Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 353 Samkvæmt umsögn Landlæknisembættisins og sjúkdómaskrám Landspítala og Landakotsspítala hefur ekkert bam fæðst á íslandi með meðfædda sárasótt 1979-1987. Það er í samræmi við umsagnir lækna á þessum tveimur sjúkrahúsum og bamadeild FSA. UMRÆÐA Kembileit að sárasótt í þungun kostar nokkurt fé og fyrirhöfn. Sárasóttarpróf hafa verið gerð hjá þunguðum konum á íslandi í mörg ár (5). Ef meta á hvort þessarri leit skuli hætt í spamaðarskyni er nauðsyn að vita hversu margar þungaðar konur finnast með sárasótt og hver þróunin er varðandi algengi sárasóttar í landinu og nágrannalöndunum. Frá 1979-1987 fundust þrjár þungaðar konur með ógreinda sárasótt á Islandi, þar af ein aðflutt. A árunum 1950-1975 var nýgengi sárasóttar á íslandi 3,99/100.000 íbúa, mest var nýgengið árin 1950 og 1964 (5). Árið 1975 hafði ekkert bam greinst með meðfædda sárasótt í 10 ár en á árunum 1961- 1965 greindust sjö böm með meðfædda sárasótt (5). Undanfarin fimm ár hefur fjöldi nýrra sárasóttarsjúklinga á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvarinnar verið frá þremur til sex á ári, en á árinu 1988 greindust 11 ný tilfelli. Af þessum 11 sjúklingum voru sex frá Grænlandi eða smitaðir þar (6). I öllum tilvikunum var upprunalega smitið tilkomið erlendis. Á Grænlandi hefur nýgengi kynsjúkdóma verið mjög hátt. Árið 1987 voru skráð þar 756 tilfelli af sárasótt, en 350 tilfelli á öllum hinum Norðurlöndunum (4). Árið 1986 greindust fleiri tilfelli (365) meðfæddrar sárasóttar í Bandaríkjum Norður- Ameríku heldur en síðustu 15 ár þar á undan Tafla. Þungaðar konur með falskt jákvætt VDRL próf. Tengsl niðurstaðna úr VDRL við aldur, fyrri fæðingar og fósturlát.* VDRL Fjöldi kvenna Aldur Fósturlát Fæöingar meöt. frávik meöt. frávik meöt. frávik (+) 18 25.7 5.3 0.44 0.8 1.06 1.1 + 24 26.7 5.9 0.29 0.5 1.33 1.4 ++ 16 27.1 5.8 0.63 0.9 1.44 1.2 +++ 14 27.1 5.0 0.57 1.1 0.93 0.88 ++++ 15 26.3 5.2 0.2 0.5 0.67 0.79 eða nær 1/10.000 lifandi fædd böm og vom þá ekki taldar hugsanlegar andvanafæðingar (7). Arðsemi kembileitar að sárasótt hefur verið athuguð í Englandi (8) og Noregi (9). í báðum athugunum var gert ráð fyrir, að hefði þunguð kona sárasótt og fengi ekki sýklalyfjameðferð, sýktust 80% bamanna, 30% fæddust andvana, 10% létust í eða eftir fæðingu og 40% yrðu þroskaheft og/eða líkamlega fötluð. Af þeim síðasttöldu þyrfti helmingur hælisvistun og hin sérkennslu. í Englandi vom skráð 141 tilfelli sárasóttar á meðgöngu árið 1981. Þar var hagnaðarhlutfall talið 32,9:1 (8). í Noregi var tíðni sárasóttar talin 20/100.000 meðgöngur. Hagnaðarhlutfall var reiknað 3,8:1, einnig var reiknað að enginn fjárhagslegur ávinningur yrði af kembileit ef tíðnin væri 5/100.000 meðgöngur. í okkar athugun var tíðnin 7,9/100.000 fæðingar en ekki var gerð tilraun til að reikna arðsemi. Ef forsendur slíkra reikninga eru svipaðar á Islandi og í Noregi er fjárhagslegur ágóði af kembileit fyrir sárasótt hjá þunguðum konum. Þar við bætast þjáningar sem fylgja missi og fötlun bama. Kembileit getur einnig komið að gagni við að nema breytingar á nýgengi sárasóttar á tímum aukinna samskipta við lönd þar sem sárasótt er algeng. Ekkert bam fæddist hér á landi á umræddu tímabili með meðfædda sárasótt. Þetta bendir til að kembileitin sé árangursrík. Ósértæk sárasóttarskimpróf, t.d. VDRL, eru oft falskt jákvæð og hlutfallslega oftar því lægri sem tíðni sárasóttar er í prófunarhópnum. Prófin geta verið falskt jákvæð um skamman tíma (t.d. við ýmsar sýkingar, eftir bólusetningar og í meðgöngu) eða langan tíma (t.d. við illkynja sjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma, mótefnatruflanir og í elli) (5). Þær tvær konur með falskt jákvætt VDRL próf, sem höfðu versta meðgöngusögu í þessari athugun, voru báðar með SLE og anti-kardíólípín mótefni. Þær eignuðust báðar vaxtarseinkaða fyrirbura og önnur átti fjögur fósturlát að baki. Hjá konum með SLE er aukin hætta á fósturlátum og á fæðingu vaxtarseinkaðra bama, sérlega ef þær hafa anti-fosfólípíð * p>0,05 í öllum tilvikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.