Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 34
352 LÆKNABLAÐIÐ Kahn og Meinicke notuð til skimunar og vom þau gerð til frekari stuðnings fram til 1982, ef VDRL var jákvætt. Ef skimpróf var jákvætt var gert sértækt próf fyrir Treponema pallidum sýkingu. Ef slíkt próf reyndist neikvætt var talað um falskt jákvætt skimpróf fyrir sárasótt. Árið 1982 var farið að gera sértækt próf á rannsóknastofunni; FTA-abs próf, (Fluorescent Treponemal Antibody absorbed próf, Difco, Bandaríkin). Fyrir þann tíma voru sýni send í TPI próf, (Treponema Pallidum Immobilisation próf, Statens Semm Institut, Kaupmannahöfn), ef framangreind próf vöktu gmn um sárasótt. Þetta var einnig gert eftir 1982 til staðfestingar á jákvæðu FTA-abs prófi. Mæðraskrár kvenna með jákvæð VDRL svör vom athugaðar með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknastofunnar. Skráð var hvort sárasótt hafði greinst og þá hvort smit var nýtt eða gamalt samkvæmt sögu og fyrri prófum. Einnig var athugaður aldur kvennanna, þjóðemi, sérstök veikindi, fjöldi fyrri þungana og fósturláta, afdrif þungunar og ástand bams við brottför af fæðingadeild. Kannað var hvort meðfædd sárasótt hefði greinst á sjúkrahúsum þar sem bamadeildir starfa (samkvæmt sjúkdómaskrám á Landspítala og Landakotsspítala og umsögnum lækna á þeim sjúkrahúsum og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri) eða hvort slík tilfelli vom tilkynnt landlækni á þessum árum (umsögn Landlæknisembættisins). Oparað Student’s t-próf var notað til að athuga hvort munur væri milli kvenna með mismunandi sterkt jákvætt VDRL próf með tilliti til aldurs, fyrri fæðinga eða fósturláta. Athugunin var samþykkt af siðanefnd læknaráðs Landspítalans. NIÐURSTÖÐUR VDRL var jákvætt í 98 meðgöngum hjá 87 konum. í fimm tilvikum til viðbótar var líklega um þungun að ræða en engar frekari upplýsingar fundust og viðkomandi konur áttu ekki böm á þessum tíma. I þremur meðgöngum fundust ekki mæðraskrár en vitað var að FTA-abs próf voru neikvæð. Þrjár konur greindust með sárasótt sem svarar til tíðninnar 7,9/100.000 fæðingar (fæðingar á tímabilinu voru 37.792). Ein af þessum konum (VDRL+++,FTA+ og TPI+) var erlend og hafði flust til landsins frá heimshluta þar sem T. carateum (pinta) og T. pertenue (yaws) finnast (slíkar sýkingar geta valdið jákvæðum sárasóttarprófum). Hinar tvær voru íslenskar: Önnur 24 ára (VDRL (+), FTA+ og TPI+) sem var VDRL neikvæð í tveimur fyrri meðgöngum og hin var 37 ára kona í fyrstu meðgöngu (VDRL++++, Meinicke (+) og TPI+). Allar þessar konur voru einkennalausar og fengu sýklalyfjameðferð. Bömin höfðu ekki merki um sárasótt við fæðingu. Til viðbótar við þær þrjár konur sem vom með nýgreint smit fengu þrjár aðrar sýklalyfjameðferð: Tvær konur fengu meðferð til öryggis áður en frekari próf sýndu að VDRL var í raun falskt jákvætt. Sú þriðja fékk sýklalyf enda þótt hún hefði áður fengið meðferð (VDRL++, Kahn neikvætt og TPI+++). I fimm meðgöngum (þrjár konur) voru skimprófin jákvæð en smit var áður þekkt. í 87 meðgöngum (79 konur) var VDRL metið falskt jákvætt. í átta meðgöngum, áður en farið var að gera FTA hérlendis, voru VDRL próf metin falskt jákvæð, án þess að gerð væru sértæk próf. Þau virðast hafa verið metin þannig með hliðsjón af neikvæðum Meinicke og Kahn prófum og/eða neikvæðu VDRL prófi við endurtekningu. í meðgöngum með falskt jákvæð próf enduðu sex meðgöngur á fósturláti þar af tvö við 21 - 22 vikur. Eitt bam var fætt andvana á 26. viku af móður með meðgöngueitrun. Þrjú böm fæddust vaxtarseinkuð, þar af tvö fyrir tímann og lést annað þeirra. Mæður beggja voru með rauða úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE) og anticardiolipin mótefni í blóði. Ein kona hafði rauðalosblóðleysi (autoimmune hemolytic anemia). Þannig var saga um sjálfsofnæmissjúkdóma í fimm af 87 falskt jákvæðum meðgöngum. Meðalaldur kvenna með falskt jákvætt VDRL próf var 26,6 ár, 26% höfðu áður látið fóstri (0,42 fósturlát á hverja konu að meðaltali), 41% voru frumbyrjur og 25% áttu eitt bam. Konumar áttu að meðaltali 1,1 bam. Ekki var marktækur munur milli hópa með tiltekna niðurstöðu í VDRL prófi með tilliti til aldurs, fyrri fæðinga eða fósturláta (sjá töflu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.