Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ 481 fura-2 buffers and distorts electrically induced [Ca*2]; transients in cardiac ventricular myocytes. The chelator was used to measure the amount of Ca+2i mobilized into the cytosol during the cell excitation-contraction cycle. ÁHRIF ÞRIGGJA EXTRAKTA ÚR BRJÓSTAGRASI OG ÚSNÍNSÝRU ÚR HREINDÝRAMOSA Á FRUMUVÖXT, DNA INNIHALD FRUMA OG FRUMUDAUÐA í RÆKT Einar Már Sigurðsson lyfjafræðinemi, Ásbjörn Sigfússon, Jóhann M. Lénharðsson l.vfjafræðingur, Krístin Ingólfsdóttir dósent. Lvfjafræði lyfsaia í Háskóla Islands, Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Apótek Austurbæjar. Það sparar bæði tíma og peninga að skima eftir æxlishemjandi virkni nýrra efna og efnasambanda með því að skoða áhrif þeirra á frumur í rækt áður en áhrif á æxli í tilraunadýrum eru prófuð. í tengslum við Iokaverkefni lyfjafræðinema hefur verið nokkur samvinna lyfjafræði H.I. og ónæmisfræðideildar Landspítaians um að rannsaka áhrif plöntuextrakta á vöxt æxlisfruma í rækt (1,2). Hér er lýst áhrifum þriggja extrakta úr brjóstagrasi (Thalictrum alpinum) og úsnínsýru úr hreindýramosa (Cladonia labuscula) á vöxt heilbrigðra eitilfruma og hvítblæðifruma (K 562) í rækt. Notuð voru þrjú mismunandi módel. I fyrsta lagi voru mæld áhrif efnanna á thymidine upptöku frumanna. I öðru lagi voru mæld áhrif efnanna á DNA innihald einstakra fruma með fiúrskinslitun og mælingu í flæðifrumusjá. I þriðja lagi var frumudauði í ræktinni mældur með fluorescein diacetate litun og smásjárskoðun. Til samnburðar voru rannsökuð áhrif fjögurra þekktra krabbameinslyfja með mismunandi verkunarmáta. melphalan, adriamycin, vincristin og methotrexate. Það tókst að sýna fram á verkun lyfjanna fjögurra með öllum aðferðunum og verkunin var mismunandi milli lyfja og endurspeglaði mismunandi verkunarmáta þeirra. Úsnínsýra hafði allnokkur frumuhemjandi áhrif þegar litið var á thymidine upptöku og frumudauða í rækt. Niðurstöður úr prófun á extröktum úr brjóstagrasi voru ekki eins afgerandi, en samt merkjanleg áhrif við styrk yfir 0,01 mg/ml. Mælingar á DNA innihaldi fruma gefa til kynna að einn extraktinn hafi antimetabolisk áhrif. 1) Elín Kristjánsdóttir. Æxlishemjandi efni úr plöntum. Cand.pharm. ritgerð við H.í. 1987. 2) Jóhann M. Lénharðsson. Einangrun og greining efnis úr Thalictrum alpinum -brjóstagrasi-. Cand.pharm. ritgerð við H.í. 1988. STARFSEMI NEYÐARBÍLS BORGARSPÍTALANS ÁRIÐ 1989 Þorsteinn Skúlason, Gestur Þorgeirsson. Lyflækningadeild Borgarspítala. Árið 1989 var fyrsta heila árið sem neyðarbfll Borgarspítalans var mannaður allan sólarhringinn alla daga ársins af aðstoðarlæknum lyflækningadeildar Borgarspítalans. Fram til október 1988 hafði læknir einungis verið í áhöfn neyðarbflsins frá kl. 08 til 23.30 á daginn og ekki á helgidögum. Á árinu 1989 fór áhöfn neyðarbflsins (3169 útköll. Af þeim voru 1979 (62,4%) virka daga frá kl. 07.30 - 23.30. 1190 (37,6%) útköll voru á nóttunni milli kl. 23.30 - 07.30 og á helgidögum. Fjöldi útkalla var mjög svipaður alla mánuði ársins, flest í nóvember 288 og fæst í júlí 240. Að meðaltali voru 264 útköll í mánuði. Tíðni útkalla var mjög mismunandi eftir tímum sólarhringsins. Tíðnin var minnst síðari hluta nætur milli kl. 04 og 07, en mest fyrri hluta dags milli kl. 11 og 16. Útköll vegna slysa vom 1031, vitjanir vegna veikinda 1971, afturkölluð 54 og vegna eldsvoða 113. Læknar neyðarbílsins lögðu alls 1828 einstaklinga inn á sjúkrahús á árinu. Um 82% þeirra sem farið var í vitjun til voru lagðir inn á spítala. Langflestir slasaðra voru fluttir á slysadeild. Af þeim sem slasast höfðu þurftu um 19% innlagnar við. Áhöfn neyðarbfls Borgarspítalans veitir bráðveikum og slösuðum á höfuðborgarsvæðinu mikla þjónustu. Útköllum þar sem læknir er með hefur fjölgað um þriðjung eftir að læknir bættist í áhöfn neyðarbflsins allan sólarhringinn. Nánar verður greint frá starfsemi neyðarbflsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.