Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 477 MÚSAOFNÆMI HJÁ ÍSLENDINGUM Davíð Gíslason. Vífilsstaðaspítali. Ofnæmi fyrir tilraunadýrum er vel þekkt meðal rannsóknafólks og þeirra, sem annast hirðingu dýranna. Nagdýr, einkum mýs og rottur, eru sérstaklega gjöm á að valda ofnæmi. Ofnæmisvakamir koma úr feldi dýranna, þvagi og munnvatni. Snerting við dýrin getur orsakað ofnæmisútbrot, en algengustu einkenni eru frá öndunarfærum, og flestir sjúklinganna fá einkenni um asthma. Við tilraunir á rannsóknastofum eru notaðar mýs af tegundinni mus musculus, sem em sömu tegundar og húsamúsin íslenska. Á Islandi er músagangur algengur í hlöðum og gripahúsum, vöruskemmum og gömlum íbúðarhúsum. Á Vífilsstöðum hafa verið gerð pikkpróf fyrir mus musculus síðan 1982, hafi sjúklingur fengið einkenni í heyryki eða saga verið um músagang á heimili þeirra. Einnig voru gerð RAST-próf hjá þeim, sem höfðu jákvæða eða vafasama húðsvörun fyrir músum. Á 8 árum hafa fundist 15 einstaklingar með músaofnæmi. Einn hafði annast fóðrun tilraunadýra í 6 mánuði þegar einkennin komu fram í fyrsta skipti, tveir höfðu mýs sem gæludýr, en 12 höfðu enga aðra snertingu við mýs en þá sem skapast af músagangi villtra músa. Gerð er grein fyrir einkennum þessara sjúklinga, bráðaofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvökum og líklegri uppsprettu músaofnæmisins. Hjá tveimur sjúklingum var sýnt fram á uppsprettu ofnæmisins með mælingum mótefnavaka í ryki. Mótefnavakar músa hafa áður verið kannaðir í íslensku heyryki og hafa niðurstöður verið birtar. SÝKLALYFJANOTKUN Á LANDSPÍTALA 1988 Finnbogi Karlsson, Sigurður B. Þorseinsson. Lyflækningadeild Landspítala. Árið 1988 var sýklalyfjakostnaður á Ríkisspítölum ríflega 28 milljónir króna. Þetta var um fimmtungur af heildarlyfjakostnaði. Eftirfarandi rannsókn var gerð til að kanna þessa notkun með tilliti til hvort ekki væri einhverju ábótavant, sem mætti lagfæra og draga þannig úr kostnaði, hugsanlega óþarfri lyfjagjöf og jafnframt bæta meðferð sýkinga. Ákveðið var að rannsaka sýklalyfanot á þremur deildum Landspítalans, lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þessar deildir voru valdar vegna stærðar, fjölda innlagna og hlutfallslega mikillar sýklalyfjanotkunar. Rannsóknarsniðið var aftursæ tilfellakönnun, þar sem slembiúrtak af sjúkraskrám frá árinu 1988 var notað. Fengið var 10% úrtak af innlögnum lyfiækninga- og handlækningadeilda en 5% kvennadeildar. Þannig fékkst þýði 1046 innlagna, 319 á lyflækningadeild, 380 á handlækningadeild og 340 á kvennadeild. Sjö innlagnir vom blandaðar legur þar sem sjúklingar fluttust milli lyfja- handlæknisdeilda í sömu legu. Sjúkraskrár fundust fyrir 989 þessara innlagna. Farið var yfir sjúkraskrámar með tilliti til þess hvort sýklalyf höfðu verið gefin, ef svo var þá var skránum haldið til haga til nánari rannsóknar. Heildarfjöldi innlagna þar sem fram kom í sjúkraskrá að sýklalyf höfðu verið gefin reyndust 206 talsins. Meðalaldur eftir deildum var 60, 57, 27 og 69 ár í sömu röð deilda og að ofan. Helstu ástæður þess að notkun sýklalyfja var metin röng voru: Of löng meðferð 31 (40%), upplýsingaskortur í skrám 26 (33%), röng ábending 12 (15%), ræktunum ábótavant 5 (7%), lyfjaval og skammtar 8 (10%). Eitt þeirra atriða sem var rannsakað, var hvaða lyfjategundum var beitt og hversu oft. Upplýsingar fundust um 303 lyfjagjafir sem skiptust þannig: Penicilh'n með aukin áhrif á Gram-neikvæða sýkla 57 (19%), penicillínasa-þolin penicillín 56 (19%), cefalosporín 52 (17%), súlfónamíð í blöndu 47 (16%), penicillín 36 (12%), ímíðazól og kínólón 17 (6%), tetracýklín 14 (5%) og önnur (fyrst og fremst gentamicín 18 (6%). Meginniðurstöður benda til að það sé einkum þrennt sem miður fari: a) meðferð of löng, b) forsendur lyfjanotkunar ekki færðar í skrá sem skyldi og c) lyf gefin án tilefnis. Tvennt virðist í betra lagi en vænta mátti ef miðað er við erlendar rannsóknir: d) lítið er um notkun dýrari sýklalyfja og e) hlutfaliið af innlögnum þar sem sýklalyfjum er beitt er lágt. ATVINNA FEÐRA VIÐ GETNAÐ EINSTAKLINGA, SEM FÁ INSÚLÍNHÁÐA (TEGUND 1) SYKURSÝKI. SAMANBURÐARRANNSÓKN Á SJÚKLINGUM OG VIÐMIÐUNARHÓPI Finnbogi Karlsson, Runólfur Pálsson, Þórir Helgason. Göngudeild sykursjúkra Landspítala. Ákveðin stökkbreytandi efnasambönd, sum hver í umhverfi mannsins, geta valdið sykursýki í tilraunadýrum. Ályktað hefur verið, að áhrifin kunni meðal annars að vera via kynfrumur. Hefur sjúkdómurinn verið framkallaður í afkvæmum dýra, sem einvörðungu voru útsett fyrir mökun. Sama gegnir, þótt eingöngu karldýrið sé útsett, en hvorki tilvonandi móðir né afkvæmi. Með þessari rannsókn er gerð tilraun til að kanna, hvort tengsl séu milli insúlínháðrar sykursýki og þeirrar atvinnu, sem feður sjúklinganna stunduðu, þegar þeir síðamefndu vom getnir. Hinn 1. janúar 1980 vom 266 slíkir sjúklingar á landinu. Upplýsingaleit var takmörkuð við þá, sem fæddir vom á ámnum 1930 - 1979, 200 talsins, og fengust nákvæmar upplýsingar frá 196 þeirra. Deild Fjöldi Finnst + Sýklalyf Rétt beitt Meöf.lengd Lyfjafj. Lyfjadeild...................................... 319 315(99%) 60(19%) 42(70%) 7.2 dagar 1.7 Handl.deild .................................... 380 350(92%) 109(31%) 65(60%) 8.0 dagar 1.5 Kvennadeild .................................... 340 317(93%) 30(9.5%) 15(50%) 4.6 dagar 1.3 Blanda ..................................... 7 7 7 6(86%) 14.7dagar 2.9 Samtals 1046 989(95%) 206(21%) 128(62%) 7.5 dagar 1.6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.