Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 339-43 339 Valgeir Pálsson, héraösdómslögmaöur Bótaábyrgð lækna I. Aðfararorð A síðari árum hefur færst í vöxt að sjúklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mistaka lækna í störfum sínum, hafi krafist skaðabóta vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Astæður slíkrar fjölgunar kunna að vera margvíslegar, en á meðal lögfræðinga hafa eftirtaldar ástæður meðal annars verið nefndar: 1. Aukin velmegun fólks og kröfur um heilbrigt líf. 2. Læknisfræðileg þekking almennings hefur aukist, þannig að hann gerir sér betur grein fyrir því nú en áður hvort heilsutjón verði rakið til sjúklegra ástæðna eða mistaka læknis. 3. Fólk á auðveldara með að sækja rétt sinn en áður var meðal annars fyrir dómstólum. 4. Samskipti læknis og sjúklings eru ef til vill ekki eins persónuleg og náin og áður í fámennu samfélagi fyrri tíma. Þannig kann það að vera minna mál fyrir sjúkling í dag að krefja lækni um skaðabætur, sem aðeins einu sinni hefur haft afskipti af sjúklingnum heldur en þegar sjúklingur hyggst sækja til saka lækni, sem er hans eini læknir og sjúklingur á allt sitt undir honum í bráð og lengd (1). Þegar afstaða er tekin til bótaábyrgðar læknis þá er það meginregla að skaðabótaskylda læknis hvílir á sömu réttarreglum og almennt gilda í hinu daglega lífi. Það eru ólögfestar reglur, sem fyrst og fremst hafa verið skapaðar með dómsúrlausnum í tímans rás. Þótt reglur þessar séu um margt skýrar og hafi náð öruggri fótfestu í réttarkerfinu þá hafa þær aðallega mótast af þeim tilvikum sem komið hafa til úrlausnar hjá dómstólum og þeim réttarvenjum sem skapast hafa við úrlausn hliðstæðra tilvika. En að því marki sem dómsúrlausnum eða öðrum réttarheimildum Erindi flutt í Norræna húsinu 17. nóvember 1989 er ekki til að dreifa kunna réttarreglur að vera óskýrar. A það ekki síst við um ýmis atriði varðandi bótaábyrgð lækna þar sem dómsúrlausnir, að minnsta kosti hérlendis, eru tiltölulega fáar. II. Bótaábyrgð samkvæmt sakarreglunni II. 1. Inngangur Sú ólögfesta réttarregla, sem bótaábyrgð lækna og annarra er einkum reist á, er á meðal lögfræðinga nefnd almenna skaðabótareglan (2). Hún er einnig oft nefnd sakarreglan, þar sem helsta inntak hennar er að bótaskylda þess, sem valdið hefur tjóni, verður að byggjast á sök hans. En víkjum nánar að því sem í almennu skaðabótareglunni felst. Af innlendum fræðimönnum hefur efni eða inntak reglunnar verið orðað þannig: »Maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni, sem hann veldur með saknæmum (þ.e. af ásetningi eða gáleysi) og ólögmætum hætti, enda sé tjóni sennileg afieiðing af hegðun hans og raski hagsmunum, sem vemdaðir eru með skaðabótareglum (3)«. Hér þarf ýmislegt frekari útskýringa við og þá einkanlega með tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna sem eiga við í störfum lækna. Það sem fyrst ber að víkja að, er hvað átt sé við með saknæmri háttsemi. Þá er átt við hina hugrænu afstöðu læknis til verknaðarins, sem tjóni olli, það er hvort tjóni hefur verið valdið með ásetningi eða gáleysi. Eg tel óþarfa að eyða orðum að afleiðingum þess, ef læknir bakar sjúklingi sínum tjóni af ásetningi, enda er tæpast um slík tilvik að ræða. Þegar meta þarf hins vegar sök vegna gáleysis má miða við hvað eðlilegt og forsvaranlegt hefði verið að góður og gegn læknir hefði gert samkvæmt þeirri þekkingu og viðhorfum, sem ætlast má til að hann búi yfir og tileinki sér í störfum sínum. Með hliðsjón af þessu er mikilvægt atriði að læknir búi yfir þeirri þekkingu og fæmi í starfi, sem nauðsynleg er til að geta innt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.