Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 48
366 LÆKNABLAÐIÐ sig í anatómíu, alla vega gat hann ekki unað þessu og sagði upp og fór út og þá stóðu þeir uppi án þess að hafa kennara í faginu. Það fer enginn læknir að fullnuma sig í svona fagi þar sem aðeins ein einasta staða er til. Með slíku setur hann sig meira eða minna út úr almennum praxís, þetta er það sérhæft. - Og þá hafa þeir leitað til þín ? Deildarforseti skrifaði mér og spurði hvort ég vildi taka anatómíukennsluna að mér og þeir myndu kosta námið, því framhaldsnám eða undirbúningsnám hafði ég ekkert undir þetta. Að vísu var ég sæmilega undirbúinn undir fýsíólógíuna, því að ég tók sérstök verkefni meðan ég var að undirbúa mig undir medisín, klínísk verkefni varðandi rauðu blóðkomin og basófílu punkteringuna. - Fékkstu við rannsóknir meðan þú varst í sérnámi í medisín ? Já, á meðan ég var á lyflæknisdeildinni á Bispebjerg spítalanum hjá Meulengracht, var hann í rannsóknunum á anemia pemiciosa og ventriculini sem heitir nú intrinsic factor. Þeir unnu preparat úr magaslímhúð úr svínum. - Var það notað til lækninga ? Já, að vísu þoldu efnin ekki þurrkun, urðu óvirk í miklum hita. Og eitt af því sem Meulengracht gerði var að prófa þessi óvirku preparöt og athuga hvað gera þyifti til að fá þau virk. Til þess að fá nothæfa slímhúð úr fólki varð að punktera rétt eftir andlát og sprauta formalíni í magann til að stöðva breytingar, sem verða fljótt í maganum eftir andlát. Ég man að þama kom inflúensuepídemí og margir létust. Þannig komst ég bæði inn í þetta rannsóknarverkefni og tók upp rannsóknir á basófflu punkteringu á rauðu blóðkomunum í sambandi við blýeitranir, en þó nokkuð var um, að tekið væri inn sölverglöd (blýildi), sérstaklega í aborttilfellum. - Var það þessi rannsóknavinna þín, sem vakti athygli læknadeildar á þér ? Ég veit það ekki, ég veit ekki hvort ég á að skýra nánar frá þessu. Ég hringdi náttúrlega í Láms. Ég þekkti hann frá því hann var í Höfn áður en hann kom heim. Ég gerði það til þess að vita hvort það væri ömggt, að hann ætlaði Mynd 3. Mælar til mælinga á sykri og hvítu (prótínum) í þvagi, notaðir í Laugarnesspítala frá stofnun hans. Til hægri er hvítumælirinn, út í ákveðið magn af þvagi var bætt tilteknu magni af sulfosalisylsýru og botnfallið síðan metið. (Safnnr.: NS-384) Til vinstri er sykurmælirinn, ger var notað til gerjunar á þvagsykrinum og rúmmál kvoltvísýringsins sem myndaðist mælt í lokaða armi glassins. (Safnnr.: NS-386). ekki að koma aftur því ég vildi heyra það frá honum sjálfum. Hann sagðist ekki koma aftur, heldur vilja reyna að fá stöðu úti, en hann var búinn að vinna meðal annars í Höfn. Þar fékk hann líka aðstöðu til þess að sinna nevrópaþólógískum rannsóknum. Um þetta leyti var stofnaður háskóli í Árósum og hann varð fyrsti prófessorinn í anatómíu þar. - Þú hefur sem sagt látið slag standa og tekið tilboðinu ? Ég hafði meiri áhuga á rannsóknum heldur en að vera í praxís. Ég fór fyrst til Þýskalands til Miinchen í háskólann, þar sem Lárus hafði verið og var ég fyrst og fremst í anatómíu. Skólinn var góður, í honum var ágætur svissneskur prófessor, Vogt, sem hafði sérstakan áhuga á fósturfræði, einkum þróun líffæra. Hann var nokkum veginn á sama sviði og Spemann, sem fékk Nóbelsverðlaun 1935. Þeir gerðu alveg sömu experímentin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.