Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 46
364 LÆKNABLAÐIÐ Hann setti fljótlega upp eigin rannsóknastofu sem annaðist meinefnarannsóknir fyrir starfandi lækna og einnig um árabil fyrir sjúkrahúsin tvö í Reykjavík. Hann kenndi læknastúdentum einföldustu blóðmeina- og meinefnafræðimælingar, enda féll það í hlut kandídata að aðstoða verulega við blóðrannsóknir á sjúkrahúsunum, þar til meinatæknastéttinni fór að vaxa fiskur um hrygg. Haustið 1957 var kennsluembætti Jóns skipt og Davíð Davíðsson tók við kennslu í lífefna- og lífeðlisfræði og kenndi Jón eingöngu líffærafræði eftir það. Hér á eftir fylgir viðtal við Jón Steffensen sem varpar ljósi á þátt hans í uppbyggingu meinefnafræðirannsókna hérlendis, þótt það hafi aðeins verið hliðargrein í hinu umfangsmikla lífsstarfi þessa atorkusama manns. - Þú hófst nám í læknadeild 1924, hvernig var kennslu í fyrsta hluta háttað þá ? Efnafræðin var sérstakt fag í upphafsnáminu hér og Trausti Olafsson kenndi þegar ég byrjaði, en áður hafði Asgeir Torfason efnafræðingur kennt hana við Læknaskólann og síðan læknadeild, en hann lést ungur árið 1916. Fyrsta árið var þetta svo að segja eingöngu óorganísk kemí. í verklegu fengum við prufupoka með blöndu af alls konar óorganískum efnum og áttum að greina hvaða efni voru í honum. Trausti hafði aðstöðu í Búnaðarfélagshúsinu og við vorum þar, en eiginlega það eina sem maður hafði gagn af var títrering á sýru og basa. Þegar ég innritaðist í læknadeild var Guðmundur Hannesson í anatómíunni, ásamt hýgíenu, og hana kenndi hann alltaf en greip auk þess inn í ýmis fög. Á þessum tíma var engin sérstök bíókemía kennd við deildina, hún kom inn í fýsíólógíu og það var eitt fag, ein einkunn. Þegar ég kom seinna út'til Hafnar í framhaldsnám, þá var þar fyrsti eiginlegi prófessorinn í bíókemíu. Það var Ege sem varð prófessor 1928. Það var um þetta leyti sem bíókemía varð sérstakt fag en fram að því hafði hún bara verið hluti af fýsíólógíu en var nú kölluð fýsíólógísk kemía. - Hver kenndi þér þá fýsíólógíu hér heima ? Það var Gunnlaugur Claessen. Hann var aukakennari í því fagi en seinni veturinn tók Guðmundur Hannesson það að sér. Á þeim tíma voru menn ekki svo sérhæfðir. Þeir urðu að kenna margt. Guðmundur Hannesson hafði aldrei verið í fýsíólógíu og hafði ekki kennt hana áður, en hann var með hana seinni veturinn sem ég var í skólanum og hélt þeirri kennslu síðan með anatómíunni til 1937, eða í 12 ár. - Hvaða kennslubækur voru helst notaðar á þessum tíma ? I fýsíólógíu var það ensk bók, Halliburton’s Handbook of Physiology. í henni var talsvert af kemískri fýsíólógíu, það sem félli núna undir bíókemíu eða lífefnafræði. Hún var kennd hér í mörg ár eða þangað til ég fór að kenna 1937. En þá fór ég að kenna þýska bók í bíókemíu. Það var skammgóður vermir vegna þess að Þýskaland lokaðist þegar stríðið byrjaði og þá var ekki hægt að fá neinar þýskar bækur, svo ég varð að leggja hana niður og nota þess í stað enska bók í bíókemíu eftir Howell. - En í fýsíólógíu ? Fyrir stríð notaði ég fyrst þýska fýsíólógíu með bíókemíu, en þegar þær fengust ekki Mynd 1. Leitz Wetzlar smásjá sem notuö var í Laugarnesspítala frá stofnun hans 1898. Nú á Nesstofusafni. (Safnnr.: NS-383) (Allar myndir meö greininni eru teknar af Jóhannesi Long.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.