Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 7

Læknablaðið - 15.05.1990, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 231 Tafla I. Samanburður á helstu sérkennum, ástandi og sjúkdómum sjúklinganna. Hópur A Hópur B Hópur C Hópur D Fjöldi 39 30 21 52 Meðalaldur, ár 84,3 81,8 75,8 83,8 Karlar % 33 17 38 27 Ástand sj., %. elliglöp 64 20 0 67 ósjálfbjarga 82 47 0 62 saurleki 41 0 0 19 þvagleki 51 10 0 27 þvagleggur 13 0 0 5 gervitennur 84 97 76 83 reykingar 13 23 38 8 Sýklalyf < 2 vikur f. sýnatöku., % 3 3 5 27 Sjúkdómar % innkirtlar 18 3 0 31 öndunarfæri 13 7 10 14 hjarta/æðar 62 67 52 67 taugakerfi 85 37 5 71 vöðvar/bein 44 73 38 40 sýkingar 15 30 14 48 illkynja sjd. 15 17 14 15 Tafla II. Algengi sýklunar í hópunum fjórum Sýklun Sjúklinga- hópur Gram-neikv. stafir S. aureus Alls n % n % A öldrunardeild 39 9* 23,1 1 2,6 B vistheimili 30 2* 6,7 1 3,3 C eigin íbúð 21 2* 9,5 0 0 D öldrunardeild, langtíma- rannsókn 52 36 69,2 10 19,2 * hópur A samanborið við hópa B og C: p=0,04 Karlar voru í umtalsverðum minnihluta í öllum hópum (17-38%). Eins og við mátti búast var fæmi og almennt ástand einstaklinga sem bjuggu í eigin húsnæði (hópur C) sýnu best. Sjúkdómar voru flokkaðir eftir líffærakerfum, og var sykursýki helsti sjúkdómur innkirtla, lungnaþemba algengust meðal lungnasjúkdóma, afleiðingar slags meðal taugakerfissjúkdóma, slitgigt meðal stoðkerfissjúkdóma, þvagfærasýkingar meðal sýkinga og svo framvegis. Tíðni greindra sjúkdóma var nokkru lægri meðal fólks í hópi C en í hinum hópunum. Algengi sýklunar (sneiðrannsókn): Við sneiðrannsókn var sýklun af völdum Gram- neikvæðra stafbaktería algengari í hálsi sjúklinga á öldrunardeild (23,1%, hópur A) en hjá þeim er á vistheimili bjuggu (6,7%, hópur B) eða bjuggu í eigin húsnæði (9,5%, hópur C) , og var munurinn marktækur (p=0,04, tafla II). S. aureus ræktaðist einungis úr hálsi tveggja einstaklinga. Tveir þátttakendur höfðu lungnabólgu og nutu sýklalyfjameðferðar þegar sýni var tekið (einn úr hvorum hópi B og C). Var ræktun frá hálsi beggja neikvæð. Algengi sýklunar (langtímarannsókn): Frá sjúklingum í hópi D sem langtímarannsóknin var gerð á, voru tekin alls 401 sýni, 2-22 sýni frá hverjum (meðaltal átta sýni, tindtala (mode) fjögur sýni). Leguvikur sjúklinganna meðan á rannsókn stóð voru 415 og og höfðu 14 sýni því ekki verið tekin eða glatast hjá átta sjúklingum (eitt-þrjú hjá hverjum). Frá hálsi 36 sjúklinga (69,2%) ræktuðust Gram- neikvæðar stafbaktenur einhvem tímann á tímabilinu (tafla II), eða alls úr 72 sýnum af 401 (18,0%). S. aureus ræktaðist alls úr 20 sýnum frá tíu sjúklingum (19,2%) og voru sjö þeirra jafnframt sýklaðir af Gram-neikvæðum stafbakteríum. Stöðugleiki sýklunar: Sýklun Gram- neikvæðra stafbaktería var mjög óstöðug. Tólf sjúklinganna (23%) voru sýklaðir við komu á deildina, en 24 (46%) sýkluðust fyrst eftir innlögn. Sýklun var eigi að síður líklegri við komu en síðar í legu (sjá mynd) og minnkaði hlutfall sýklaðra sjúklinga marktækt frá fyrstu (23%) til tíundu (7%) viku sjúkrahúsvistar (p = 0,004). Hlutfallið jókst aftur í 11.-13. viku, en í 14.-17. viku var enginn sjúklingur nteð Gram-neikvæðar stafbakteríur í hálsi. Einungis fjórir sjúklingar í þessari rannsókn lágu á deildinni lengur en 17 vikur og var einn þeirra sýklaður þann tíma. Fra einungis fimm af 36 (13,9%) sjúklingum ræktaðist sama bakteríutegund í þrjár vikur eða meira samfleytt, þar af í fimm vikur hjá tveimur sjúklingum. Lengst greindust Gram-neikvæðar stafbakteríur hjá sama sjúklingi samfleytt í sjö vikur, en þar var um þrjár mismunandi tegundir að ræða sem tóku hver við af annarri.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.