Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.05.1990, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 255 greiningu en verstar horfur hafa þau böm sem fá einkenni alnæmis á fyrsta aldursári, fá pneumocystis lungnasýkingu og hafa einkenni frá miðtaugakerfi. Bestar horfur hafa hins vegar börn sem greinast með alnæmi eftir fyrsta aldursárið og fá L.I.P. Þau geta lifað í nokkur ár eftir greiningu (7,34). Þó talið sé, að öll böm sem smituð eru af HIV muni síðar meir fá alnæmi má vel vera, að meðgöngutími veirunnar sé í mörgum tilvikum lengri en álitið hefur verið (39). GREINING Eitt helsta vandamál í rannsóknum á HIV sýkingu hjá börnum er greining einkennalausra, sýktra nýbura. Astæðan er sú, að mótefni (IgG) gegn veirunni sem flust hafa á óvirkan hátt frá móðurinni yfir í bamið geta greinst í blóði þess allt að 15 mánuðum eftir fæðingu hvort sem það er sýkt eða ekki (26,40). Þess vegna er ekki unnt að greina sýkinguna í einkennalausu bami yngra en 15 mánaða með mótefnamælingum einum saman (26). Breyting IgG mótefnamynsturs með Westem blot prófi á fyrstu mánuðum eftir fæðingu er hins vegar sterk vísbending um að bamið sé sýkt (39). HIV-IgM mótefnamæling til greiningar á meðfæddri HIV sýkingu er á þessari stundu ekki talin vænleg þar sem mörg HIV sýktra bama geta ekki myndað IgM mótefni (41). Vænlegasta rannsóknaraðferðin til að greina HIV sýkingu hjá þessum aldurshópi er nú talin erfðamögnun (polymerase chain reaction). Þessi aðferð greinir kjamasýrusamsetningu (DNA eða RNA) veirunnar í blóði eða vefjasýni og er einstaklega næm þó sérhæfi og forspárgildi sé ekki fullrannsakað enn (21). Líklegt er, að þetta próf muni valda byltingu í greiningu veirusjúkdóma almennt á næstu árum. Ræktun á HIV og greining á p24 mótefnavaka í blóði ungbama em mjög sérhæf próf, en hins vegar er næmi þeirra hjá þessum aldurshópi óþekkt. Böm eldri en 15 mánaða gömul eru greind með HIV sýkingu á sama hátt og fullorðnir þ.e. með jákvæðu mótefnaprófi (ELISA og Westem blot) (26). Þó ber að hafa í huga, að neikvætt HIV mótefnapróf jafngildir ekki því, að bamið sé ekki sýkt. Dæmi eru um, að böm hafi misst HIV mótefnin á fyrsta til öðm ári eftir fæðingu en fengið einkenni alnæmis nokkrum árum síðar (21,22). Því ætti að leitast við, að staðfesta sýkinguna með ræktun eða erfðamögnun hjá öllum einstaklingum sem grunaðir eru um HIV smit jafnvel þó HIV mótefnapróf sé neikvætt. Þar sem einkenni HIV sýkingar í bömum eru oft mjög ósérhæf ættu læknar að leiða hugann að þessari sýkingu er þeir fást við böm með vanþrif, afturför í andlegum og líkamlegum þroska, endurteknar alvarlegar bakteríu- og/eða aðrar óvenjulegar sýkingar. Menn ættu að varast að láta útlit eða þjóðfélagsstöðu foreldra stjóma ákvörðunum sínum varðandi hugsanlega greiningu þessa sjúkdóms. MEÐFERÐ Meðferð er í grófum dráttum tvenns konar. í fyrsta lagi gegn HIV og í öðru lagi gegn fylgikvillum HIV sýkingarinnar. Vænlegast gegn veirunni sjálfri er lyfjameðferð með zidovudine (AZT). AZT er núkleósíð efnasamband, sem hindrar starfsemi hvatans »reverse transscriptase« og stöðvar þannig fjölgun veirunnar (42). Rannsóknir á bömum með alnæmi hafa sýnt að AZT bætir klínískt ástand þeirra, einkum bama með vanþrif, afturför í þroska og almenna vanlíðan (43). Hins vegar er bati þessi ekki varanlegur auk þess sem aukaverkanir af AZT em mjög algengar (44). Áætlað er að hefja rannsóknir á notkun AZT hjá HIV sýktum vanfærum konum og hjá nýburum þeirra til að reyna að koma í veg fyrir alnæmi síðar meir. Rannsóknir standa nú yfir á gildi annarra núkleósíð efnasambanda þar á meðal ddl (dideoxyinosine) og ddC (dideoxycytidine) til að ráða niðurlögum veirunnar (42). Önnur lyf t.d. CD4 bindirofi (blokkari) sem hindrar bindingu veirunnar við CD4 viðtaka á frumuyfirborði hafa ekki verið reynd enn hjá bömum. Þar sem ekkert lyf hefur eitt og sér getað ráðið niðurlögum veirunnar eru vonir bundnar við að tvö eða fleiri lyf gefin sameiginlega muni gefa betri árangur. Rannsóknir standa nú yfir á slíkri meðferð bæði hjá bömum og fullorðnum. Bólusetning gegn HIV hefur valdið vonbrigðum í dýratilraunum og á langt í land með ná útbreiðslu í meðferðarskyni (45).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.