Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 42
360
LÆKNABLAÐIÐ
sagt koma oft fyrir, en kemur einhvem tímann
fyrir (þ.e. stundum eða sjaldan) hjá 20% bama
fyrir sex ára aldur.
Martröð og draumar. Ekkert bam er sagt
fá martröð oft, 3% stundum en 18% bama
fá sjaldan martröð. Af unglingahópnum
svömðu 1,3% að þá dreymdi oft illa, en
19,4% stundum. Unglingar voru spurðir hvort
þeir myndu drauma sína og reyndust 21,7%
muna þá oft en 49,9% stundum. Þetta er
svipað hlutfall og hjá fullorðnum (8).
Annað. Kannað var hvort myndbandanotkun
tengdist svefnháttum. Þegar tillit hefur verið
tekið til aldurs sést ekki marktækur munur á
svefnmálum, óværð eða rismálum í hópnum
sem horfir oft á myndbönd miðað við aðra.
Spurt var hversu algengt væri að böm svæfu
ein í herbergi og reyndist 22,3% bama eins til
fimm ára sofa ein, 67,0% bama 6-12 ára og
79,9% unglinga 13-20 ára. Tafla II sýnir tíðni
nokkurra svefnláta (parasomnias) hjá bömum
á aldrinum 1-12 ára.
UMRÆÐA
Könnun þessi var að því leyti sérstök, að
svefntíminn var kannaður með svefnskrá og
þannig fengust upplýsingar sem ekki liggja
á lausu í öðmm könnunum, en vitneskja
um meðallengd og dreifingu svefntíma eru
mikilvægar gmndvallampplýsingar við mat á
svefnvandamálum bama. Þessi könnun hefur
það fram yfir flestar erlendar kannanir, að
úrtakið sýnir svefntíma bama heillar þjóðar,
en ekki einstakra hópa eins og til dæmis
bama í tilteknum skóla, og að svefntíminn er
mældur með svefnskrá í stað þess að styðjast
eingöngu við spumingalista.
í könnun sem þessari er erfitt að meta hversu
réttar upplýsingamar em. Ekki er víst að
foreldrar viti alltaf um svefnhætti bama
sinna, né að þeir segi rétt frá. I rannsókn
erlendis hefur komið í ljós að í könnunum
gefa foreldrar upp minni svefntmflanir en eru
fyrir hendi (9) vegna þess að þeir vakna ekki
ávallt til bama sinna, og ekki er ólíklegt að
þessi ónákvæmni aukist eftir því sem bamið
eldist.
Það verður að teljast athyglisvert að svefntími
skuli vera svo línulega háður aldri sem fram
kemur. Að sjálfsögðu gildir þetta samband
ekki nákvæmlega fyrir yngstu og elstu
Tafla II. Taflan sýnir hlutfall tíðni nokkurra svefnláta
(parasomnias) hjá bömum á aldrinum 1-12 ára.
Aldrei Sjaldan Stundum Oft
Sefur mjög þungt 52,7 31,0 11,8 4,1
Hrýtur 69,8 18,4 10,4 1,1
Gnístir tönnum 76,3 13,7 8,4 1,6
Talar upp úr svefni... 35,8 37,9 20,0 6,3
Fær martraðir 78,6 18,6 2,7 0,0
Gengur í svefni 91,4 5,0 3,4 0,2
Rekur upp skerandi óp 90,7 6,8 2,3 0,2
aldurshópana og má fá lítið eitt betri fylgni
með því að lýsa svefntímanum með annarrar
gráðu jöfnu (R2=0,757), en lógariþmískt
fall lýsir þessum breytingum ekki eins vel,
(R2=0,640).
Af mynd 1 má leiða þá þumalfingurreglu
um svefntíma bama, að nærri láti að
meðalsvefntími eins árs bams sé 12
klukkustundir og síðan styttist svefntíminn
um stundarfjórðung fyrir hvert æviár. Tvö
staðalfrávik frá þessum gildum eru síðan um
ein og hálf klukkustund í þessari könnun.
Samanburður við erlendar rannsóknir (10)
sýnir að íslenskum bömum svipar til annarra
bama hvað svefnvenjur varðar, þó er þar
nokkur munur á. Klackenberg sem birt hefur
könnun á svefnvenjum bama í Solna, sem
er hverfi í Stokkhólmi, fær nokkm lengri
svefntíma hjá yngri bömunum (2). Eins
árs böm sofa þar 770 mínútur eða um 40
mínútum lengur en við finnum hér. Hallatala
aðfallslínunnar er 15,6 mínútur á ári, þannig
að munurinn á svefntíma er minni í eldri
aldurshópunum. Þessi könnun er gerð með
spumingalistum og kann því að vera að munur
á aðferðum skýri þennan mun. I könnun á
svefntíma svissneskra bama sem Gass og
Strauch (5) gerðu reyndist meðalsvefntími
11 ára bama vera 613 mínútur samanborið við
576 mínútur í okkar könnun, eða 37 mínútum
lengri. Hins vegar er munur á svefnmálum
mest sláandi, því að 11 ára svissnesk böm
sofna að meðaltali klukkan 20:41 meðan
íslensk böm á sama aldri sofna klukkan 23:33.
Því miður er erfitt að fá sambærilegar tölur
til viðmiðunar úr öðrum rannsóknum en flest
bendir til að íslensk böm skeri sig mjög úr
að því er sein svefnmál varðar. Þetta er í
samræmi við það að svefnmál íslendinga
almennt virðast vera seinni en gerist meðal
annarra þjóða (8).