Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 343 sem á að hafa hlotist af háttseminni. Einnig verður tjónið að vera sennileg afleiðing af háttseminni, en í því felst að læknir hefði átt að gera sér grein fyrir því að tjón gæti hlotist af þeirri háttsemi, sem talin var saknæm. Um þetta er fjallað í máli sem nú er til meðferðar í Hæstarétti. Þrjátíu og sjö ára gömul kona gekkst undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi vegna svonefndrar fjöltaugabólgu og fólst aðgerðin í því að taugahnoð voru fjarlægð. Igerð komst í skurðsárin, sem að áliti konunnar leiddi til líkamstjóns. Tveir læknar mátu varanlega örorku hennar. I mati annars segir, að ekkert verði fullyrt um, hvort núverandi einkenni konunnar eigi eingöngu rætur að rekja til aðgerðarinnar. í örorkumati hins læknisins virðist byggt á því, að örorka konunnar verði eingöngu rakin til aðgerðarinnar. I ályktun Læknaráðs kemur fram, að ráðið telur varanlega örorku hennar vera 75%. Konan stefndi eiganda sjúkrahússins og lækninum, sem gerði aðgerðina, til greiðslu bóta fyrir örorku og miska. Reisti hún kröfur sínar aðallega á því, að ígerð í skurðsárum hefði valdið varanlegri örorku hennar og starfsmenn sjúkrahússins hefðu gerst sekir um gáleysi við meðferð og umönnun hennar eftir skurðaðgerðina. Héraðsdómur, sem skipaður var tveim löglærðum dómendum og einum lækni, sýknaði stefndu af öllum kröfum (dómur Bæjarþings Reykjavíkur 25.4.1988). Þótti héraðsdómendum ekki vera komin fram næg sönnun um, að ígerð í skurðsárum konunnar hafi leitt til varanlegrar örorku. Studdist þessi niðurstaða héraðsdóms einkum við álitsgerð þriggja dómkvaddra lækna. Hæstiréttur hefur nú vísað málinu til umsagnar Læknaráðs og þá einkum um niðurstöðu læknanna þriggja, sem dómkvaddir voru í héraði. Að svo stöddu skal ósagt látið hver verður niðurstaða Hæstaréttar á endanum, en samt sem áður má ætla að það verði tímamótadómur varðandi orsakasamband og bótaábyrgð lækna. III. Hlutlœg bótaábyrgð Ég hef nú gert að umtalsefni lagasjónarmið varðandi bótaábyrgð lækna á sakargrundvelli. En kann læknir að vera bótaskyldur þótt ekki sé um að ræða sök hjá honum sjálfum? Þessari spumingu verður að svara játandi. Slík ábyrgð sem oft er nefnd hlutlæg ábyrgð eða ábyrgð án sakar, getur einkum komið fram með tvennum hætti hvað ábyrgð lækna varðar. í fyrsta lagi þegar sjúklingur verður fyrir tjóni, sem rekja má til bilunar eða galla í tækjum. í öðru lagi, ef tjón verður rakið til saknæmrar háttsemi starfsmanns hans, til dæmis aðstoðarmanns á læknastofu. Á Norðurlöndum hefur mátt lesa úr dómum að viðleitni sé til að leggja strangari ábyrgð, það er hlutlæga ábyrgð, þegar um er að ræða bilun eða galla í flóknum tækjabúnaði (6). Ég veit ekki til þess að reynt hafi á þess háttar tilvik fyrir íslenskum dómstólum. En gera má ráð fyrir að viðhorf hérlendra dómstóla yrðu með svipuðum hætti og á Norðulöndum. Ábyrgð lækna á skaðaverkum starfsmanna sinna byggir ekki á reglum sem einvörðungu eiga við um lækna. Heldur byggist hún á almennum reglum í skaðabótarétti um svokallaða húsbóndaábyrgð eða vinnveitandaábyrgð, en í þeim felst almennt að vinnuvéitandi ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur öðrum. Islenskir dómar eru ekki fyrir hendi um ábyrgð lækna á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um að eigendur sjúkrahúsa, einkum ríki og sveitarfélög, hafi verið dæmd bótaskyld samkvæmt reglum um húsbóndaábyrgð vegna skaðaverka, sem læknar hafa valdið sem starfsmenn á sjúkrahúsum. IV. Vátryggingar Þrátt fyrir meginregluna, að skaðabótaábyrgð lækna skuli vera byggð á sök, sem tjónþola ber að sanna, þá hefur þróun mála á öðrum Norðurlöndum, einkum Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, verið sú að teknar hafa verið upp svokallaðar sjúklingatryggingar (7). Samkvæmt þeim er bótaréttur sjúklinga tryggður án tillits til sakar læknis eða annarra starfsmanna í heilbrigðisþjónustu. I Svíþjóð og Finnlandi eru sjúklingatryggingar bæði víðtækar og almennar. I Svíþjóð hafa þessar tryggingar verið í gildi frá 1975 og byggjast á samkomulagi á milli annars vegar aðila sem starfrækja heilbrigðisþjónustu, hvort sem það eru opinberir aðiíar eða einkaaðilar, og hins vegar einkavátryggingafélaga. í Finnlandi eru aftur á móti í gildi lög frá 1986 um sjúklingatryggingar. í báðum löndunum ná tryggingamar til tjóna sem verða á sjúkrastofnunum svo og tjóna sem verða þegar sjúklingar eru í meðferð hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.