Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1990, Side 51

Læknablaðið - 15.11.1990, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 471 RISTILSPEGLANIR Á NORÐURLANDI. UPPGJÖR 860 RISTILSPEGLANA Á FSA N.J. Cariglia. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Yfirlit yfir ristilspeglanir á FSA. Á tæpum níu árum voru gerðar 860 ristilspeglanir af sama sérfræðingi. Helstu ábendingar voru duldar eða ferskar blæðingar frá meltingarvegi (27%) og óútskýrðir kviðverkir (19%). Algengasta niðurstaðan var sepi (polyp) (24%). Alls voru 311 separ fjarlægðir. I aðeins einni slíkri sepatöku urðu eftirköst (blæðing sem krafðist skurðaðgerðar). Þrjátíu og fjögur krabbamein greindust fyrir utan 10 illkynja sepa, sem fjarlægðir voru í spegluninni. Tvöfalt fleiri krabbamein í ristli greidust miðað við undangengin níu ár og um 50% fækkun var á röntgenrannsókn á ristli með skuggaefni. ALGENGI COELIAC DISEASE (GLUTENÓÞOLS) í FULLORÐNUM Á NORÐURLANDI N.J. Cariglia. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Á tímabilinu 1982 - 1989 greindust 12 tilfelli af glutenóþoli hjá sjúklingum 15 ára og eldri. I þeim aldurshópi eru 13.800 íbúar upptökusvæðisins. Algengi í þessum aldurshópi reiknast því 8,7/104 íbúa (1/1150). Algengi í aldurshópnum 15-55 ára er 11,6/104 íbúa (1/860). Vefjasýni hjá þessum 12 sjúklingum sem og samanburðarsýni voru öll fengin við maga/skeifugamarspeglun. Engum tilfellum af dermatitis herpetifomiis er lýst né heldur fannst nokkuð samræmi í óeðlilegum rannsóknariðurstöðum þessara sjúklinga. Engu tilfelli er lýst í aldurshópnum yfir 55 ára (3400 íbúar). Niðurstöðumar samræmast í meginatriðum útkomu annarra evrópskra rannsókna. nema hvað athygli vekur að sjúkdómurinn hefur ekki fundist í fólki eldra en 55 ára á þessu svæði. FYLGJA EINKENNI UM MALABSORBTION HÁUM STYRK MÓTEFNA GEGN GLÍADÍNI HJÁ FULLORÐNUM? Jón Atli Árnason, Hallgrímur Guðjónsson, Jóna Freysdóttir, Ingileif Jónsdóttir, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði, lyflækningadeild Landspítala. Glíadín er hluti af gluteni, próteini sem finnst í ýmsum komtegundum, meðal annars hveiti. Mæld voru IgA og IgG mótefni gegn glíadíni hjá 200 einstaklingum 30-50 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þeim 32 sem mældust með hæstu gildin var, ásamt 20 einstaklingum án mótefna, boðin þátttaka í frekari rannsókn. Alls þáðu 48 boðið. Rannsóknin fólst í svörum við spumingalista, þar sem könnuð voru ýmis heilsufarsatriði, læknisskoðum, blóð- og þvagrannsókn. Hvorki þátttakendur né þeir læknar sem skráðu og mátu niðurstöðumar vissu um niðurstöður mótefnamælinganna. Niðurgangsköst voru marktækt tíðari hjá þeim sem höfðu glíadínmótefni (p=,03) og fylgni var milli IgA og krónískrar þreytu (p=,0037). Þeir höfðu einnig merki um minni jámbirgðir, með minni transferrinmettun (p=,01), lægra MCV og MHC. Fólinsýra í sermi var einnig marktækt minni hjá þeim sem höfðu IgA glíadínmótefni. Þegar allar niðurstöður voru metnar í heild, töldust 15 af 48 þátttakendum hafa einkenni og rannsóknamiðurstöður sem gætu samrýmst glutenóþoli (gluten sensitive enteropathy). Fjórtán þeirra höfðu glíadínmótefni (p=.013). Einkenni sem ekki hafa verið tengd glutenóþoli voru álíka algeng í báðum hópum, að því undanskildu að slæmur höfuðverkur var algengari hjá þeim sem höfðu glíadínmótefni. Þessar niðurstöður benda til að mótefnum gegn glíadíni geti fylgt væg malabsorbtion. Aukning á glíadínmótefnum réttlætir því frekari rannsókn með immunohistológískri athugun á gamasýnum þó dæmigerð einkenni glutenóþols vanti. TÍÐNI SJÚKLEIKA AF VÖLDUM SÁRA í MAGA OG SKEIFUGÖRN MEÐAL ÍSLENDINGA 1968 OG 1984. FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Hans Jakob Beck, Bjarni Þjóðleifsson, Helgi Sigvaldason, Ólafur Ólafsson. Landlæknisembættið, Ivflækningadeild Landspítala. Inngangur: Meðferð á sárum í maga og skeifugöm hefur tekið gagngerum breytingum síðastliðin 10-15 ár. I þessari rannsókn er reynt að meta sjúkleika af völdum meltingarsára fyrir og eftir að H2 blokkar voru teknir í notkun. Cimetidin var fyrst notað á íslandi 1976 og ranitidin um 1980. Aðferðir: Stuðst er við efnivið úr hóprannsókn Hjartavemdar. Tilviljunarúrtak úr þjóðskrá (5218 karlar og 5421 kona á aldrinum 34-61 árs, á árunum 1968 til 1984) var tekið til skoðunar þar sem spurt var hvort sár í maga eða skeifugöm hefði leitt til: 1) viðtals við lækni 2) innlagnar á spítala eða 3) skurðaðgerðar. Einnig er athuguð gigtar- og verkjalyfjanotkun hópanna. Niíiurstööur: Aldurs- og Viötal viö Innlögn á Skurö- kynflokkun lækni sjúkrahús aögerö Karlar 34-44 1968: ............... 70 9% 41 5% 12 1,5% 1984: ............... 85 12% 24 3% 4 0,6% Breyting:............ +31% -37% -64% Karlar 46-61 1968: ............... 231 16% 150 10% 76 5,3% 1980: ............... 345 15% 198 9% 78 3,4% Breyting:............ -7% -18% -36% Konur 34-44 1969: .............. 28 3% 16 2,0% 4 0,5% 1984: .............. 64 8% 19 2,5% 2 0,3% Breyting:........... +147% +28% -46% Konur 47-61 1969: .............. 92 7% 68 5% 20 1,4% 1982: .............. 276 11% 136 6% 49 2.0% Breyting:........... +70% +14% +39%

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.