Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 471 RISTILSPEGLANIR Á NORÐURLANDI. UPPGJÖR 860 RISTILSPEGLANA Á FSA N.J. Cariglia. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Yfirlit yfir ristilspeglanir á FSA. Á tæpum níu árum voru gerðar 860 ristilspeglanir af sama sérfræðingi. Helstu ábendingar voru duldar eða ferskar blæðingar frá meltingarvegi (27%) og óútskýrðir kviðverkir (19%). Algengasta niðurstaðan var sepi (polyp) (24%). Alls voru 311 separ fjarlægðir. I aðeins einni slíkri sepatöku urðu eftirköst (blæðing sem krafðist skurðaðgerðar). Þrjátíu og fjögur krabbamein greindust fyrir utan 10 illkynja sepa, sem fjarlægðir voru í spegluninni. Tvöfalt fleiri krabbamein í ristli greidust miðað við undangengin níu ár og um 50% fækkun var á röntgenrannsókn á ristli með skuggaefni. ALGENGI COELIAC DISEASE (GLUTENÓÞOLS) í FULLORÐNUM Á NORÐURLANDI N.J. Cariglia. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Á tímabilinu 1982 - 1989 greindust 12 tilfelli af glutenóþoli hjá sjúklingum 15 ára og eldri. I þeim aldurshópi eru 13.800 íbúar upptökusvæðisins. Algengi í þessum aldurshópi reiknast því 8,7/104 íbúa (1/1150). Algengi í aldurshópnum 15-55 ára er 11,6/104 íbúa (1/860). Vefjasýni hjá þessum 12 sjúklingum sem og samanburðarsýni voru öll fengin við maga/skeifugamarspeglun. Engum tilfellum af dermatitis herpetifomiis er lýst né heldur fannst nokkuð samræmi í óeðlilegum rannsóknariðurstöðum þessara sjúklinga. Engu tilfelli er lýst í aldurshópnum yfir 55 ára (3400 íbúar). Niðurstöðumar samræmast í meginatriðum útkomu annarra evrópskra rannsókna. nema hvað athygli vekur að sjúkdómurinn hefur ekki fundist í fólki eldra en 55 ára á þessu svæði. FYLGJA EINKENNI UM MALABSORBTION HÁUM STYRK MÓTEFNA GEGN GLÍADÍNI HJÁ FULLORÐNUM? Jón Atli Árnason, Hallgrímur Guðjónsson, Jóna Freysdóttir, Ingileif Jónsdóttir, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði, lyflækningadeild Landspítala. Glíadín er hluti af gluteni, próteini sem finnst í ýmsum komtegundum, meðal annars hveiti. Mæld voru IgA og IgG mótefni gegn glíadíni hjá 200 einstaklingum 30-50 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þeim 32 sem mældust með hæstu gildin var, ásamt 20 einstaklingum án mótefna, boðin þátttaka í frekari rannsókn. Alls þáðu 48 boðið. Rannsóknin fólst í svörum við spumingalista, þar sem könnuð voru ýmis heilsufarsatriði, læknisskoðum, blóð- og þvagrannsókn. Hvorki þátttakendur né þeir læknar sem skráðu og mátu niðurstöðumar vissu um niðurstöður mótefnamælinganna. Niðurgangsköst voru marktækt tíðari hjá þeim sem höfðu glíadínmótefni (p=,03) og fylgni var milli IgA og krónískrar þreytu (p=,0037). Þeir höfðu einnig merki um minni jámbirgðir, með minni transferrinmettun (p=,01), lægra MCV og MHC. Fólinsýra í sermi var einnig marktækt minni hjá þeim sem höfðu IgA glíadínmótefni. Þegar allar niðurstöður voru metnar í heild, töldust 15 af 48 þátttakendum hafa einkenni og rannsóknamiðurstöður sem gætu samrýmst glutenóþoli (gluten sensitive enteropathy). Fjórtán þeirra höfðu glíadínmótefni (p=.013). Einkenni sem ekki hafa verið tengd glutenóþoli voru álíka algeng í báðum hópum, að því undanskildu að slæmur höfuðverkur var algengari hjá þeim sem höfðu glíadínmótefni. Þessar niðurstöður benda til að mótefnum gegn glíadíni geti fylgt væg malabsorbtion. Aukning á glíadínmótefnum réttlætir því frekari rannsókn með immunohistológískri athugun á gamasýnum þó dæmigerð einkenni glutenóþols vanti. TÍÐNI SJÚKLEIKA AF VÖLDUM SÁRA í MAGA OG SKEIFUGÖRN MEÐAL ÍSLENDINGA 1968 OG 1984. FARALDSFRÆÐILEG RANNSÓKN Hans Jakob Beck, Bjarni Þjóðleifsson, Helgi Sigvaldason, Ólafur Ólafsson. Landlæknisembættið, Ivflækningadeild Landspítala. Inngangur: Meðferð á sárum í maga og skeifugöm hefur tekið gagngerum breytingum síðastliðin 10-15 ár. I þessari rannsókn er reynt að meta sjúkleika af völdum meltingarsára fyrir og eftir að H2 blokkar voru teknir í notkun. Cimetidin var fyrst notað á íslandi 1976 og ranitidin um 1980. Aðferðir: Stuðst er við efnivið úr hóprannsókn Hjartavemdar. Tilviljunarúrtak úr þjóðskrá (5218 karlar og 5421 kona á aldrinum 34-61 árs, á árunum 1968 til 1984) var tekið til skoðunar þar sem spurt var hvort sár í maga eða skeifugöm hefði leitt til: 1) viðtals við lækni 2) innlagnar á spítala eða 3) skurðaðgerðar. Einnig er athuguð gigtar- og verkjalyfjanotkun hópanna. Niíiurstööur: Aldurs- og Viötal viö Innlögn á Skurö- kynflokkun lækni sjúkrahús aögerö Karlar 34-44 1968: ............... 70 9% 41 5% 12 1,5% 1984: ............... 85 12% 24 3% 4 0,6% Breyting:............ +31% -37% -64% Karlar 46-61 1968: ............... 231 16% 150 10% 76 5,3% 1980: ............... 345 15% 198 9% 78 3,4% Breyting:............ -7% -18% -36% Konur 34-44 1969: .............. 28 3% 16 2,0% 4 0,5% 1984: .............. 64 8% 19 2,5% 2 0,3% Breyting:........... +147% +28% -46% Konur 47-61 1969: .............. 92 7% 68 5% 20 1,4% 1982: .............. 276 11% 136 6% 49 2.0% Breyting:........... +70% +14% +39%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.