Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 363-73 363 Elín Ólafsdóttir, Þorvaldur Veigar Guömundsson UPPHAF MEINEFNAFRÆÐIÁ ÍSLANDI - P ÁTTUR JÓNS STEFFENSENS PRÓFESSORS- Erfitt er að tímasetja nákvæmlega upphaf meinefnafræði á íslandi, því greinin átti sér langan meðgöngutíma innan annarra rannsóknagreina, eins og oft vill verða með nýjar fræðigreinar áður en þær öðlast sjálfstæði. Ekki er heldur unnt að tengja upphaf meinefnafræðinnar við fyrsta sérfræðinginn, því lyflæknar litu margir á meinefnafræði sem hluta af sinni sérgrein og sumir heimilislæknar hafa einnig stundað eða haft eftirlit með meinefnarannsóknum. Sjúkrahús Reykjavíkur tók til starfa 1866 í Klúbbhúsunum svonefndu, en þau stóðu við Aðalstræti þar sem Herkastalinn er nú. Nýtt sjúkrahús var síðan reist við Þingholtsstræti og flutti stofnunin þangað 1884. Á þessum sjúkrahúsum voru engar rannsóknastofur að heitið gæti, en þó munu læknar hafa gert þar vissar einfaldar blóðmeina- og meinefnarannsóknir. Talið er að Schierbeck landlæknir hafi komið með fyrstu smásjána, sem notuð var í þágu læknisfræðinnar hérlendis um 1882 og má ætla að hún hafi verið í notkun á sjúkrahúsinu. Holdsveikraspítalinn í Laugamesi, sem reistur var fyrir gjafafé danskra Oddfellowa og vígður 1898 var útbúinn í upphafi með nauðsynlegustu rannsóknatækjum þeirra tíma. Mun Sæmundur Bjamhéðinsson yfirlæknir hafa annast rannsóknir þar tengdar sjúkrahússtarfinu. Tækin eru nú varðveitt í læknisfræðisafninu í Nesstofu. Þegar Landakotsspítali tók til starfa 1902 fluttist þangað hin almenna sjúkrahússtarfsemi og klínísk læknakennsla og var Sjúkrahús Reykjavíkur þar með lagt niður. Gamla sjúkrahúsbyggingin í Þingholtsstræti var þó lengi notuð sem eina farsóttarsjúkrahús landsins. Ekki er vitað hversu vel Landakotsspítali var búinn rannsóknatækjum en sérstök rannsóknastofa var þar ekki í fyrstu byggingunni. Rannsóknastofa Háskólans var stofnuð með lögum 1917 og veitti Stefán Jónsson læknir henni forstöðu til ársins 1923 og annaðist hann rannsóknir í meina- og sýklafræði en gerði að auki fyrstu blóðflokkanir á íslendingum og eitthvað af öðmm blóðrannsóknum. Guðmundur Thoroddsen prófessor sá um stofuna frá 1923-1926 er Niels Dungal dósent og síðar prófessor tók við. Var unnið þar áfram að sýkla- og vefjarannsóknum, blóðflokkunum og blóðmeinafræði. í fyrstu byggingu Landspítalans, sem tók til starfa 1930 var eitt rannsóknaherbergi og hafði prófessorinn í lyflækningum umsjón með rannsóknum sem þar voru gerðar. Árið 1935 var fyrsta sérmenntaða rannsóknakonan, Guðný Guðnadóttir, ráðin þangað til að sinna blóð- og þvagrannsóknum, en hún hafði áður unnið á Rannsóknastofu Háskólans og sótti einnig sérmenntun til Danmerkur. Ekki fjölgaði rannsóknafólki á stofunni fyrr en 1953 en þá tók starfsfólki að fjölga hægt og sígandi, þar til stofnuð var sérstök rannsóknadeild 1958. Davíð Davíðsson prófessor í lífefna- og lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla íslands var ráðinn yfirlæknir. Eftir það stækkaði Rannsóknadeild Landspítalans ört, rannsóknafólki og sérfræðingum fjölgaði og umfang þjónustunnar jókst hröðum skrefum. Rannsóknadeildir voru síðan stofnaðar við hin sjúkrahúsin tvö í Reykjavík, Borgarspítala árið 1962 og Landakotsspítala árið 1968, enda voru meinefnarannsóknir þá orðnar snar þáttur í læknismeðferð sjúkra, innan spítala og utan. Jón Steffensen varð prófessor í líffæra- og lífeðlisfræði árið 1937 og kenndi hann jafnframt lífefnafræði og meinefnafræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.