Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1990, Side 40

Læknablaðið - 15.11.1990, Side 40
460 LÆKNABLAÐIÐ hinar sömu. Aðeins 0,08 einingar thrombíns nægðu til að valda algeru ónæmi gegn annarri thrombínhvatningu, þótt sá skammtur valdi óverulegri prostasýklíninyndun (sértækt ónæmi). Hins vegar þurfti heila einingu (IU) thrombíns í fyrstu hvatningu til að minnka svar frumanna við histamín- eða jónferjuhvatningu um 50% (ósértækt ónæmi). Bæði sértækt og ósértækt ónæmi tóku jafnt til losunar arakídónsýru og prostasýklínmyndunar, sem mælir gegn því að skert virkni cyclooxygenasa sé orsök ónæmisins. Af þessum niðurstöðum má álykta: 1. Sértækt ónæmi verður vegna breytingar í viðtaka. 2. Ósértækt ónæmi verður vegna minnkaðrar virkni fosfólípasa A2 og kemur fyrst fram eftir sterkt fyrsta áreiti. SALMONELLASÝKINGAR Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1988 Anna Geirsdóttir, Karl G. Kristinsson, Sigurður B. Þorsteinsson. Lyflækningadeild og sýkladeild Landspítala. Undanfarin ár hefur orðið veruleg aukning á salmonellasýkingum á Vesturlöndum. Salmonella enteritidis hefur aukist sexfalt í Bretlandi og á austurströnd Bandaríkjanna á meðan aðrar tegundir hafa staðið í stað, en sú tegund hefur einkum verið tengd kjúklingum og eggjum. Aldrei hefur verið gerð faraldsfræðileg rannsókn á salmonellasýkingum hér á landi og höfum við því aðeins óljósa hugmynd um hvaðan þær eru upprunnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, uppruna og útbreiðslu salmonellasýkinga á Islandi. Rannsóknin var afturvirk og náði til allra einstaklinga með jákvæðar salmonellaræktanir frá sýkaldeild Landspítalans. Haft var samband við þá símleiðis og þeir spurðir um ákveðin atriði tengd sýkingunni. Einnig voru sjúkraskrár þeirra einstaklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahús skoðaðar. Af 130 jákvæðum einstaklingum náðist í alla nema fimm (96%). Þeir voru á aldrinum fimm mánaða til 85 ára (meðalaldur 32 ár). Flestir höfðu smitast á Spáni, eða 58 (45%), en á íslandi smituðust 24 (18%). Álgengasta tegundin var S. enteritidis 67 (52%) sem oftast var ættuð frá Spáni, 45 (67%), en aðeins einu sinni héðan (4%). Sú tegund sem flestum sýkingum olli á Islandi var S. typhimurium, 8 (33%). Helstu fylgikvillar voru gallblöðrubólga 3, liðbólgur (reactive arthritis) 2 og ef til vill eggjaleiðarabólga 1. Að jafnaði tók það um 37 daga fyrir saurræktanir að verða neikvæðar (4 - 168 daga). Niðurgang höfðu 116 (89%) einstaklinganna að meðaltali í 12 daga. Þrjátíu og sex (28%) voru lagðir inn á sjúkrahús. Frá vinnu voru 62 (48%) í 1 - 210 daga (meðaltal 14 dagar). Flestir veiktust á tímabilinu frá júlí til september, 68 (52%), en fyrir þá sem smituðust á Islandi var dreifingin nokkuð jöfn yfir allt árið. Athyglisvert er hversu fáir smituðust hér á landi og að S. enteritidis var mun sjaldgæfari hér en í nágrannalöndunum. Ferðir til sólarlanda virðast eiga drjúgan þátt í sýkingunum eða rúmlega helming tilfellanna. Aðeins var vitað með vissu um uppruna sýkingarinnar í einu tilviki (5 einstaklingar) og mættu læknar gera meira af því að finna orsökina. Þar sem salmonellasýkingar valda umtalsverðu vinnutapi. geta valdið alvarlegum veikindum og faröldrum ætti alltaf að taka þær alvarlega. BEINABERKLAR Á ÍSLANDI 1975 TIL 1989 Eyþór Björnsson, Þorsteinn Blöndal, Birna Oddsdóttir, Hrafnkell Helgason. Lvflækningadeild Landspítala, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Rannsóknastofa Háskólans, lungnadeild Vífllsstaða. Gerð var afturvirk rannsókn á berklum í beinum tímabilið 1975-1989. Stuðst var við berklaskrá lungna- og berklavamadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, læknabréf og sjúkrakrár. Tuttugu og fimm tilfelli fundust, það er 6.8% af heildarfjölda berklatilfella (367) á tímabilinu og 16,9% (25/148) af berklaveiki utan öndunarfæra. Fyrsta þriðjung tímabilsins komu fram níu tilfelli, síðan níu og loks sjö. Karlar voru 68%. Meðalaldur við greiningu var 63 ár (44-87). Enginn hafði verið erlendur ríkisborgari. Virkan berklasjúkdóm höfðu 69,6% haft fyrr á ævinni og 25% höfðu áður fengið lyf við berklum. Hjá 60% voru beinaberklar að taka sig upp að nýju. Það var saga um verk hjá 48%, roði var til staðar hjá 31% og þroti hjá 29%. Fistlar voru hjá 55%, fyrirferð fannst hjá 47% og staðbundin eymsli hjá 62%. Hjá þeim sem höfðu berkla í baki var kraftminnkun til staðar hjá 71%. Meðaltímalengd frá byrjun einkenna til upphafs meðferðar var 9,4 mánuðir. Berklar voru algengastir í hryggsúlu (36%) og þamæst í mjöðm (32%) en fátíðari annars staðar. Hjá þremur var einnig virkur sjúkdómur í öðru kerfi en beinunr. Við röntgenrannsókn var beineyðing til staðar hjá 91%. Við berkla í baki var liðbil lækkað hjá 80% og hjá 60% höfðu hryggjarbolir fallið saman. Smásjárskoðun á vessa frá beini sýndi sýrufasta stafi hjá 20%. Berklabakteríur ræktuðust hjá 90,5% tilfella og vefjagreining var jákvæð í 72,2%. Meðalgildi hemóglóbíns var 126 g/1 (77-169), sökks 46 (4-133) og hvítra blóðkoma 9,2 (4.8-14,0). Við lyfjameðferð fengu sex rífampicin, ísóníasíð og pyridoxín. Fjórir fengu rífampicin, ísóníasíð, etambútól og pýrídoxín. Fjórtán fengu ýmsa lyfjameðferð og hjá einum fundust engin gögn um meðferðina. Einn sjúklingur veiktist aftur á tímabilinu. Meðallengd meðferðar var 15,9 mánuðir. Skurðaðgerðir voru gerðar hjá 40%. Spengingu á hrygg eða rúmlegu var aldrei beitt. Meðallengd sjúkrahús- vistar var 85 dagar og allir sjúklinganna sem upplýsingar fengust um vom á lífi einu ári eftir greiningu. Umrœða: Beinaberklum hefur fækkað minna en öðmm formum berkla. Það virðist liðin tíð að sjá beinaberkla hjá bömum. Eins og annars staðar vom sjúklingar oft lengi með einkenni áður en til greiningar kom. Meðferð var afar breytileg og löng en sjúkdómurinn hafði ekki tekið sig upp hjá 96% sjúklinga. Stysta fullgóða lyfjameðferð beinaberkla í dag er rífampicin og ísóníasíð í sex mánuði en einnig pýrasínamíð gefið í tvo mánuði í upphafi meðferðar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.