar hafa einnig lagt sitt af mörkum með aukinni endurvinnslu blóðs í aðgerð (cell saving), blóðtöku í byrjun aðgerðar (normovolumic hemodilution) og blóðsíun (hemo-filtration). Hlutur svæfingalækna hefur verið meiri á sviði lyfjagjafa og gjafa storkuþátta, sem unnir hafa verið úr blóði. Þeir hafa ennfremur séð um sjálfgjöf blóðs. Tafia III sýnir aukningu á lyfjanotkun og notkun storkuþátta til blóðstillinga á tímabilinu 1983-1987. Hér er mjög áberandi mikil aukning sem varð á notkun andþrombíns á milli áranna 1985 og 1987, en hún skýrist af því að andþrombín-mæling var tekin upp sem grunnrannsókn á miðju ári 1986. Hins vegar er ekki hægt að heimfæra minnkandi notkun framandi blóðs á árunum 1985-1987 upp á aukna notkun andþrombíns, en vel að merkja dregur gjöf andþrombíns úr þörf fyrir heparín, sem síðan þarf að gera óvirkt með gjöf prótamín-súlfats/klóríðs í lok aðgerðar. Á þessari töflu er einnig áberandi aukning á notkun aprótíníns á sama tímabili, en í lítilli Mynd 1. Meöaltalsþörf framandi blóös á opna hjartaaögerö í RHZ 1979-1987. Mynd 2. Blóðsparnaður í aðgerð er teymisvinna. afturskyggðri skoðun tókst okkur að sýna fram á verulega minnkun eftirblæðinga og notkun framandi blóðs hjá sjúklingum, sem fengu aprótínín í aðgerð. Niðurstöður þessar eru sýndar í töflum IV-VIII. Hér má sjá að um talsverðan mun á eftirblæðingu var að ræða milli hóps eitt annars vegar og hóps tvö og þrjú hins vegar (tafla VI). Ennfremur sýnir tafla VII marktækan mun á blóðgjöf í og eftir aðgerð, þannig að sjúklingar sem fengu aprótínín í aðgerð þurftu færri blóðgjafa en hinir sem ekkert fengu. Enginn þessara sjúklinga fékk andþrombín eða storkuþætti í eða eftir aðgerð. Hér er um mjög lítinn sjúklingahóp að ræða, en niðurstöður okkar eru í samræmi við niðurstöður annarra (29, 30).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.