Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 52
370 LÆKNABLAÐIÐ Tryggingastofnuninni, því ég fékk ýmsar rannsóknir utan af landi. Ég tala nú ekki um frá nærliggjandi stöðum og allir voru samlagsskyldir. Til dæmis var dálítið um ketósteroidarannsóknir, sem ekki voru gerðar á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur. Var Bjami Konráðsson lengi hjá þér ? Upphaflega hafði ég aðstoðarmenn, lækna, þó ekki fyrr en ég flutti í Háskólann. Þá fékk ég fasta fjárupphæð til rannsóknastofunnar. Ég var nú alltaf að berjast fyrir að fá fastan mann, en fékk hann aldrei. - Var féð frá Háskólanum ? Háskólinn borgaði vissa upphæð til stofunnar, en ég gat aldrei fengið fastan mann. Þetta var ekki mjög ömggur grundvöllur. Enda fór það svo á endanum að fjárveitingin var felld niður, og öll verkleg kennsla sem ég hafði var á stofunnar kostnað. Verklega kennslan í anatómíu var með míkróskópísk preparöt, normal histólógísk preparöt. Það vom kúrsamir sem ég hafði í histólógíu og eftir að Bjami kom tók hann þá að sér og svo síðar alla anatómíukennslu tannlæknanemanna og fékk þá föst laun hjá Háskólanum. Fram að því var fjárveitingin bara til stofunnar og af henni átti maður að borga þeim mönnum sem þar unnu, og erfitt var að fá menn einkum lækna upp á þau kjör. Aðallega voru þetta ungir læknar sem voru að hugsa um að sérmennta sig í medisín og það voru þó nokkrir sem unnu þannig hjá mér. - Hafði ekki verið gert ráð fyrir neinum rannsóknastofum í nýju háskólabyggingunni þegar þú tókst við ? Nei. Það var alveg sams konar innrétting í öllu húsinu hvað snerti vatns- og rafmagnsleiðslur og það var náttúrulega of lítið, því á rannsóknastofu þurfti miklu fleiri tengingar. - Og þá var farið í að breyta ? Það var gert og eins í sambandi við stinkskápana. Það þurfti að leggja sérstakar leiðslur út úr húsinu og setja upp mótor, sem átti að soga ioft úr þeim en þetta virkaði alltaf illa og var nánast aldrei hægt að nota skápana. - Hvernig stóð á því að ykkur var veittur Rockefellerstyrkurinn ? Við sóttum um hann. Þetta var í stríðsbyrjun, þegar Ameríkanar voru komnir hingað og munu hafa viljað stuðla að uppbyggingu hér. Rockefellersjóðurinn hafði byggt við University of London og einnig byggt upphaflega institutið yfir Krogh í Kaupmannahöfn. Sjóðurinn veitti fé bæði til bygginga og tækjakaupa og styrkti menn til rannsókna. Til dæmis hlaut Lárus Rockefeller- styrk þegar hann fór í sémám. Og hann sótti um styrk til tækjakaupa þegar hann kom heim aftur og fékk hann. Tækin voru aðallega í sambandi við nevrólógískar rannsóknir, míkróskóp og myndavél, til að taka míkróskópískar myndir. Einnig voru keyptir litunarbakkar og míkrótómar og annað tilheyrandi. Hér var eiginlega ekkert til í þá daga til histólógískra rannsókna, enda hafði Guðmundur Hannesson aldrei kennt histólógíu sem slíka. Hún kemur fyrst inn með Stefáni Jónssyni og svo tekur Dungal við. Þeir voru báðir paþólógar en höfðu kúrsa í histólógíu. Einu histólógísku preparötin sem stúdentar sáu, voru hjá þeim. Það var fyrst með Lárusi að histólógía var kennd með anatómíunni. - Var þessi styrkur veittur öllum Háskólanum eða var þetta eitthvað sérstakt sem kom í hlut læknadeildar? Styrkurinn var veittur þremur prófessorum í læknadeild, sem kenndu anatómíu og fysíólógíu, farmakólógíu og hygíenu. Við þessir þrír fengum ákveðna upphæð og tókum saman lista yfir þau tæki sem við vildum fá, sameinuðumst um dýrustu tækin, en báðum náttúrlega síðan um einfaldari tæki fyrir hvert laboratoríum fyrir sig. - Þessi starfsemi var nú öll í sama húsinu. Já, við settum sameiginlega upp eimingartæki til þess að þurfa ekki að kaupa eimað vatn frá apótekum eins og maður gerði áður. Rockefellerstyrkurinn sá þessum laboratoríum fyrir tækjabúnaði, því það sem til var, var bara skran. Ég vildi að þetta tilheyrði innréttingunum, sem það faktískt gerði. Það þýðir ekkert að byggja laboratorí án tækja. Byggingamefnd hlustaði ekki á það, en málið leystist á þennan veg. - Þú minntist á að hjá þér hefðu unnið nokkrir læknar sem aðstoðarlæknar. - Manstu hverjir það voru ? Það vom Þórður Þórðarson, Theódór Skúlason, Sigurður Samúelsson í stuttan tíma og loks Bjami Konráðsson. Þeir voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.