Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 367 á froskaeggjum, en Vogt var óheppinn, því hann skar burtu dorsala eða bakhlutann úr gastrúlunni og implanteraði honum á aðra gastrúlu. Vogt implanteraði dorsalt en Spemann hafði implanterað honum ventralt og það gerði gæfumuninn því dorsala frumuvörin yfirgnæfði implantið, en ventralt náði það því ekki svo þar kom nýtt fóstur, ný organisation. Það er oft tilviljun sem ræður, annars var Vogt kominn langt með sínar tilraunir. Hann hafði implanterað litarefni, sem litaði frumumar og séð hvemig hægt var að fylgjast með hvar þær lentu. Hann var mjög kunnur maður. - Var hann að fást við þessar rannsóknir meðan þú varst þarna ? Já, hann var með ágætar myndir af salamöndru fóstri, sem vom teknar með vissu millibili, allan sólarhringinn með Zeitraffer vél. Þetta var andskoti illústratívt. - Hve lengi varstu þarna ? Eg var þama í ár og svo fór ég til Hafnar og var þar á fýsíólógísku institúti hjá Lundsgaard, sem hafði tekið við af Henriques. Hann fékk reyndar marga heiðursprísa. - Þú hefur verið hjá mikils metnum verðlaunahöfum. Þeir urðu það við kynnin af mér, segir Jón og hlær við. Nei, Lundsgaard var í vöðvafýsíólógíu í sambandi við mjólkursýmframleiðsluna, vann við ensím sem tengdust energí metabólisma vöðvanna. - Tókst þú þátt í þessari vinnu ? Nei, rannsóknunum var lokið. Ég var aðallega við rannsóknir á permeabíliteti rauðra blóðkoma. - Varstu á launum frá Háskólanum í þessari námsferð ? Ég fékk styrk úr sjóði Guðmundar heitins Magnússonar og Katrínar konu hans. Guðmundur dó 1924 og þá vom hjónin búin að ákveða, að eigur þeirra rynnu í sjóð til að styrkja tilvonandi kennara í læknisfræði. Á þessum tíma var þetta ágætur sjóður og gat kostað fleiri en einn í einu, því Kristinn Stefánsson fékk styrk úr sjóðnum líka og vorum við báðir á sama tíma erlendis. Maður lifði ekki neinu lúxuslífi, en með skynsemi var vel hægt að lifa á styrknum og ég hafði ekki annað en hann. - Var afkoman betri en meðan þú varst í þínu fyrra sérnámi ? Það var náttúrlega öðruvísi og betra og maður sá um sig sjálfur. Dansk-islandsk fond greiddi nokkmm íslenskum kandídötum laun meðan þeir voru í sémámi í Danmörku. Þetta vom ekki mikil laun, en menn höfðu aðstöðu á spítalanum og gátu borðað þar, að minnsta kosti vakthafandi kandídatinn. En ég hafði knappan tíma til undirbúnings, tæp tvö ár. Ég fór í lok árs 1935 og hafði ekki nema árið 1936, fór svo heim rétt eftir áramótin 1937. Sumarið 1937 fór ég stuttan tíma til Edinborgar og London, var á fýsíólógíu deildum, meira til að kynnast fyrirkomulagi en að vinna. Þetta vom ekki nema tveir mánuðir á hvorum stað. - Komstu síðan og tókst við kennslu í febrúar 1937 ? Bíðum við, ég tek ekki við fyrr en í febrúar. Þáverandi kennslumálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, vildi endilega fá Lárus aftur heim og vildi þess vegna bara setja mig í starfið, en ég sagði nei. Það kom náttúrlega ekki til mála að Láms kæmi aftur, enda hefði ég aldrei farið út, ef það hefði staðið til. En þetta var allt pólitík. Dungal var deildarforseti og hann og ráðherrann áttu í deilum, svo þetta var ekki mjög þægileg aðkoma. - Það hefur tafið fyrir að þú tækir við starfi ? Þetta varð til þess að ég tók ekki við um áramótin, heldur var skipaður í febrúar, þegar ég byrjaði að kenna. Ég veit ekki hvort maður á að vera að rifja þetta upp. - Það er gaman að heyra hvernig pólitíkin var í þá daga. Hún var ekkert frábmgðin því sem nú er. - En byrjaðir þú strax á því að byggja upp rannsóknaaðstöðu ? Já, ég gerði það eiginlega alveg strax. Þegar ég tók við í febrúar 1937, þá fékk ég rannsóknaaðstöðu. Eina aðstaðan var í húsi Halldórs Friðrikssonar, í húsi Liknar við hliðina á Alþingishúsinu. Það er komið upp í Árbæjarsafn núna. Þar hafði áður verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.