Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 36

Læknablaðið - 15.09.1990, Síða 36
354 LÆKNABLAÐIÐ mótefni í blóði. Svonefnt »anti-phospholipid syndrome« einkennist af blóðstorku, blóðflögufæð og endurteknum fósturdauða. Blóðstorkupróf eru afbrigðileg og mæla má mótefni gegn kardíólípín sem er fósfólípíð. Oftast er þetta samfara öðrum SLE einkennum, en sjaldnar öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, þótt það geti einnig verið án slíkra tengsla. Anti-fósfólípíð mótefni eru talin vera skýring á falskt jákvæðum sárasóttarprófum við sjálfsofnæmissjúkdóma (10). Ofangreindar niðurstöður benda til að árvekni fyrir sárasótt sé nauðsyn, sérstaklega ef viðkomandi er tengdur löndum þar sem sárasótt er algengari en hérlendis. Greinarhöfundar telja að halda eigi áfram kembileit að sárasótt í meðgöngu. Ef grunur er um sárasótt eða mótefnamælingar eru jákvæðar hjá þunguðum konum ættu þær niðurstöður að vera metnar og hugsanlegri meðferð að vera stýrt frá einum stað (kvennadeild Landspítalans og húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur). Þannig ætti að fást samræmi í greiningu og meðferð sárasóttar og unnt að tryggja að faraldsfræðilegar upplýsingar séu sem áreiðanlegastar. ÞAKKARORÐ Eftirtöldum eru færðar þakkir: Bimu Oddsdóttur og Emu Jónasdóttur á sýklarannsóknastofu Landspítalans, læknaritumm á kvennadeild og læknum víðsvegar um ísland sem lögðu til upplýsingar. VIÐAUKI: BLÓÐVATNSPRÓF FYRIR SÁRASÓTT VDRL, Kahn og Meinicke próf eru ósértæk (reagín) próf. Næmi fyrir sárasótt er nokkuð gott en sértækni minni. Þessi próf em einföld og ódýr og vel hæf til kembileitar. Þau má nota til að fylgjast með títer mótefna við meðferð. Ef ósértæku prófin em jákvæð þarf að gera sértæk próf fyrir sárasótt (FTA- abs, TPHA og TPI próf). Þessi próf em vandasamari og dýrari en hin fyrri. VDRL er flokkúlatíóns próf. Mótefni bindast kardíólípíni, lesítín og kólesteróli og mynda kekki (11). Niðurstöður eru skráðar sem neikvæðar eða jákvæðar á kvarða frá (+) til ++++ eða títer mótefnanna er mældur. Prófið er staðlað og eiga niðurstöður að vera sambærilegar frá einni rannsóknastofu til annarrar. Næmi prófsins ræðst af stigi sjúkdómsins. Það verður jákvætt fjórum til átta vikum eftir smit (11). Á fyrsta (primary) stigi er næmi 70-78%, á öðru (secondary) stigi 94-100% og síðara stigi (late og latent) 1-94% (5,12,13). FTA-abs er óbeint fiúrskins próf þar sem notaðir eru Treponema pallidum mótefnavakar (11). Næmi prófsins er 82-100% á fyrsta stigi sárasóttar og 91-100% á síðari stigum (5,12). Sértækni prófsins er mjög góð, en þó eru falskt jákvæð próf þekkt (11). TPHA (Treponema pallidum hemagglutination). Þetta próf er ekki gert á Islandi en er algengt erlendis í ýmsum afbrigðum. Rauð blóðkom frá kindum eru þakin með Treponema pallidum mótefnavökum. Ef sýni inniheldur sértæk trepónema mótefni kekkjast blóðkomin. Miðað við FTA-abs er þetta próf heldur einfaldara, álíka sértækt, en næmi er minna snemma í ferli sárasóttar (12, 13). TPI próf. Við jákvætt próf hindra sértæk mótefni í sermi hreyfingar lifandi Treponema pallidum sýkla. Prófið er talið 100% sértækt en næmi er minna en við FTA-abs prófið (5). Þetta próf er nú aðeins gert á örfáum stöðum í heiminum vegna þess hve erfitt og kostnaðarsamt það er. HEIMILDIR 1. Rathbun KC. Congenital Syphilis. Sex Transm Dis 1983; 10: 93-9. 2. Feigin RD, Cherry JD. Syphilis. In: Textbook of Pediatric Infectious Diseases. 2nd ed. W.B. Saunders Company, 1987: 608-21. 3. Ratnam AV, et al. Syphilis in pregnant women in Zambia. Br J Vener Dis 1982; 58: 355-8. 4. Health statistics in the Nordic Countries 1987. NOMESKO (Nordisk Medicinal-Statistisk Komité) Nr. 29. Köbenhavn 1989. 5. Karlsson S, Þórarinsson H, Jensson Ó. Sárasótt á Islandi 1950-1975, tíðni og blóðvatnsgreining. Læknablaðið 1978; 64: 173-81. 6. Heilbrigðisskýrslur Landlæknisembættis; Árskýrslur Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, húð og kynsjúkdómadeild. 1985-1988. 7. Guidelines for the prevention and control of congenital syphilis. MMWR 1988; 37 (supplement S-1): 1-13.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.