Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 351-5 351 Alexander Kr. Smárason 1), Reynir Tómas Geirsson 1), Jón Hjaltalín Ólafsson 2), Ólafur Steingrímsson 3) ÁRANGUR KEMBILEITAR AÐ SÁRASÓTT í ÞUNGUN ÚTDRÁTTUR Sárasóttarsýking á meðgöngu getur valdið fósturlátum, andvana fæðingum og meðfæddri sárasótt, með alvarlegum afleiðingum fyrir bamið. Koma má í veg fyrir slíkt með greiningu og meðferð snemma á meðgöngu. Á Islandi hefur lengi verið leitað að sárasótt við fyrstu mæðraskoðun. Ef meta á hagkvæmni þessarar kembileitar er nauðsyn að vita hversu margar þungaðar konur finnast með áður óþekkta sárasótt. Á árunum 1979-1987 reyndist VDRL jákvætt í 98 meðgöngum. Þar af greindust þrjár konur (ein aðflutt) með áður óþekkta sárasótt. Þær voru einkennalausar, fengu meðferð og fæddu heilbrigð böm. Reiknuð tíðni nýgreindrar sárasóttar á meðgöngu var 7,9/100.000 fæðingar. í fimm meðgöngum voru blóðvatnspróf jákvæð en smit var áður þekkt. Ekki var samband milli jákvæðni VDRL prófs og fyrri meðgöngusögu eða aldurs. Samkvæmt upplýsingum frá bamadeildum landsins og Landlæknisembættinu fæddist ekkert bam með meðfædda sárasótt á þessum níu árum. Þetta bendir til þess að kembileit að sárasótt í þungun sé árangursrík. INNGANGUR Meðfædd sárasótt er alvarlegur sjúkdómur sem koma má í veg fyrir með forvömum. Fóstur getur sýkst hvenær sem er á meðgöngu og á öllum stigum sjúkdóms hjá móður (1). Líkur á að fóstur sýkist eru um 100% ef Frá kvennadeild Landspítalans 1), húö- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur 2), sýklarannsóknadeild Landspitalans 3). Lykilorö: Congenital Syphilis, Prenatal Diagnosis, Serodiagnosis of Syphilis, Infectious Pregnancy Complications. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Alexander Kr. Smárason. móðir er með sýkingu á frumstigi, 90% á öðm stigi og 30% á leyndu (latent) stigi (2). Síðkomin fósturlát, andvana fæðingar og fyrirburafæðingar eru vel þekktar í sárasótt. Hins vegar er umdeilt hvort sárasótt valdi fósturlátum snemma á meðgöngu. Einkenni meðfæddrar sárasóttar eru fjölbreytileg vegna þess að sýkillinn berst yfir fylgju og getur sýkt hvaða líffæri fóstursins sem er. Bam getur haft lífshættulega sýkingu við fæðingu eða verið einkennalaust með jákvæð blóðpróf. Stundum líða mörg ár þar til einkenna verður vart, en bömin verða oft fjölfötluð. Ef sárasótt finnst hjá móður á fyrstu mánuðum meðgöngunnar og hún fær viðeigandi meðferð, em líkur á fósturskemmdum hinsvegar litlar. Þó sárasótt hafi verið lítið vandamál í hinum vestræna heimi á síðari árum, er hún enn stórt vandamál í vanþróuðum ríkjum og einu nágrannalanda okkar (3,4). Á íslandi hefur verið gerð kembileit að sárasótt hjá blóðgjöfum og þunguðum konum við fyrstu mæðraskoðun, en fáar þungaðar konur með sárasótt hafa fundist. Spurt hefur verið hvort kembileit í þungun sé arðbær og hvort henni skuli hætt í spamaðarskyni. Því var ákveðið að kanna árangur kembileitar að sárasótt hjá þunguðum konum á árunum 1979- 1987. Miðað var við tímann eftir að byrjað var að gera VDRL próf á íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á níu ára tímabili, 1979-87, voru gerð blóðvatnspróf á öllum þunguðum konum á Islandi á sýklarannsóknadeild Landspítalans. Frá 1979 hefur VDRL próf, (Venereal Disease Research Laboratory próf, Behringerwerke, Vestur-Þýskaland - metið frá (+) til ++++), verið gert á öllum sýnum til skimunar fyrir sárasótt. Fyrir þann tíma voru próf kennd við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.