Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 219 vegna hjartsláttartruflana með hægum slegilstakti. A árunum þrentur voru 44 sjúklingar yngri en 70 ára með heilþykktarhjartadrep lagðir inn fyrstu fjórar klukkustundimar frá upphafi einkenna. Segaleysandi meðferð með streptókínasa fengu þó aðeins sjö þeirra. Einn þessara lést vegna hjartarofs. Segaleysandi meðferð með streptókínasa var hafin á FSA seint á árinu 1984. Mynd 3 sýnir hjartsláttartruflanir sjúklinga við komu og síðar í legunni og samband þeirra við dánartíðni. Alls töldust 103 sjúklingar hafa fengið hjartsláttartrufiun (62%). Við komu höfðu 66 sjúklingar hjartsláttartruflun. Af þeim 23 sjúklingum sem höfðu hjartsláttartruflun við komu, en ekki síðar í legunni, lést aðeins einn. Af hinum 80 sem fengu hjartsláttartruflanir síðar í legunni, létust 24 (30%). Sleglatif, sleglaflökt, slegilsaukaslög og gáttatif sem komu í legu, boðuðu verri horfur. Á mynd 4 má sjá samband fylgikvilla í legu og dánartíðni. Hjartabilaðir töldust 59 sjúklingar og létust 23 þeirra (39%) (P<0,001). Af 30 sjúklingum sem töldust hafa farið í lost, létust 20 (67%) (P< 0,001). Af 103 sjúklingum sem fengu hjartsláttartruflanir létust 25 (24%) (ekki marktækur munur). Hjartabilaðir og með hjartsláttartruflanir taldist 41 og létust 19 þeirra (46%) (P<0,001). Sjúklingar sem voru hjartabilaðir og höfðu hjartsláttartruflun og fóru í lost reyndust 24 og af þeim létust 16 (67%) (P< 0,001). Sjúklingar sem höfðu engan skráðan fylgikvilla reyndist 61 og létust tveir þeirra (3%) (P< 0,001). Framveggsdrep fengu 59 (36%) og létust 11 þeirra (17%) (mynd 5). Drep í undirvegg fékk 61 (37%) og létust 15 þeirra (25%). Minna en heilþykktardrep fengu 35 (21 %) og létust þrír þeirra (9%). Afturveggsdrep fengu fjórir og létust þrír þeirra. Hliðarveggsdrep fengu fimm og lést enginn þeirra. Hjá tveimur sjúklingum var ekki hægt að staðsetia hjartadrep, en þeir lifðu báðir. Við athugun á áhættuþáttum kom í ljós, að reykingar voru algengari hjá körlum, en háþrýstingur, sykursýki og blóðfituhækkun hjá konum (mynd 6). Upplýsingar vantaði þó hjá u.þ.b. þriðjungi sjúklinga varðandi blóðfitu og ættarsögu. Dánarhlutfall reykingamanna ■ Fjöldi sjúklinga ■ Létust í legu Mynd 5: Afdrif sjúklinga m.t.t. staösetningar hjartadreps. (FV: Framveggs-, BV: Bakveggs-, Flþ: Hlutþykktar-, AV: Afturveggs-, HV: Hliðarveggs). % þrýstingur blóöfita ■ Konur ■ Karlar □ Alls Mynd 6: Tíöni helstu áhættuþátta kransæöasjúkdóms. var 16%, sjúklinga með sykursýki 21%, sjúklinga með háþrýsting 15%, sjúklinga með jákvæða ættarsögu 12% og sjúklinga með blóðfituhækkun 21%. Af 134 sjúklingum sem útskrifuðust voru 43 látnir 1. desember 1987 eða 32%. Eftir útskrift reyndust 75 sjúklingar (56%) hafa hjartaöng. Af þeim eru 38 látnir (51%). Þrjátíu og sjö sjúklingar reyndust ekki hafa hjartaöng og eru tveir þeirra látnir. Upplýsingar liggja ekki fyrir um 22 sjúklinga varðandi hjartaöng, en þrír þeirra voru látnir. Tafla 1 sýnir útskriftarlyf og samband þeirra við afdrif sjúklinganna. Helst virðist af því mega sjá, að sjúklingar sem þurftu á lyfjameðferð vegna hjartabilunar að halda vegnaði verr en hinum. UMRÆÐA Bráð kransæðastífla er algengur og hættulegur sjúkdómur. Lyflækningadeildir sem fást við sjúklinga með þennan sjúkdóm þurfa því að vera sem best í stakk búnar að takast á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.