Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 6
326 LÆKNABLAÐIÐ sem ekki hafði stundað búskap, voru gerðar með því að reikna áhættuhlutfall samkvæmt kí-kvaðrat prófi. NIÐURSTÖÐUR Athugaðar voru lungnamyndir 852 sjúklinga og reyndust 233 uppfylla fyrrgreinda skilgreiningu um lungnaþembu. Aflað var upplýsinga um reykingasögu hjá öllum sjúklingum en hjá fimm þeirra voru upplýsingar um öndunarpróf ófullnægjandi og verða þeir því ekki taldir með í niðurstöðum. Þannig töldust 228 sjúklingar hafa lungnaþembu og sýnir tafla 1 hvemig þeir skiptast eftir atvinnusögu, reykingasögu, kyni, aldri og niðurstöðum úr blástursprófum. Niðurstöðutölur blástursprófa og TLC em skráðar sem hundraðstala af meðaltali raungilda hópanna á móti áætluðu meðaltali fyrir hvem hóp fyrir sig. Auk þess er skráð meðaltalið af hlutfallinu FEVl/FVC fyrir hvem hóp. í töflu 2 má sjá hvemig hópurinn skiptist eftir búskaparsögu. Bændur og þeir er stundað höfðu búskap um einhvem tíma reyndust vera 69, en fólk er aldrei hafði stundað búskap var í meirihluta eða 159. Tafla 3 sýnir skiptingu hópsins eftir reykingasögu, 39 höfðu aldrei reykt en 189 reyktu eða höfðu reykt. Töflur 4 og 5 sýna niðurstöður blástursprófa hjá annarsvegar þeim er hafa stundað búskap og hinsvegar þeim er aldrei hafa stundað búskap. í töflu 2 kemur fram að meðal þeirra er hafa stundað búskap hafa 58% sögu um reykingar en 94% þeirra sem aldrei vom við búskap (P >0.001). Ekki er sjáanlegur marktækur munur á blástursprófum eða TLC mælingum þessara hópa. TLC mælingar vom gerðar hjá 220 manns og vom í öllum tilfellum nema níu á bilinu 100-150% miðað við viðmiðunargildi. Ýmsar ástæður gætu valdið því að TLC var lægra en viðmiðunargildi, þrátt fyrir að þessir sjúklingar hefðu lungnaþembu. Einn sjúklingur til dæmis var með háa þindarstöðu hægra megin sem olli því að mælt TLC gildi var 8% lægra en viðmiðunargildi, og annar sjúklingur var með brjósthimnubreytingar sem líklega ollu 5% lægra gildi en viðmiðunargildi. I töflu 1 er sýndur fjöldi þeirra sem aldrei hafa reykt, og fjölda reykingamanna og þeirra sem hætt hafa að reykja skipt niður eftir því hvort þeir hafa stundað búskap eða ekki. Ahættuhlutfallið fyrir þá sem aldrei hafa reykt en stundað búskap er 10,8 miðað við þá sem hvorki hafa reykt né stundað búskap. Neðri öryggismörkin á áhættuhlutfallinu eru 5,3 og efri öryggismörkin 22,0, og niðurstöður tölfræðilega marktækar á 0,1% stigi. Með öðrum orðum: Þeir sem hafa stundað búskap og aldrei reykt eru í nær ellefu sinnum meiri hættu að fá röntgeneinkenni um lungnaþembu en þeir sem ekki hafa stundað búskap og aldrei reykt. UMRÆÐA Vífilsstaðaspítali tekur við sjúklingum hvaðanæva af landinu. I þessum hópi höfðu 30,3% stundað búskap. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði bænda starfa um 8500 manns beint við kvikfjárrækt. Miðað við þær tölur er ljóst að óvenjulega hátt hlutfall sjúklinganna er fólk sem hefur stundað búskap. Einnig er athyglisvert að meðal þess hluta rannsóknarhópsins sem stundað hefur búskap er reykingatíðnin einungis 58% miðað við 94% hjá hinum sem ekki hafa stundað búskap. Samkvæmt niðurstöðum Hjartavemdar á reykingavenjum íslenskra karla og kvenna á árunum 1968-1976 var reykingatíðni karla á aldrinum 41-61 ára á bilinu 46,0- 70,9% og meðal kvenna á aldrinum 34-61 árs á bilinu 37,1-47,2% og fór reykingatíðni almennt minnkandi með aldri (4,5). í þeirri rannsókn ná gögn þó fyrst og fremst yfir íbúa á Reykjavíkursvæðinu, sem reikna má með að lítið hafi stundað búskap. Virðist því sem sjúklingar með röntgeneinkenni um lungnaþembu séu að stærstum hluta reykingafólk. Einnig kemur í ljós að fólk sem hefur stundað búskap hefur miklu lægri reykingatíðni en hinir. Er því ljóst, að meðal sjúklinga með röntgeneinkenni um lungnaþembu sem leggjast inn á Vífilsstaðaspítala er ekki eingöngu reykingafólk, heldur einnig fólk er hefur stundað búskap og hefur mun lægri reykingatíðni. Þessar niðurstöður benda til þess að bændur fái röntgeneinkenni um lungnaþembu án þess að reykja og styður tvennt þessa niðurstöðu. Annarsvegar óeðlilega hátt hlutfall bænda í þessum hópi og hinsvegar að tíðni reykinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.