Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 28

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 28
200 LÆKNABLAÐIÐ skera ekki á gagnaugaslagæðina en ef það hendir má stoppa blæðinguna auðveldlega með því að setja á æðina klemmu, binda fyrir hana eða brenna hana. Vöðvinn er klofinn upp honum ýtt til hiðar og haldið þannig með sjálfhaldandi haka. Nú er borað gat í gagnaugabeinið sem oftast er mjög þunnt á þessu svæði, aðeins nokkrir millimetrar. Best er að gera þetta með bor og handsveif (Hudson brace) en komast má í gegnum beinið með hvaða skörpu verkfæri sem er. Varast skal að reka verkfærið inn úr þegar komið er í gegn og beinið gefur eftir en það getur gerst mjög skyndilega. Gatið er stækkað upp í um það bil 5 cm í þvermál með beinbítara. Strax er komið inn á blóðkökk sem er soginn eða skafinn út. Ef blæðir frá mengisslagæðinni er blæðingin stöðvuð á sama hátt og áður greinir með gagnaugaslagæðina. Venjulega skapar þetta ekkert vandamál. Ekki er nauðsynlegt að hreinsa út allt blóðið nema um endanlega aðgerð sé að ræða. Síðan er settur í keri og sárinu lokað í lögum eða í einu lagi. Ekki er skorið á heilabastið nema utanbastsblæðing sé ekki til staðar og ástæða sé að ætla að blæðingin sé þar fyrir innan. Þá má gera krosslaga skurð í bastið en hæpið er að gera nokkuð frekar í því máli nema við hinar bestu aðstæður og menn hafi af þessu nokkra reynslu. Eftir aðgerðina eru settar á umbúðir og sjúklingur látinn liggja á aðgerðarhliðinni. Kerinn er tekinn eftir tvo daga. Ef aðgerðin hefur ekki verið endanleg eru gerðar ráðstafanir til flutnings á heila- og taugaskurðlækningadeild. LOKAORÐ Grein þessi er skrifuð til að kynna fyrir læknum nokkra þætti höfuðáverka, sérstaklega þá sem eru mjög bráðir og geta komið til kasta þeirra á fyrsta sólarhringnum og þurfa skjótrar úrlausnar við. Jafnframt eru sýndar tölur um slíka sjúklinga hér á landi. Aðgerðalýsingar eru ekki ætlaðar til að hvetja til slíkra aðgerða heldur til fróðleiks, til að útlista þau vandamál sem við er að etja og vera til hjálpar í bráðri neyð. Allir sjúklingar sem getið er um í þessari grein voru í umsjá taugaskurðlækna Borgarspítalans. (Grein þessi er að hluta til byggð á erindi sem haldið var á 15. ársþingi Viking Surgical Club á ísafirði dagana 29. júní til 1. júlí 1988). SUMMARY Acute, severe injuries of the brain and their treatment. Admissions to ICU, City Hospital, Reykjavík, Iceland 1973-1980. The incidence and results of treatment of 364 patients admitted during a period of eight years are presented. The surgical treatment for acute subdural haematoma and epidural haematoma is described. HEIMILDIR 1. Guðmundsson K, Bjömsson A. Höfuðáverkar. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Læknablaðið 1983; 69: 131-7. 2. Guðmundsson K. Höfuðáverkar og umferðarslys. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Læknablaðið 1985; 71: 50-2. 3. Guðmundsson K. Höfuðáverkar hjá bömum. Sjúklingar vistaðir á Borgarspítala 1973-1980. Heilbrigðisskýrslur, Fylgirit 1986 nr. 1: 43-7. Reykjavík: Landlæknisembættið 1988. 4. Guðmundsson K. Alvarlegir höfuðáverkar. Sjúklingar vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspftalans 1973-1980. Læknablaðið 1987; 73: 114-20. 5. Guðmundsson K. Heilamar og blæðing í höfði. Sjúklingar vistaðir vegna höfuðáverka á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1973-1980. Læknablaðið 1988; 74: 81-91. 6. Weston PAM. Admission policy for patients following head injury. Br J Surg 1981; 68: 663-4. 7. Fowkes FRG, Ennis WP, Evans RC et al. Admission guidelines for head injuries: Variance with clinical practice in accident and emergency units in the UK. Br J Surg 1986; 73: 891-3. 8. Jones RK. Assessment of minimal head injuries. Indications for in-hospital care. Surg Neurol 1974; 2: 101-4. 9. Mendelow AD, Campell AD, Jeffrey RR et al. Admission after mild head injury: Benefits and costs. Br Med J 1982; 285: 1530-2. 10. Mendelow AD, Teasdale G, Jennett B et al. Risks of intracranial haematoma in head injuried adults. Br Med J 1983; 287: 1173-6. 11. Rimel RW, Giordani B, Barth JT et al. Disability caused by minor head injury. Neurosurgery 1981; 9: 221-8. 12. Greenfield JG, Russell DS. Traumatic lesions of the central and peripheral nervous systems. In: Greenfields Neuropathology. 2nd ed: London: Edward Amold Publ Ltd Reprint, 1969: 441-74. 13. Casson IR, Siegel O, Ames W. Chronic brain damage in boxing. Hosp Med 1985; 21: 19-30.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.