Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
341
og þjónar fyrst og fremst hagsmunum hans.
Læknir kann því að þurfa að vísa sjúklingi
til annars starfsbróður síns til áframhaldandi
meðferðar ef það er hagsmunum sjúklings
fyrir bestu. A þess háttar tilvik reyndi í einum
dómi Hæstaréttar frá árinu 1987 (Hrd. 1987,
1168). Leitað var til slysadeildar sjúkrahúss
með 11 ára telpu eftir að hún hafði misst
tvær framtennur og laskað sex aðrar. Onnur
framtönnin mun hafa losnað en hin datt úr og
mun hún hafa verið meðferðis á slysadeildina.
Þar var gert að meiðslum telpunnar. Þó var
framtönnunum ekki komið fyrir og ráðlagði
læknir deildarinnar, að farið yrði með hana
til tannlæknis daginn eftir. Að áliti sérfróðra
meðdómenda var álitið að læknirinn hefði átt
að koma framtönnunum fyrir í tannholunum
og kalla síðan á tannlækni. Taldar voru
verulegar líkur að með því hefði mátt græða
framtennurnar í. Var tjónið rakið til vanrækslu
læknisins og eigandi sjúkrahússins dæmdur
skaðabótaskyldur.
Jafnframt er mikilvægt við val á
læknismeðferð að leitað sé samþykkis
sjúklings einkum ef um er að tefla meiri háttar
meðferð, til dæmis skurðaðgerð og sjúklingur
er fær um að taka sjálfur ákvörðun um hvort
hann gangist undir aðgerðina eða ekki (5).
En til að sjúklingur geti gefið samþykki
af fúsum og frjálsum vilja verður hann að
hafa fengið ítarlegar upplýsingar um hina
fyrirhuguðu aðgerð og þær hættur sem henni
kunna að vera samfara. Þótt mikilvægt sé að
afla samþykkis sjúklings áður en meðferð
hefst má skortur á samþykki ekki leiða til
þess að nauðsynleg aðgerð dragist úr hömlu
þannig að heilsufarslegir hagsmunir kunni að
vera í húfi. Kann þetta einkum að eiga við,
ef engin ástæða er til að ætla að meðferð
yrði hafnað. í dómi Hæstaréttar íslands
frá febrúar síðastliðnum (Hrd. 8.2.1989) er
meðal annars fjallað um skyldu læknis til
skjótrar ákvörðunar um val á læknismeðferð
þegar um líf eða dauða er að tefla. Þunguð
kona kom síðla dags inn á fæðingardeild
sjúkrahúss til að fæða bam sitt. Við skoðun
sást að lega fóstursins var óregluleg og
röntgenmyndataka sýndi að fóstrið lá þvert
í móðurkviði. Gerði læknir svonefnda »ytri
vendingu«. Um kvöldið féll naflastrengur
fram með þeim afleiðingum að lífsamband
fóstursins við fylgjuna rofnaði. Eftir það
fékk fóstrið ekki súrefni um naflastrenginn.
Að sögn konunnar hugðist læknirinn í
fyrstu framkalla fæðingu með sogklukku,
en frá því hafi verið horfið. Tuttugu og átta
mínútum eftir að naflastrengurinn féll fram
var konan svæfð fyrir keisaraskurðaðgerð
og þannig náðist bamið út 5 mínútum síðar,
en hafði þá skaddast á heila og lést síðar.
Dánarbú bamsins og foreldrar þess höfðuðu
skaðabótamál á hendur eigenda sjúkrahússins.
Héraðsdómur, sem skipaður var einum
löglærðum dómara og tveimur læknum, áleit
ekkert benda til að fóstrið hafi skaddast á
meðgöngutíma. Héraðsdómarar töldu líklegt,
að bamið hafi orðið fyrir súrefnisskorti við
það að naflastrengur féll fram eða eftir það,
þar til það var tekið með keisaraskurði 33
mínútum síðar. Héraðsdómur taldi ósannað,
að læknirinn hefði gert allt sem hann gat til
að ná baminu út á sem skemmstum tíma eftir
að naflastrengurinn féll fram. Segir í dóminum
að við þessar aðstæður verði læknir að meta
í skyndi hvaða aðgerð sé vænlegust til að
ná bami út á sem skemmstum tíma og með
minnstri áhættu. Viðbrögð læknis þurfi að vera
markviss og ákveðin. Ætla megi að tíminn
frá því að naflastrengurinn féll fram þar til
konan var svæfð fyrir keisaraskurð kunni að
hafa skipt sköpum um ástand bamsins og líkur
þess til að komast óskaddað úr fæðingunni.
Sönnunarbyrði um ofangreind atriði var felld
á eiganda sjúkrahússins og hann dæmdur
skaðabótaskyldur vegna tjónsins. I Hæstarétti
var niðurstaða héraðsdóms um bótaskyldu
staðfest.
II. 5. Hœfi lœknis
Þegar tiltekin meðferð hefur verið ákveðin er
mikilvægt að hún sé framkvæmd af lækni sem
til þess er hæfur. Að öðmm kosti er viðbúið
að læknir sem meðferðina annast baki sér
bótaábyrgð og eftir atvikum sá læknir sem
undir venjulegum kringumstæðum hefði átt
að annast hana og var til þess hæfur. Til er
norskur Hæstaréttardómur (Rt. 1962, 944),
þar sem aðstoðarlæknir skaddaði andlitstaug
í sjúklingi, sem gekkst undir aðgerð vegna
kýlis. Bæði yfirlæknir og aðstoðarlæknir
voru taldir hafa hagað sér á óforsvaranlegan
hátt. Aðstoðarlæknirinn var ekki hæfur til
að framkvæma aðgerðina og yfirlæknirinn,
sem vissi að aðstoðarlæknirinn ætlaði að
framkvæma aðgerðina, fór af sjúkrahúsinu
áður en aðgerðin hófst.