Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 22
340 LÆKNABLAÐIÐ hendi þau verkefni, sem hann tekur að sér. Til að árétta mikilvægi þessa er í 1. mgr. 9. gr. læknalaganna nr. 53 frá 19. maí 1988 kveðið á um að lækni beri að sinna störfum sínum af árvekni og trúmennsku, halda við þekkingu sinni og fara nákvæmlega eftir henni. Þá er ennfremur brýnt að læknir framkvæmi það í störfum sínum, sem einungis teljist vera læknisfræðilega rétt og forsvaranlegt. Sé út af því brugðið kann það að stafa af gáleysi, sem metið verði sem saknæm háttsemi og getur leitt til skaðabótaskyldu, ef tjón hefur hlotist af (4). Skal nú drepið á fáein lögfræðileg sjónarmið, sem þannig kunna að koma upp í læknisstörfum. II. 2. Rannsóknir Þegar um er að ræða rannsóknir á sjúklingi er talið eðlilegt að gera tiltölulega strangar kröfur til árvekni hjá lækni, þannig að hann framkvæmi eins ítarlegar rannsóknir og kostur er, leiti aðstoðar sérfræðimenntaðra starfsbræðra sinna sé þess þörf og noti nauðsynleg rannsóknatæki. Engu að síður verður að gæta þess að rannsóknir valdi ekki óþarfa fjárútlátum, hvorki hjá sjúklingi né öðrum, sem greiða skulu lækniskostnað. Hér má geta um fáeina norska dóma. I fyrsta lagi eru tveir dómar þar sem læknar voru dæmdir bótaskyldir fyrir að hafa vanrækt að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir. 1 dómi frá 1938 (RG 1938, 717) var læknir dæmdur bótaskyldur fyrir að sjúklingur með flís í auga var ekki rannsakaður með röntgentækjum. Að þessari niðurstöðu var komist eftir að sérfróðir meðdómendur höfðu talið að læknirinn hefði átt að framkvæma slíka rannsókn. I dómi frá 1981 (RG 1981, 655) var læknir sömuleiðis dæmdur bótaskyldur. Upphandleggur á 10 ára dreng hafði brotnað, en vegna ónógrar rannsóknar leiddu meiðslin til varanlegrar örorku, þar sem ekki hafði verið hugað að því að slagæð hafði einnig skaddast. í tveimur öðrum dómum var spuming um forsvaranlegar rannsóknaaðferðir. í fyrri dóminum (Rt. 1981, 728) voru málsatvik þau, að 11 ára drengur varð fyrir taugaskaða, er hann gekkst undir rannsókn á sogæðakerfi. Við rannsóknina hafði verið beitt staðdeyfingu en ekki svæfingu. 1 dómi Hæstaréttar Noregs var deyfingaraðferð sú sem notuð var ekki talin óforsvaranleg og læknir því sýknaður af skaðabótakröfum. Þá er rétt að nefna einn dóm frá árinu 1980 (Oslo byrett 18.12.1980). Við athugun á lungum sjúklings var beitt nálarstunguaðferð, sem leiddi til þess að sjúklingurinn lamaðist fyrir neðan brjóst. Þessi aðferð var mikið notuð og ekki talin hafa mikla hættu í för með sér. Hún var því talin forsvaranleg og skaðabótakrafa því ekki viðurkennd. II. 3. Sjúkdómsgreining Þegar rannsókn er lokið er komið að því að sjúkdómsgreina sjúkling. Þá kunna að koma upp lagaleg vandamál einkum varðandi ábyrgð vegna rangrar sjúkdómsgreiningar. Við mat á sök kann að vera nauðsynlegt að svara þeirri spumingu hvemig hefði gegn og skynsamur læknir sjúkdómsgreint viðkomandi sjúkling miðað við þær upplýsingar um sjúkdómsástand sem fyrir hendi eru og eðlilegt er að afla. í þessu sambandi má nefna íslenskan Hæstaréttardóm frá árinu 1983 (Hrd. 1983, 44). Kona leitaði til slysadeiidar Borgarspítalans 23. febrúar 1972 vegna þrauta í fingrum vinstri handar. Læknir, sem skoðaði hana, taldi hana vera með ígerð í löngutöng vegna flísar. Stungið var í fingurinn, en einungis kom út blóð. Samkvæmt sjúkraskrá var henni sagt að koma aftur til skoðunar 25. febrúar. Það gerði hún ekki, en kvaðst vera viðþolslaus í hendinni eftir aðgerðina á slysadeild. Leitaði hún af þeim sökum til lækna á hverjum degi uns hún var lögð inn á Landspítalann 28. febrúar. Þar kom í Ijós blóðrásartruflun í aðalslagæð vinstri handlims og af því hlaust varanlegt drep í fremstu kjúkum fjögurra fingra vinstri handar. Konan krafði borgarsjóð Reykjavíkur um skaðabætur vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu á slysadeild. Ekki þótti sannað, að konan hefði haft greinileg einkenni, sem bentu til þess sjúkdóms er raunverulega þjáði hana. Ekki var heldur talið að sjúkdómurinn hefði fundist þótt röntgenmynd hefði verið tekin. Þá var heldur ekki álitið að læknismeðferð, sem konan hlaut á Borgarspítalanum, hefði haft skaðleg áhrif, enda var lagt til grundvallar að hún átti að koma til eftirlits tveimur dögum síðar. Borgarsjóður var því sýknaður. II. 4. Val á lœknismeðferð - samþykki Þegar læknir stendur frammi fyrir því að velja meðferð fyrir sjúkling verður hann að velja þá meðferð, sem sjúklingi er fyrir bestu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.