Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1990, Page 6

Læknablaðið - 15.11.1990, Page 6
432 LÆKNABLAÐIÐ þ.e. með kólesterólútfellingar í sinar og mikla kólesterólhækkun í sermi. Þessum ættum hefur verið lýst annars staðar (6). Jafnframt voru athuguð DNA sýni 30 óskyldra einstaklinga með hátt kólesteról í sermi (allir vel fyrir ofan 95. percentil) en allir með eðlilega þríglýseríðaþéttni í blóði (flokkur Ila). Allir þessir einstaklingar áttu einnig ættmenni með hækkaða blóðfitu en enginn hafði kólesterólútfellingar í sinar sem notað var til aðgreiningar frá áðumefndum FH einstaklingum. Einnig voru rannsakaðir 45 einstaklingar með kólesterólþéttni >7.0 mmól/1 úr 175 einstaklinga hópi sem kom á rannsóknarstöð Hjartavemdar sem hluti af tilviljunarkenndu úrtaki (MONICA rannsókn, 25-65 ára). AÐFERÐIR DNA einangrun: 10 ml af heilblóði vom teknir í glös með EDTA og geymdir við - - 20°C uns DNA var einangrað úr hvítum blóðkomum með aðferð sem byggir á sprengingu fruma, einangrun kjarna og fenól/klóróform útdrætti á DNA (7). Ensímhvött fjölföldun DNA (polymerase chain reaction, PCR): Þegar fruma tvöfaldar sitt DNA þá notar hún til þess DNA fjölliðunarensím (polymerase) sem binst einþráða DNA þar sem DNA helixinn hefur undist niður og opnast upp. Til þess að ensímið verki þarf stutta núkleótíðbúta, vísa (primers), sem verka sem upphafsaflestrarstaður fyrir ensímið sem svo myndar nýjan DNA þráð í 5’-3’ átt. Þetta er sú grundvallarregla sem menn hafa nýtt sér í fjölföldun á DNA í tilraunaglasi, in vitro (mynd 1). Með vali á vísum er unnt að stýra hvar fjölföldunin verður. Útbúnir eru tveir stuttir vísar 20-30 núkleótíðar sem eru samfallandi við núkleótfðaröð í DNA sameindinni sitt hvorum megin við það svæði sem á að fjölfalda hverju sinni og bindast því þar og verka sem upphafsaflestrarstaðir fyrir DNA fjölliðunarensímið sem er haft í hvarflausninni (2). Upphafsskrefið verður því að eðlissvipta DNA sameindina sem fjölfalda á með hitun í 92°C- 95°C. Síðan er lausnin kæld, venjulega í kringum 55°C svo að vísarnir bindist hinu einþráða DNA. Þá er hitinn hækkaður á ný, nú í kringum 70°C þar sem fjölliðunarensímið nýmyndar DNA eftir því DNA sem fyrir er. Native | 3’ DNA " 1 5 Heath denaturation 1 Cycle 1 Primer annealing Primer 2 5 trirrr* 3 3'"”5' Primer 1 1 Primer 3' - J J New DNA New DNA extension C 1 3’ Cycle 2 1 Cycle 2+N Figure 1. The polymerase chain reaction cycle consists of three steps performed at different temperatures. First the double stranded DNA is denatured into single strands. By lowering the temperature the oligonucleotide primers anneale to each single strand and then the polymerase adds on nucleotides, generating a new DNA strand. By repeating the cycles, more and more DNA is generated to act as templates for ensuing cycles, increasing the DNA concentration expontentially. The DNA consists mainly of short products between the primers giving single band on electrophoresis. Þetta er svo endurtekið, venjulega í kringum 30 sinnum. Eftir hvem hring höfum við tvöfalt fleiri mót til aflestrar, þ.e. ef byrjað er með 100 eintök af einhverju DNA þá höfum við 200 eftir fyrsta hring, 400 eftir næsta og þannig koll af kolli. Þannig er fjölföldunin veldisfall (exponential). Þó að nýtnin sé sjaldnast meiri en 80% þá gefur það auga leið að verulegt magn af DNA fæst til rannsókna ,með þessari aðferð. Með notkun hitaþolins fjölliðunarensíms (Taq polymerase unninn frá Thermus aquaticus) hefur verið unnt að tæknivæða efnahvarfið og fá milljónfalt magn á nokkrum klukkustundum. I þessari rannsókn voru tveir vísar notaðir til að stýra fjölföldun á 345 basaparabút frá tjáningarröð (exon) 26 í apó-B geninu sem spannar svæðið sem inniheldur núkleótíð 10699 en þar er umrædd stökkbreyting í geninu (mynd 2). PCR var framkvæmd 30 sinnum í forritunarlegu hitabaði (Cambio Intelligent Heating Block) við 95°C í 'h mín., 55°C 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.